Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 4
Heppnin er blind ... MOTOKOV CZECHOSLOVAKIA Everest Trading Compan/ Garðastræti 4 Simi 10969. Því er það hendingin, sem hnossi ræður, og eins líklegt, að maður lendi á því með lokuð augun. En happdrætti og dráttarvélarkaup er sitt hvað. Það síðarnefnda er fjárfesting, sem verður að skila hagnaði. Og nú er um svo m argar tegundir að velja, að betra er að fara að öllu með gát og athuga allt vandlega. En sá, sem velur Zelor 25A, má vera viss um að hann hlýtur hnossið. Það er dráttarvél af vönduðustu gerð, miðað við alhliða starfs- hæfni við landbúnað og flutninga. Hún er sterk, traust og viðbragðsfljót. Og hún er sparneytin — og sú ódýrasta á markaðnum. i 1 1 1 I i i i i i i i i ♦ Ég borga brúsann - ♦ Lífsreynslusögur. ♦ Hvaðan fá þeir sjónvarpsefni, ha? ♦ Listi yfir happdrættin. 1 GIFTINGARÞÖNKUM. Kæra Vika. Ég er ein af þínum föstu lesendum, og nú langar mig til að spyrja þig áriðandi spurning- ar. Ég er farin að nálgast fertugsaldurinn og hef góða atvinnu. Endur fyrir löngu var ég ákveðin i að giftast, eins og flestar stúlkur munu vera, ég kynntist nokkrum karlmönnum, en einhvernveginn varð aldrei meira úr þvi. N.ú hef ég átt vissan karlmann fyrir kunningja í nokkur ár. Við hðfum farið út að skemmta okk- ur og þessháttar. Hann hefur sæmilega atvinnu, en helzt illa á peningum, og yfirleitt lendir það alltaf á mér að borga brúsann. Hann er lika dálitið vínhneigður, en ekki svo að það komi beint að sök. Og hann er fimm árum yngri en ég. Nú vill hann að við gerum alvöru úr þessu og skellum okkur í það heilaga — en mér er um og ó. Mér líður í rauninni ágætlega eins og allt er, en hann kveðst ekki geta verið með mér lengur, ef ekkert verði úr þessu, og þá verði hann að fara að svipast um eftir konu- efni. Ég vedt að ég mundi sakna lians, því að við erum góðir vinir, en ég get ekki sagt að um neina ást okkar á milli sé að ræða. Ég er líka hrædd um, að ég mundi kunna illa við að verða að sleppa vinnunni, ef svo skyldi takast til. Og þessvegna spyr ég þig í einlægni — hvað á ég að gera? Og ég vona að þú svarir mér lika í einlægni. Með beztu kveðjum. Ein ráðþrota. Einhverntíma var mér sögð saga af rosknum skrifstofumanni, sem svipað var ástatt um, og leitaði þá ráða hjá reikningsvélinni. Setti semsé vandamálið upp í reikningsdæmi, eftir að hafa metið hvert atriði þess og breytt niðurstöðu matsins í tölur. Að svo búnu lagði hann allar jákvæðu og síðan allar neikvæðu niðurstöðutölurnar saman, hvorar fyrir sig, og dró loks frá. Hann fékk útkomuna -f- 673. Þótti honum hún ískyggilega neikvæð, og fékk gjaldkera fyrirtækisins til að fara yfir dæmið. Gjaldkerinn rak augun f það, að skrifstofumaðurinn hafði alls ekki tekið ást- ina með í reikninginn og vakti athygli hans á því. „Já, það er satt, bölvuð ekki sen ástin,“ svaraði skrifstofumaðurinn, „þá fer nú mín- usinn líka að nálgast þúsundið, ef maður á að taka hana með!“ Enda þótt bréf þitt sé mjög greinagott, veit ég samt sem áður ekki meira um þetta vandamál þitt en reiknings- vélin, og þó ég vissi meira um það, mundi ég ekki gefa þér nein ráð. Slíkt verða hlut- aðeigendur að gera út um sín á milli — en eitt ráðlegg ég þér þó í fyllstu einlægni: Að leita ekki á náðir reikningsvélarinnar. ERU SANNAR SÖGUR SANNAR7 Kæri póstur. Ég hef ákuflcgu aúkM gaaua af al lesa þesc- i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.