Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 21
„Vegna peninganna minna“, tuldraði Hosmer t hálfgerðri leiðslu. „En þú ert sjálf stórrík. Þú — Lily Lewis-Patterson. Maðurinn þinn sálugi sem fékkst við skipaútgerð". „Maðurinn minn sálugi vann við skipaútgerð, en hann var hvorki skipaeigandi né einn af þeim hátt settu. Hann vann við uppskipun — þá sjaldan hann vann“. „En þú varst boðin í auðmannasamkvæmi . . „Ég á ýmsa kunningja". „En fötin þín — og demantshringurinn . . .“ „Ég kann sæmilega tii sauma, og ég þarf ekki að sjá snið nema í svip, til þess að geta líkt eftir því. Hvað demanshringinn minn snértir, þá er hann einskonar vátrygging mín. Það var nauta- búseigandi einn í Utha, sem gaf mér hann. Hann vildi umfram allt kvænast mér; þeir voru býsna margir, sem vildu kvænast mér það árið. Og ég hafði líka í huga að giftast honum. En þegar ég kom heim til hans, og sá ekkert nema nautgripa- hjarðir — æ, Þá hætti ég við allt saman. Hann bað mig halda hringnum. Og þegar ég er í vand- ræðum. set ég hann í veð fyrir láni“. „Og brezki málhreimurinn?" „Ég á ekkert erfiðara með að likja eftir mál- hreim en fatasniði, ef svo ber undir . . .“ Hosmer lét hallast upp að húsvegg. Bar vasa- klútinn að enni sér til að Þurrka af sér svitann, en hætti við. „Og ég sem hélt að þú værir fin frú“, varð honum að orði. Lily gerði sig líklega til að sparka í hann.~„Ég er fín kona, þrátt fyrir allt. Að minnsta kosti fremur en það, að þú sért karlmaður". Hosmer tók allt i einu að hlægja, þessum há- væra, dillandi og heillandi hlátri. „Það getur vel verið, að Þér skjátlist þar minna en þú sjálf hygg- ur“, mælti hann og stakk hendinni undir arm henni. „Við skulum að minnsta kosti ekki fara frekar út í þann mannjöfnuð hérna úti á miðri götu. Svona, nú snúum við heim í gistihúsið . . . hver veit nema einhver orðsending biði okkar þar“. Lily starði á hann sem steini lostin af undrun. „Þú ert mér þá ekki reiður? Gildir þig þá einu, þótt ég sé ekki auðug ekkja?" „Liiy," svaraði hann. „Ég hef hugboð um, að Þú munir andrei hætta að koma mér á óvart og vera mér til yndis og ánægju. Ég vildi aðeins óska, að við hefðum kynnst fyrir tuttugu árum“, „Með öðrum orðum — skömmu eftir að ég fædd- ist“, svaraði hún dálítið kuldaiega. „Jæja, það er að minnsta kosti bráðabirgðalausn. Ég er ekki viss um að ég verði hrifin af Þér aftur, en ég get Þö ekki logið að þér. Og við snúum ekki við. Við förum beinustu leið til lögreglustöðvanna". Það er ekki nokkur lífsins leið að stöðva hana, hugsaði Hosmer. Ekki fremur en þennan sjóliða. Og Douglas hafði hvort eð var sennilega þegar snúið sér til lögreglunnar. Og hvort sem hann hafði gert alvöru úr bví eða ekki, þá gat lögreglan lítið afhafst héðan af. Það voru ekki nema fáeinar klukkustundir til myrkurs, og um miðnætti mundi svo flugvélin koma með lausnargjandið Þegar þau komu í lögreglustöðina, var þar engan mann að finna að undanteknum unglingsmanni, sem virtist svo syfjaður, að honum væri um megn að tala við þau. ..Það eru asnakappreiðar í hinni borginni", svaraði hann, „og allir lögregluþjón- arnir hafa farið þangað. Það er venjulega nóg fyrir þá að starfa, þegar þannig stendur á. Og Bonito lögregluforingi er ekki við heldur, hann skrapp með einhverjum hálfbrjáluðum ferða- manni að leita skelja. Hann er leynilögreglumaður, og við verðum að hafa gát á þessum meira og minna brjáluðu ferðamönnum, án þess að þeir verði þess varir. Ég gæti að sjálfsögðu náð sam- bandi við einhvern lögreglumannanna, sem eru við veðreiðarnar, en það tekur sinn tíma. Og sé erindi ykkar áríðandi, Þá getið þið fyllt út Þessi eyðublöð . . .“ „Ekkert eyðublað. Engin símtöl okkar vegna. Ég heyri sagt að það hlusti allir á eynni á hvert einasta orð, sem sagt er í símann", svaraði Hosmer. „Svo er það talstöðin, senor. En ég kann bara ekki að nota hana, enn sem komið er. Það eru ekki nema nokkrir dagar siðan ég kom í lögregl- una“. Hosmer og Lily héldu á brott. Hann mælti lág- um rómi. „Og það er bílstjórinn, sem er æðsti maður lögreglunnar. Ég vissi það, að þeir eru þess ekki umkomnir að gera neitt að gagni í málinu. Það yrði ekki til annars en stofna lífi Karenar f enn meiri hættu." Lily varp þungt öndinni. „Kannski að þú hafir á réttu að standa. En ég er nú enn þeirrar skoðun- ar, að við ættum að gera eitthvað". „Við verðum að athuga, hvort ekki bíði min nein orðsending heima í gistihúsinu". Þeim var róið yfir sundið. Þegar að hólmanum kom, stökk Lily upp úr bátnum og upp þrepin að gistihúsinu. Ekki hafði borist nein orðsending frá Will Roth. Það var víst í tólfta skiptið, sem þeir námu staðar til að bæta kælivatni á lekan vatnskassa bílskrjóðsins. Bonito andvarpaði. „Vesalings Juana. Henni hef- ur aldrei verið boðið annað eins. Ég er hrædd um að hún þoli ekki vel að komast I of náin kynni við sjóherinn". Douglas var orðinn kolbrúnn í framan af sól og skyrtan rennvot af svita. „Hvað eigum við eftir að athuga marga sumarbústaði. Bonito? spurði hann og gretti sig. „Átta hérna vestan meginn á eynni" „Og austanmeginn?" „Okkur kom saman um að ekki mætti senda marga til leitar. Jafnvel lögreglumönnunum væri ekki um of treystandi hvað Þagmælskunni við kemur En einum manna minna treysti ég eins og sjálfum mér. Það er Sam, kynblendingur kom- inn af Indíánum í aðra ættina. Hann leitar á eynni austanverðri, og sé á annað borð nokkuð þar að finna, þá finnur hann það." „Og þú hyggur að við megum treysta honum?" „Fullkomlega. senor . . .“ „Það verður komið miðnætti, áður en við höf- um leit.að á öllum þessum stöðum". „Langt fram yfir miðnætti, senor. Um leið og dimma tekur, verðum við að aka með ijósum. Það hlýtur að vekja athygli á ferðum okkar, svo var- legast yrði að fara gangandi. En tuglið kemur ekki Upp fyrr en síðla kvölds . . . ég veit ekki hvað gera skal. Ef ránsmennirnir sjá ljósið . . .“ ..Þá myndu þeir sennilega myrða Karen". Bonito kinkaði kolli. „Ég óttast það. senor, að nú verðum við að taka Þann kostinn, sem ég hef viljað forðast í lengstu lög. Við verðum að skilja og skipta með okkur stöðunum til leitar." „Ég stakk upp á því strax, en þú mátt ekki heyra það nefnt", varð Douglas að orði. „Ránsmennirnir eru að öllum líkindum tveir saman. Kannski fleiri. Þú ert ókunnugur á eynni. Þú gætir villst. Og þú getur ekki gert bér grein fyrir hverjir segja þér satt, ef þú verður að leita upplýsinga. Þér er þvi hætta búinn, ef við skiljum, en það er ekki um annað að velja". „Við verðum að hætta á það. Bandaríski sjóher- inn stóð sig vel á Guadal canal. Hann hafði ekki neina leiðsögumenn í átökunum við þá japönsku. Hvert á ég að halda?" Bonito brosti. „Meðfram sjónum, senor. Þú leit- ar einfaldlega í öllum sumarbústöðunum — gengur á röðina. Sem betur fer er eiginlega ekki nema um þrjá að ræða, en Það er langt á milli þeirra. Og sumarbústaðurinn sá í miðið stendur á milli tveggja hárra kóralkletta, svo að Þú verður að fara upp á þjóðveginn aftur og síðan niður stíg á milli þeirra. Þriðji bústaðurinn stendur ekki öldungis auður —■ þar búa hjón með sjö börn, og hjá beim geturðu eflaust fegið allar upplýsingar um þá sumarbústaði, sem eftir eru, svo þú sleppir við leitina. Ég leita svo meðfram sjónum á leið- inni heim til borgarinnar. Hver veit, nema min XJngri oancLarík'ja- stúlku, Karen aö nafni, sem fyrir skömmu hefur misst foréldra sína, tæmist arfur eftir móöurafa sinn, en móöurbróöir hennar er skipaöur fjár- haldsmaöur henanr í erföaskránni. Þessi móöur- bróöir, sem er umsvifamikill fiármálamaöur, gerir sér nú títt viö hana, býöur \henni meöal annars i skemmtiferö til St. Thomas — har sem æsilegir atburöir eru á næsta leiti . . . Flugvélin nálgast Meyjareyjar; Hosmer hefur veriö dálítiö utan viö sig og venju fremur fámáll síöustu mínúturnar, og þegar flugvélin lendir, viröist hann sífellt vera aö svipast um eftir einhverjum í mannprönginni. Ekki veitir Karen Pví pó sérstaka athygli; hún veröur strax svo hugfangin af umhverfinu og fólkinu, áö hún gætir einskis. Og svo er ekiö af staö til gistihússins í fornfálequm bll, en bílstjór- inn er vingjarnlegur og rreöinn. — Um kvöldiö efna eyjarskeggjar til hátíöahalds á torqinu. Kar- en fær frænda sinn til aö fara meö sér pangaö. hún töfrast af hinni sérkennilegu hljómlist, lætur berast m.eö straumnum og állt í einu stendur foiin andspœnis œskuunnusta sinum, Douglas, sem kom- inn er peirra: erinda aö fá hana til aö snúa heim. svo pau geti gengiÖ i hjónaband. Karen veröur komu hans óumræöilega fegin en neitar aö fara heim meö lionum. hau skilia en henni snúst hugur og ætlar aö ná t.ali af honum. En pá ræöst waöur á. hana oq ber hana á brott, út í myrkriö. Henni er ekiö % jeppa, paö eru tveir karlmenn hér aö verki, annar vovnaöur skammbvssu, og loks nem- ur jevpinn staöar út fyrir afskekktum sumar- búst.aö. Ka.rlmenni.rnir eru peir hólfbrœöur, Will Roth og Mick. Will segir Karen aö hún veröi fangi peirra unz Hosmer hafi greitt lausnargjaldiö. Hann er hinn fhæverskasti, en Mick áleitinn. Douglas kem.st aö pví, morguninn sem hann ætlar á brott meö flugvélinni, aö Karen hefur veriö rænt. Hann og Bonitó, bilstjóri og leynilögreglu- maöur á eynni, hefja leit aö henni, en á meöan unir Karen hiö versta fangavistinni hjá peim bræörum enda pykist hún vita, aö peir muni ekki ætla henni lanqt líf eftir aö lausnargjaldiö er komiö peim í hendur. Hosmer er ekki rótt, enda pótt hann treysti pví loforöi Wills Roth aö ekki skúli hár snert á höföi Karenar frœnku hans. Þó er Lily, vinkona hans, enn órórra pví aö hún hefur ekki huqmynd um hvaö gerst hefur. Einnig hún télur réttast aö leita aöstoöar lögreglunnar, en Hosmer, sem veit betur, maldar í móinn. biði svar við símskeytinu varðandi Þau Hosmer og Lily." „Láttu þig Þau skötuhjú engu skipta. Það er Karen, sem við verðum að finna." Bonito lagði hönd sína á öxl Douglas. „Gangi þér vel, senor, Góða ferð". Framhald i næsta blaði. Það eykur enn á ótta Karenar, að hún þykist sjá þess öll merki að Will Roth sé að fá hitasóttarkast, og bróðir hans lætur þau orð falla, að þá verði hann gersamlega ósjálfbjarga. Þá yrði Karen algerlega á valdi þessa tröllsterka fáráðlings. FORSAGA VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.