Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 7
Fyrir hverju er draumurinn? Nú hafið þið tækifæri til þess að fá rétta ráðningu á draumum. Um það sér drauma- ráðningamaður, sem VIKAN kemur ykkur í samband við. Utanáskrift: VIKAN, póst- hólf 149. Til Draumráðandans. Fyrir nokkru dreymdi mig, að ég ók í litlum bil eftir Miklubrautinni, þar sem alltaf er verið að vinna, þú veizt. Ég var á vegarkaflanum fyrir ofan HliSarnar, þar sem vegurinn er ekki breið- ur og ekki er enn búið að gera hann tvöfaldan. Skyndilega sá ég geystistóran Henschelvörubíl koma æðandi á móti mér, ~ oó að Mikla- brautin sé allbreið, komst ég ekki fram hjá bílnum, og hann ók beint yfir mig, og þá vakn- aði ég við vondan draum. Hvað heldurðu, að draumurinn þýði? Með þökk fyrir ráðninguna, Stjáni. Svar til Stjána. Draumur þessi er allathyglisverður, og er mér næst að halda, að verið sé að hlunnfara þig í viðskiptum. Það að vera staddur á Miklu- brautinni er alltáknrænt, því að mikið hefur verið um hana rætt í sambandi við mikinn kostnað. Ég vildi ráðleggja þér að athuga gaumgæfilega gang þinn í fjármálunum. Ekki þætti mér ósennilegt, að þú sért í félagsskap með einhverjum manni í sambandi við fyrir- tæki, sem hefur vafasaman rekstrargrundvöll. Ég held, að þú ættir að hafa fjárreiður fyrir- tækisins sjálfur með höndum. Sýnilegt er samt sem áður, að til tíðinda mun draga í ykkar viðskiptum innan skamms og það þér í óhag. Öll verðum við fyrir áföllum f lífinu, fleiri eða færri, og er ekki annað að gera en taka því. Draumráðandi Vikunnar. Fyrir nokkru dreymdi konu, sem ég þekki, en vil ekki nafngreina, svo einkennilegan draum, að ég vil endilega segja þér hann, ef vera kynni, að þú gætir varpað ljósi á þá furðulegu at- burðarás, er átti sér stað i draumnum. Nafn konunnar vil ég ekki gefa upp til að valda henni engum óþægindum. Konunni birtist í draumi ákaflega bjartur og friður maður. Virtist henni sem bjarmi stæði út frá honum. Hann hafði „túrban“ á höfði eins og Indverjar. Komumaður heilsaði konunni vingjarnlega og kvaðst vera kominn til að fræða hana um ýmsa dulfræðilega hluti, sem konan hafði ekki getað skilið áður. 'Hann sagði meðal annars: „Þú hefur oft brotið heilann um endur- holdgun og ástæðuna fyrir henni. Eðlilegt er, að fólk hugsi mikið um þessi efni. Á Vestur- löndum er almennt litið svo á, að aðeins sé um eitt lif að ræða og siðan deyi fólk og bíði dóms- dags. í Austurlöndum, þar sem mikill meiri hluti jarðarbúa býr, er hins vegar litið svo á, pð menn endurholdgist mjög oft og þróist til mannlegrar fullkomnunar hér á þessari jörð. Dvöl vor á jörðinni samsvarar skólavist. Vér göngum í skóla, unz vér höfum þekkingu og hæfni til að taka fullnaðarpróf. Þá væri oss gefinn kostur á upprisu á hærri og dásamleg tilverustig, en þar eins og hér eru einnig við- fangsefni til enn meiri þróunar. Sumir efnis- hyggjumenn halda þvi fram, að ekkert lif sé til eftir dauðann, og svo undarlega vill til, þegar þeir missa jarðlíkamann og koma inn á tilveru- svið dáinsheima, að þeim er ekki enn ljóst, að þeir eru dánir. Þeir berja i borðið og segja: „Sjáðu bara, þetta er algerlega fast fyrir. — Framhald á bls. 34. Þegar uppfinningamaSur sam- kvæmisins hafði útskýrt, að hann ætlaði að finna upp sjálfsala, þar sem menn gætu stungið í tíkalli og fengið nýja konu, sagði einn gest- anna: „Því ekki að finna upp nýj- an sjálfsala, þar sem hægt er að setja konuna sína í og fá tíkall til baka.“ Elliott O'Donnell, sem er sér- fræðingur í öllu, sem varðar drauga, hefur skrifað bók um sýn- ir næturinnar, þar sem hann ásamt fleira segir frá kvensama draugn- um í Hove, litlu sjávarþorpi i Sussex. I sumargistihúsi í Hove bjó frá Ball frá Richmond í sum- arleyfi sínu. Dag einn, er hún stóð við glugga á herbergi sínu, sá hún miðaldra mann veifa upp til sín. Hann var smekklega klæddur og hafði hvítt blóm í hnappagatinu og brosti til hennar. Sér til undrunar og hræðslu sá frú Ball frá Richmond, að maður- inn gekk inn í húsið, og augnabliki siðar gekk hann inn I herbergi hennar. Undrandi á þessari frekju skipaði hún manninum að fara út. Nokkrum dögum síðar sat mað- urinn aftur inni í herbergi hennar og brosti ástúðlega til hennar. Skjálfandi af reiði fór frú Ball frá Richmond til hótelstýrunnar, frú Smith, og bað hana að láta fjar- lægja hinn óboðna gest Föl og óttaslegin fór frú Smith upp í herbergi frú Ball frá Richmond, en kom aftur og sagði, að það væri enginn maður í herberginu. Eg hef merkilega sögu að segja yður, sagði frú Smith. Fyrir fimm árum hafði herra Price á leigu tvö samliggjandi herbergi á fyrstu hæð í gistihúsinu. Ég hafði ekkert út á hann að setja, fyrr en ung og falleg ekkja kom hingað. Nokkrum dögum síð- ar kvartaði hún um, að herra Price elti hana. Hann lofaði að hætta því, en hélt ekki orð sín og ekkjan fluttist burt. Eftir það leitaði hann á aðrar konur í gistihúsinu, og frú Smith var neydd til að segja honum upp. Herra Price varð svo reiður, að hann sór, að hann mundi ganga aftur og heimsækja gistihúsið eftir dauðann, svo lengi sem frú Smith væri þar. Hann dó ári síðar, og gekk þetta svona, þar til frú Smith seldi gisti- húsið. Eftir það varð enginn var við hann. Tryggingu fyrir öruggum rekstri veita rafmótorar vorir fyrir jafn- straum og víxlstraum. Þeir fást I mjög miklu úrvali af ýmsum teg- undum og gerðum, allt að 4000 kw lyftumótorar, sem bæði eru eldtraustir og vatnsþéttir. Gjörið svo vel að heimsækja okk- ur þar sem við sýnum á XXIX. al- þjóðlegu kaupstefnunni í Poznan 12. til 26. júní 1960 í skála nr. 11. Einkaútflyt jendur: Polish Foreign Trade Company for Electrical Equipment Ltd., Cléktfluí' Warszawa 2, Czackiego 15/17, P. O. Box 254. Sími: 6-62-71. Umboðsmenn: TRANS OCEAN BROKERAGE AUSTURSTRÆTI 14, REYKJAVÍK.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.