Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 20
hafa minnstu hugmynd um slíkt, senor. E>að hlýtur,
því að vera framandi maður, sem komið hefur
hingað eingöngu þeirra erinda að frem.ia glæpinn".
Douglas tók sér sæti aftur. „Getum við þá athug-
að hvaða ferðamenn eru hér staddir? Og hve
margir munu þeir vera?“
„Hægan, hægan", svaraði Bonito. „Hér eru
hundruð ferðamepna. Við höfum ekki nema nokkr-
ar klukkustundir til stefnu."
„Ekki getum við athugað hundrað ferðamenn á
einum degi?"
„Þess gerist heldur ekki nein þörf, að ég held.
Stúlkan er að minnsta kosti enn á lífi. Þeir, eða
hann mun ekki þora að leyna henni í borginni.
Þar er ekki unnt að leynast, því að hér fylgjast
ailir með öllu og vita allt. Ekki gætu þeir heldur
leynt henni i ferðamannagistihúsinu, hvorki hér
eða úti á eynni, því að starfsstúlkunar hlytu að
verða hennar varar."
„Hvar er þá helzt hugsanlegt að þeir hafi leitað
fylgnis?"
„Allstaðar annarstaðar", svaraði Bonito og yppti
öxlum. Það standa um þrjú hundruð sykurvinnslu-
stöðvar auðar og yfirgefnar, víðsvegar um eyna.
Þar mundi ákjósanlegt fylgsni. Það er meira að
segja hægur nærri að hafast við x bíl einhversstað-
ar, svona stuttan tíma".
„Þeir yrðu þó að komast yfir bil með einhverju
móti. Taka hann á leigu eða stela honum".
Bonito tók þessari hugdettu fegins hendi. „Ég
geri ekki ráð fyrir að þeir hafi tekið bíl á leigu,
því að þá hefðu þeir orðið að undirrita viður-
kenningu, og þeir vilja áreiðanlega sleppa við
það. Sleppa við að vekja á sér minnstu athygli,
bæði hvað snertir bústað þeirra og ferðir".
„Þá hafa þeir að öllum iíknidum stolið bíl“.
„Ekki hefur okkur borist nein tilkynning um það
enn. E'n vitanlega getur átt sér stað að viðkomandi
hafi ekki gefið sér tíma til að gera okkur aðvart".
„Manana", varð Douglas að orði.
Bonito lét sem hann heyrði ekki athugasemdina.
„Ég geri samt öllu fremur ráð fyrir, að þeir hafi
tekið traustataki bíl, sem skilinn hefur verið eftir
í skúr við auðan sumarbústað. Það er nefnilega
algengt, að eigendur sumarbústaðanna skilji bíla
sína þannig eftir."
„R'ánsmennirnir geta þá, eftir þvi að dæma,
notfært sér bæði sumarbústaðinn, án þess nokkur
þurfi að vera þess var?"
Bonito kinkaði kolli. Nokkra hríð sat hann þög-
ull og hug'si og starði á plötuna á skrifborði sínu.
„Jæja", varð Douglas að orði og leiddist biðin.
Bonitb varp þungt öndinni. Tók fram uppdrátt
af eynni og fór að athuga hann. „Ertu ekki enn
farinn að skilja, að við getum sparað okkur þannig
margra klukkustunda árangurslaust erfiði með
því að hugsa skýrt í nokkra minútur?"
„Manana er ekki beinlínis neitt eftirlætisorð
okkar í fiotanum . . .“
„Sumarbústaðir þeir, sem unnt væri að nota
fyrir fylgsni, verða fyrst og fremst að vera af-
skekktir og standa fjarri umferðinni, svo ekki sé
nein hætta á að óviðkomandi beri þar að garði".
„Þá getur ekki verið um neina slíka bústaði að
ræða, sem standa í grennd við þjóðveginn", sagði
Douglas. „Eru þá nema fáir, sem til greina koma?"
„Kannski ekki beinlinis fáir, senor. En svona um
þrjátíu að minnsta kosti. Þeir standa meðfram
ströndinni, hingað og þangað báðum meginn á
eynni".
„Ekki komumst við yfir að leita í þeim öllum?"
„Nei. Og til þess að koma í veg fyrir árangurs-
laust erfiði, held ég eina ráðið sé að hugsa skýrt
í nokkrar mínútur. Taktu af þér skóna, senor".
Og •— Douglas tók af sér skóna.
Hæltítur Lilyar skuilu ótt og títt á steinlagða
gangstéttina. Hún var klædd aðskornum, svörtum
baðmullarkjól, sem leiddi í Ijós línumjúkan vöxt
hennar. Hún virti fyrir sér hrörlega bygginguna
og sagði, vist í tíunda skiptið á þeirri einu og
sömu klukkustund. „Hér veitti ekki af að mála.
Við verðum að hafast eitthvað að, Hosmer".
Hosmer þurrkaði af sér svitann. „Ég hef marg-
sinnis sagt þér það, Lily, að við megum ekki að-
hafast neitt, því að annars stofnum við lífi Karen-
ar í hættu. Við eigum ekki annars úrkosta en
bíða. Ég er alls ekki viss um að það hafi verið
rétt af okkur að biða ekki heima í gistihúsinu, því
að alltaf getur komið fyrir, að einhver orðsending
berist. En þar eð þú linntir ekki látunum og ekki
var um annað að gera, en veita honum eftirför,
þessum leggjalanga sjóliða, þá verðum við þó að
minnsta kosti að haga okkur þannig, að ékki vekji
beina athygli, skilurðu. Við verðum að láta eins
og við séum venjulegt ferðafólk að skoða okkur
um í borginni, nema staðar fyrir utan búðarglugg-
ana og þar, sem eitthvað er að sjá. Líttu til dæmis
á þetta danska silfurhálsmen þarna í glugganum.
Og armböndin, sjáðu. Og ilmvötnin eru helmingi
ódýrari hér en í Bandaríkjunum, enginn tollur,
skilurðu. Sama máli gengir um áfengið; hér kostar
bezta romm ekki nema áttatíu sent flaskan."
„Ég held því nú fram, að Douglas hafi haft
rétt fyrir sér, Hosmer. Ég held að við gerðum
réttast að snúa okkur til lögreglunnar. Tafarlaust".
„Aldrei datt mér í hug, að þú værir svona af-
skiptasöm, Lily", sagði Hosmer dálítið kuldalega.
Lily stappaði niður fætinum. „Láttu þér á sama
standa hvernig ég er. Gerðu eitthvað. Tafarlaust.
Gerðu eitthvað til að hafa uppi á Karen!"
„Ég hef gert ráðstafanir til að lausnargjaldið
kom í tæka tið, Lily. Það er allt, sem þeir eru
að slægjast eftir. Peningarnir, skilurðu, en ekki
Karen sjálf. Ég skal sjá um hana, hafðu ekki
neinar áhyggjur af því".
„Ef þú endurtekur það einu sinni enn, þá öskra
ég. Að þeir vinni henni ekkert mein, að þú skulir
sjá um hana. Ertu viss um að þú sért maður til
þess, eins og allt er i pottinn búið?"
„Ég . . .“ Hosmer nam staðar og roðnaði upp
í hársrætur. „Víst er ég viss um það. Og það verður
að duga".
„Jæja, sýndu þá, að þú sért þess umkominn.
Gerðu eitthvað. Taktu bíl á leigu, svo við getum
svipast um eftir henni".
„Það mundi jafngilda því, að ég undirritaði
dauðadóm hennar".
„Vertu ekki með þetta þvaður, en gerðu eitt-
hvað til að bjarga frænku þinni . . .“
„Lily, ég hef þegar sagt þér . . .“
„Ég hata þig", hrópaði hún. „Og ég sem tók
mér þessa löngu ferð á hendur, aðeins fyrir það,
að ég hélt að þú værir karlmaður".
Hosmer starði á hana, og undrun hans var ekki
nein uppgerð. „Þú ert hingað komin — mín
vegna?"
„Já. En þú ert ekki karlmaður. Þú ert span-
sjóðsbók og ekkert annað. Auglýsing fyrir fram-
leiðslu þina. Þegar við hittumst þarna í sam-
kvæminu, og þú sagðir frá þessari fyrirhuguðu
ferð þinni . . . já, fyrst voru það nú auðævi þín,
sem höfðu áhrif á mig. En seinna hugsaði ég sem
svo, að ég mundi gjarna vilja dveljast með þér
ævilangt, hvort sem þú ættir peninga eða ekki.
Mér kom ekki til hugar þá, að þú ættir til að
nöldra og finna upp á ásökunum og tala um danskt
silfur, einmitt þegar bráðra aðgerða og karl-
mennsku væri þörf, — til dæmis þegar menn
hefðu ákveðið að myrða systurdóttur þína".
20
VIKAN