Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 15
Mál tekið af litlum viðskiptavini. Ofarlega í Nóatúni verður á vegi okkar lítið og laglegt hús, sem fljótt á litið gæti verið rakarastofa eða eitthvað slíkt. En er við lítum í gluggana, sjáum við, að þar er letrað: STEINAR WAAGE ORTOP. SKÓSMlÐI. Með forvitnina í fararbroddi göngum við þarna inn, og verður fyrst fyrir okkur forstofa, sem ekki er ólík biðstofum lækna, — enda kemur í ljós, að Þarna er til húsa sérstök tegund iðn- aðar, sem er nátengd læknisfræðinni. Til frekari upplýsinga snúum við okkur að sjálfum forstöðumanninum, Steinari Waage, og biðjum hann skýra fyrir okkur, í hverju þetta starf sé aðallega fólgið. — Segðu okkur, Steinar, — er þetta einn þáttur læknisfræðinnar? — Já, að vissu leyti, — stendur í nánu sam- bandi við beinafræði eða anatomi í fótum. Það er ekki til neitt íslenzkt orð yfir þetta, en hefur verið nefnt ortópedísk skósmíði. — Lýtur þetta eingöngu að fótunum? — Já, eingöngu, — nema hvað fótakvillar valda oft óþægindum í baki og höfði. — Og þið ráðið bót á þessum fótakvillum? — Já, með skófatnaði og innleggi í skó. — En þið fáizt ekki neitt við gervilima- smíði? — Nei, ekki beinlínis. En við smiðum skó á fólk, sem er þannig bæklað á fótum, að það þarf á að halda sérstaklega gerðum skóm. En gervilimasmíði er annað fag, að vísu skylt, en ,er samsett úr þremur eða fjórum fögum og krefst miklu lengra náms. Maður, sem ætlar sér að standa fyrir gervilimasmíði, þarf að vera við nám 'að minnsta kosti sjö eða átta ár. — Hvað, ertu búinn að starfa lengi við þetta, Steinar? — 1 um það bil þrjú ár. Ég var fimm ár við nám, fjögur í Danmörku og eitt ár í Þýzka- landi. Upphaflega var iþað dr. Snorri. Hall- grímsson, sem hvatti mig til að læra þetta og kom mér i samband við ortópedíska spítalann í Árósum. Hugmyndin er sú, að þetta verkstæði fái húsnæði í Landsspítalanum í sam'bandi við beinasérfræðideild, sem þar á að vera til húsa. — Færðu kannski húspláss í viðbyggingunni, sem nú er verið að ljúka við? — Nei, ég hugsa nú ekki. EVi það verður hafizt handa um nýjar byggingarframkvæmdir í vor, og i því húsnæði verður þessu víst fyrir komið. — Er það fólk á öllum aldri, sem leitar hingað til þín? —■ Já, en þó að mestu leyti börn. — Og eru þessir sjúklingar — eða viðskipta- vinir — sendir til þin frá læknunum? — Já, oftast er það. Ég hef átt mjög ánægju- legt samstarf við læknana hérna, en auðvitað er það mest við þá s'érfræðinga, sem þessi teg- und kvilla heyrir undir. Þó er gerð gipsmót- anna, sem innleggin eru smíðuð eftir, dálítið misjöfn hjá læknum. En auðvitað er það mikil- UAm^ h&fcuSv CfÍa^ / vægt atriði, að þau séu nákvæmlega gerð — og á réttan 'hátt. — Og hvaða fótakvillar koma hér helzt við sögu? — Aðallega ilsig. En þó er um að ræða marga aðra kvilla, t. d. svokallaðan holfót, sem er nokkuð algengur og getur valdið miklum óþægindum í hæl og tábergi. — Hverjar eru helztu orsakir þessara fóta- kvilla? — Algengast er, að þetta gangi í ættir, — sé arfgengt. En þá kemur það í ljós þegar við fæðingu. Og verði læknar varir við það, hafa þeir samband við mig, sem útbý gipsmót og eftir því sérstakar umbúðir, sem börnin eru látin sofa í á nóttunni. — En svo er eins og fótakvillar fylgi líka ákveðnum iðngreinum, sem miklar stöður fylgja. Og stundum hefur það bagað fólk svo mikið, að það hefur þurft að hætta starfi og fá sér einhverja vinnu, sem minna reynir á fæturna. Auk þess eru og ýms- ar aðrar orsakir, svo sem of þung börn, nær- ingarefnaskortur, slys og svo óhollur skófatn- aður, sem nóg er til af hér á landi. — Þurfa ekki þessi innlegg að vera ná- kvæmlega smíðuð, ef þau eiga að koma að fullu gagni? — Jú, það er auðvitað höfuðatriðið. Víða erlendis sér maður mikið fúsk í innleggja- smíði, og venjulega er það mest auglýst. Það er algengt í skóverzlunum erlendis, að alls kon- ar „sérfræðingar“ á hvítum sloppum koma hlaupandi til fólks, sem er að máta skó, og benda því á það, að það þurfi ‘nauðsynlega á innleggi að halda. Og þeir hætta venjulega ekki, fyrr en innleggið er keypt með. En sem betur fer, erum við yfirleitt laus við allt slíkt hér heima. Og auðvitað ættu engin innlegg að vera í notkun nema þau, sem gerð eru eftir læknisráði og með gipsmóti. — En er nú nokkurt gagn að þessum inn- leggjum, ef fólk notar þau ekki að staðaldri? — Nei, við það dugir ekki neitt hálfkák. Þetta kerfst mikillar þolinmæði og samvizku- semi. Annars ráðlegg ég oft börnum á skóla- aldri að fara í fótaæfingar. Jón Þorsteinsson kennir sjúkraleikfimi — og þá einnig fyrir sjúka fætur, — og er það eitt hið allra holl- asta, sem til er fyrir fætur, sem ekki eru heil- brigðir. Einnig hef ég ráðlagt stúlkum — og reyndar drengjum líka — að stunda ballett. Ballettæfingar gera oft mikið gagn í þessum tilfellum. - Heldur þú, Steinar, að margir þjáist af fótakvillum án þess að skeyta um að leita sér einhverrar lækningar? — Já, það er mjög mikið um það. Það er eins og fæturnir verði oft út undan hjá fólki, þegar um þrif og umhyggju likamans er að ræða. Og þó hafa þeir nú ekki ómerkilegra hlutverki að gegna en því að halda öllum likamanum uppi. Og svo held ég, að fólk Framhald á bls. 26. Steinar Waage. Erík Schou Nielsen við vinnu sína.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.