Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 8
VORU Al Þekktu Inkar aðferð til að gera stein sveigj- anlegan? Stórir steinar falla svo nákvæmt sam- an, að nndrum sætir. Þetta er algengasta myndin af frummann- inum. En hún er alröng, segir Saurat. f Costa-Rica í Mið-Ame- ríku hafa fundizt mörg hundruð steinkúlur allt að tíu tonn að þyngd. Hafa þetta verið golf- kúlur frummannanna? Þannig halda sumir, að hinn ógeðslegi snjó- S maður líti út og sé af- komandi risafólksins. Risahöfuð frá tímabili Mayaætt flokksins. Andlits- drættirnir eru greinilega mon- gólskir. — Komu fyrstu landnemar Mexíkó frá Mið- Asíu ? Furðuleg skoðun, er styðst við ævafornar sagnir og nýja fornleifafundi, varpar ljósi yfir gátur hinna gömlu menn- ingarríkja og opnar sýn yfir fádæma-víðerni, sem voru ekki áður kunn. Afsprengi sólarinnar, pláneturn- ar, fædust við tröllaukna spreng- ingu. Hvitglóandi gasmekir rákust á geimmola úr Isi úti í sólkerfinu, þéttust og slöngvuðust sem himin- hnettir óralangt út í geiminn. Það voru reikistjörnurnar! Aðrar smærri efnisheildir tóku að hring- snúast um þær og voru kölluð tungl. Hugmynd þessi er sett fram í byrjun tuttugustu aldar af austur- riskum manni, Hans Hörbiger að nafni. En hann var faðir hins kunna leikara, Pauls Hörbigers.- Enn fremur hélt hann því fram, að á tertiertímabilinu hefðu lifað hér á jörðu risar, sem meðal ann- ars hefðu hlaðið hinum ægistóru granítbjörgum fornaldarborganna hverju ofan á annað. Þá Iifðu einn- ig á júra- og krítartímabilinu risa- eðlur og afarstórar jurtir. Sömu- leiðis var til skordýrategund af gullsmiðakyni með nálega eins metra vænghaf. Þar sem kunnugt er, að það er þyngdarlögmálið, sem ræður stærð allra lifandi vera, í réttu hlutfalli við vöðvastyrk og burðarþol, út- skýrði Hörbiger fyrirbrigði þetta á eftirfarandi hátt.: Tungl.það, er nú gengur umhverfis jörð vora, er hið fjórða í sinni röð. Hin þrjú hafa leystst upp. Leifar þeirra téllu til jarðar og dreifðust um allan hnöttinn. Fyrsla og annað tunglið eyðilögðust þegar í frum- forneskju jarðsögunnar, en for- gengill okkar núverandi fylgihnatt- ar ekki fyrr en við lok tertier- tímabilsins. Það gerðist sem sagt fyrir 250.000' árum. Einhverju sinni á morgni tím- anna kom stór hnöttur i þriðja sinni svo nærri jörðunni, að að- dráttarafl hans dró til stórra muna úr þyngdarafli hennar. Við þær aðstæður gátu tuttugu smálesta þurig skriðdýr hreyft sig um jörð- ina. Að vísu höfðu þau sterka fæt- ur, en mundu þó nú á dögum slig- ast undir svo geigvænlegum þunga. i Og með vænghafi því, er flugeðl- urnar höfðu. mundu þær ekki geta sigrað aðdráttarafl jarðarinnar nú og væru því ekki færar um að lyfta sér til flugs. Eitt er víst, að hvort sem dýra- fræðingar nútímans viðurkenna hugmynd Hörbigers eða eigi, geta þeir ekki gefið aðra skýringu á tilveru risaeðlnanna. Að lokum fór svo, að hið þriðja tungl kom svo nærri jörðunni, að það sundraðist í smáagnir. Urðu þær að rykhjúp utan um jörðina, nákvæmlega eins og hringurinn utan um plánetuna Satúrnus, sem að öllum líkindum er líka leifar af tungli. Þessi mánahringur hafði svo jafnt skipt aðdráttarafli á yf- irborð jarðar með þeim afleiðing- um, að allt vatn á henni safnaðist í belti umhverfis miðjarðarlínu. Hæstu fjöll ein stóðu upp úr haf inu. Og einmitt þar finna jarðfræð- ingar og fornfræðingar enn í dag leifar sæplantna og dýra. Skoðun Hörbigers hefur ekki enn sem komið er náð almennri viðurkenninéu vísindanna. Þó hef- ur frönskum vísindamanni, prófess- or Saurat að nafni, fundizt hún svo merkileg, að hann tók hana til nákvæmari rannsókna. Og svo fór, að hann komst að þeirri nið- urstöðu, að í henni fælust skýr- ingar á mörgum ráðgátum og gloppum i sögu hnattar vors SAURAT p)ófessor hélt kenn- ingunni áfram. Hörbiger taldi, að eftir nokkrar þúsundir ára hefði mánahringur inn steypzt niður til jarðar og grafið allt, sem á henni lifði, undir margra kílómetra þykku ryklagi. Og þá urðu hinir gífurlegu frumskógar fornaldar- innar að kolalögum og olíulindum. Vatnsmagnið seig aftur til heim- skautanna og hinar fyrri sjávar- strandir lágu nú uppi undir fjalla- brúnum. Á þessum tíma, telur Hörbiger, að jörðin hafi verið byggð risavöxnu mannfólki, sem var miklum gáfum gætt. Ein af risateikning- unum, sem fundizt hafa í Perú. Að ofan til hægri sést rófan og hendur af apa með níu fingur. Ilinar teiknuðu „fígír- ur“ voru alltaf með níu fingur. Höfðu lista- mennirnir, sem gerðu teikningarnar eins van- nkapnað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.