Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 14
Loðvík 14. Frakkakonungur ríkti í 72 ár. Hann taldi sig
hafa þegið konungsvaldið af guði og var algjörlega einvaldur.
Orð hans voru lög. Hann var iðjusamur, minnisgóður, glæsilegur
í sjón, fyrirmannlegur í framkomu, en sjálfsálitið var taumlaust
og metnaðurinn mikill. Hann áleit þegnana vera til þess eins
að þjóna sér. Loðvík 14. byggði að mestu leyti hinar glæsilegu
hallir í Versölum og hélt þar uppi óheyrilega dýru hirðlífi. Þang-
að fluttist fjöldi aðalsmanna til þess að geta tekið þátt í hirðlífinu.
Hirðfólkið smjaðraði ákaflega fyrir kónginum og líkti honum við
sólina. Hans tign launaði vel þá menn, sem höfðu með höndum
vandasöm embætti, svo sem að rétta honum sokkana og hella
úr næturgagni hans.
Annars er myndin ekki af Loðvík 14. heldur af Ólafi Magnús-
syni, forstjóra Nærfatagerðarinnar AIK. Hann situr við útflúrað
barokksskrifborð, sem gæti verið beint frá Loðvík 14. Sé það rangt,
þá er auðsætt, að ættleggurinn hefur að minnsta kosti öruggar
rætur í Versölum. f næsta blaði mun birtast viðtal við Ólaf um
fslenzka undirfataframleiðslu og helztu iízktfsv'eíflurnar í þess-
ari fatagerð. ★
TANNFÉ
handa nýjum heimi
Þorsteinn Jónsson frá Hamri hefur látið nýja Ijóðabók frá sér fara.
Hún ber nafniS Tannfé, og undirtitill eT: handa nýjum heimi. — ÞaS
má ráSa af heiti bókarinnar, aS Þorsteinn fari ekki troSnar slóSir í
kveSskap, og þeir, sem kunna ekki aS meta annaS en þjóSskálda- \
kveSskap frá því fyrir aldamót, munu ekki ganga hlæjandi til sængur í
eftir lestur bókarinnar. Eiginkona höfundar, Ásta SigurSardóttir, hefur j
myndskreytt bókipa meS myndum, skornum í línóleum, og eru þær 1
einstaklega listrænar og sterkar. Til þess að lesendur Vikunnar fái \
einhverja nasasjón af ljóSlist Þorsteins, birtum viS hér eitt örstutt
kvæSi, sem höfundur nefnir
MENNING.
ViS vitum að viS erum hver öSrum meiri kettir útí mýri
og sláum annarlega streingi meS breytilegu mjálmi allan
sólarhringinn.
Þetta stafar meira og minna af þeirri óhrekjandi stað-
reynd aS viS erum umkríngdir dýjaveitum á alla vegu.
ViS leitum aS þúfnakollum jafnframt því sem viS reyn-
um aS smokra framaf okkur festi með krossi sem eingla-
börnin heingdu um háls okkar fyrir laungu
því hún vefst alla tiS fyrir viSleitni okkar til eigin ferSa.
Konungurinn er
fundinn
Vikan efndi fyrir nokkru til samkeppni, sem var
í því fólgin að þekkja sjö andlit, sem áður höfðu
sézt í Vikunni. Þátttaka í þessari keppni varð geysi-
mikil, ekki færri en 500 bréf bárust, og skal það
sagt mannskapnum til hróss, að flestar ráðningarnar
voru réttar. í sambandi við þessa keppni var efnt
til skoðanakönnunar um efni blaðsins, og verður
gerð grein fyrir hennar síðar. Verðlaunin voru:
Kóngur — eða drottning í einn dag. Nú vildi svo til,
að karlkynið varð heppnara, þegar dregið var úr
réttum lausnum. Sá, sem hlaut happið og verður
kóngur í einn dag, heitir Gísli Jónsson, skrifstofu-
maður að atvinnu, 22 ára og til heimilis að Ásvalla-
götu 64.
Áætlun dagsins hefur að mestu verið ákveðin.
Kóngurinn hefur sjálfur óskað eftir því að fá að
vera við kaþólska messu í Landakoti, og mun dag-
urinn hefjast með því. Síðan mun annar borgar-
stjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, taka á móti
honum, en hádegisverður mun verða snæddur í
Þjóðleikhússkjallaranum. Allar líkur eru á því, að
kónginum verði boðið í gullgeymslu Landsbanka ís-
lands, og húsgagnaframleiðandi hefur haft góð orð
um að gefa honum hásæti. Jón Engilþerts listmálari
mun taka á móti hans hátign og skenkja honum
„skilirí“, en að því loknu hefur Halldór Gröndal,
veitingamaður í Nausti, boð inni fyrir majestetið.
Dagurinn endar svo í Þjóðleikhúsinu, þar sem hans
tign hefur óskað að sjá leikritið Hjónaspil. Ungfrú
Rúna Brynjólfs hefur haft góð orð um að verða
hátigninni til samfylgdar dróttinsdaginn.