Vikan


Vikan - 05.05.1960, Qupperneq 33

Vikan - 05.05.1960, Qupperneq 33
/ llku skoBanir fornfrœBlnga og JarB- frœBinga. Kenning Saurats prófess- ors um menninguna fyrir syndaflóB og isöld, um jötna og Atlantis, getur á sínum tima reynzt þess megnug aB safna andstœðum skoBunum og kenningabrotum í eina heild, — I eina mynd af Adam, hinum fyrsta manni. En svo fjarstæðukennt sem það virð- ist, þekkjum við minna til sögu hans en risaeðlna og nálatrjáa. — Það var einu sinni, þegar jötnar lifðu á jörðinni ... Þetta er á að heyra likt og ævintýri byrji, en það ævintýri er annað og meira en barna- bull. Það var snúið úr þáttum hug- myndaflugsins, en innst inni leynist ef til vill kjarni raunverulegra at- burða. dr Okkar á milli sagt Kæra Aldís. Maðurinn minn lá um tíma á spitala og eftir heimkomuna talar hann ekki um annað en hina dá- samlegu hjúkrunarkonu sem hjúkr- aði honum. Hann hefur nautn af þvi að segja mér hve falleg hún hafi verið, og hvað hún hafi verið alveg sérstaklega elskuleg og nota- leg við sig. Heldur þú, Aldís mín, að það geti verið að hann sé ást- fanginn af hjúkrunarkonunni? Svar: Nei, auðvitað ekki, en það er mjög eðlilegt að fólk sem er veikt, hvort sem það er karl eða kona sé þakklátt fyrir góða aðhlynningu og notalegt viðmót, og er alveg óþarfi að misskilja það. Nú skalt þú bara dekra svo- lítið við karlinn þinn og sannaðu til, hann verður ekki lengi að gleyma hjúkrunarkonunni, hún er áreiðanlega þegar búin að gleyma honum. Þín Aldís. Aldis min. Foreldrar minir skilja mig ekki, þeim finnst ég vera of ung til að vera ástfangin og hugsa um hjóna- band. Ég er sextán ára og ég elska pilt sem er sautján ára. Við viljum gifta okkur eftir eitt ár, en foreldr- ar minir segja að það sé allt of snemmt og segja að ég verði að hætta að hugsa um það. Hvað get ég gert til þess að koma þeim í skilning um að mér er alvara? Þín Gugga. Svar: Ekki efast ég um að þú sért ástfangin Gugga mín, og víst er það dásamleg tilfinning, ekki sfzt á þínum aldri, en þú verður að vera þolinmóð og fara að ráð- um foreldra þinna, enda getur þú ekki gift þig svona ung án samþykkis þeirra. Þú verður að vera alveg viss um tilfinningar þínar áður en þú stígur svo stórt skref sem það er að gifta sig. Og það skaltu vita, að margt kemur til greina f hjónabandinu sem krefst ýmissa góðra eiginleika, svo sem skiln- ings, kjarks, góðs skaplyndis og umburðarlyndis, eigi sambúðin að geta orðið til frambúðar. Hjónabandið er ekki alltaf einskær rómantfk eða veizlufagn- aður, nei það fylgir oft ýmislegt fleira með, eins og kvfði, von- brigði og hjartasorg. Það getur dregið dilk á eftir sér að vita ekki full skil á nýj- ungunum sem daglega koma fram á sviði tækninnar. Það er auðvelt að fylgjast með flestu sem ger- ist síðan timaritið „TÆKNI fyrir alla“ hóf göngu sína, því það birtir fréttir, myndir og lengri greinar um allt það sem máli skiptir. Þér þurfíð enga tækniorðabók til þess að skilja greinamar í „TÆKNI fyrir alla“. Halt þú áfram að vera ástfang- in, fyrir alla muni, en bfddu svolítið lengur með að taka á- kvörðun lffs þíns. Kær kveðja, þín Aldís. Kæra Aldís. MaSurinn minn er einn af þess- um einstaklega þægilegu og greáð- viknu mönnum og finnst mér oft fólk misnota það. Venjulega hef ég ekkert á móti þvi að hann aðstoði kunningja okkar þegar þeim liggur á að fá eitt eða annað lagfært, en nú liggur við að mér sé nóg boðið. Svoleiðis er mál með vexti, að ung ekkja hefur flutt i eina ibúðina hér i húsinu. Hún var ekki lengi að uppgötva greiðvikni mannsins míns og nú hefur hann ekki stundlegan frið fyrir alls konar kvabbi í þess- ari manneskju, það þarf að setja upp billu, ditta að hér og þar, o. s. frv. Ekki vill maðurinn minn neita henni þó að ég þykist vita að hann sé ekki beint hrifinn af henni, held- ur að hann kenni í brjósti um hana. Ég hef reynt að koma henni i skilning um að hún ætlist til of mikils og ég hef jafnvel verið hálf ónotaleg við hana, en hún þykist ekkert skilja. Hvað get ég gert? Guðbjörg. Guðbjörg mfn. Næst þegar maðurinn þinn fer að tygja sig af stað f góðgerðar- leiðangur til ekkjunnar skaltu bara fara með honum. Þú gætir t. d. verið handlangari, rétt hon- um nagla o. s. frv., sem sagt hjálpað til um leið og þú lítur eftir. Ég er ekki að fullyrða að þú þurfir að vantreysta bónda þfnum, en ég er ekki frú þrf að frúnni finnist ekki nærri þvf eins spennandi að fá manninn þinn í heimsókn, þegar þú fylg- ir með f kaupunum. Þfn Aldfs. Kæra Aldis. Ég er svo pirruð á kærastantun mínum. Hvað heldurðu, i hvert skipti sem við förum á opinberan stað, tekur hann upp naglaþjöl, og fer að sverfa á sér neglurnar. Hvern- ig á ég að fara að því að koma hon- um i skilning um hvað þetta er við- urstyggilegt. Gulla. Kæra Gulla. Næst þegar hann tekur til, skaltu bara alveg róleg taka upp þfna þjöl og byrja sjálf að sverfa neglurnar, svona rétt til að sýna honum hvernig það tekur sig út Ef hann ekki skilur sneiðina, þá kann ég engin ráð. Aldís. VIKAN > ^ 'I. 8S i

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.