Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 13
GALDRAMÁL 1 SKÁLHOLTI Særður Hrímþurs og Grímþurs og allra trölla faðir. Eftir Þorstein Jónsson frá Hamri. Þundur. 1» Á svörtustu tímum niðurlægíngarinnar á Islandi var svo komið að upp- lýstir menn og fróðir Þóttu slik fyrirbæri meðal almenníngs að varla var talið með felldu ef minnsta neista af þekkíngu brá fyrir; og sæmilega læs og skrifandi almúgamaður hlaut að vita leingra nefi sínu og varð fljótt að öllu samanlögðu „kunnáttumaður". þaðanaf ef til vill „galdra— meistari“ — og uppúr þvi var stutt í það að vera tvímælalaust álitinn „einn satans maður“. Þess er þó skylt að geta að allur sá fjöldi upplýstra manna (sérstaklega presta) og óvenjulegra fróðleiksmanna í almúgatölu sem bendlaður var við svarta konst^ var mikið til látinn óáreittur af valdamönnum: þótt menn af ýmsum stéttum æðri sem lægri yrðu fyrir galdraáburði og mála- stappi þar að lútandi, var einginn sá maður torenndur á galdrabrennu- öldinni (1625—1685) sem líklegur var til að bera hönd fyrir höfuð sér. Fyrir þessum duttlúngum óþokka í valdastétt lutu að venju í lægra haldi allskyns vesalíngar, fávitar, geðsjúklíngar — sem fyrst af öllu áttu eitt sameiginlegt: að vera auk þess fátæklíngar. Það er í rauninni ekki fyrr en um þetta leyti eða jafnvel síðar sem all- ar kynngisögurnar af viðskiptum myrkrahöfðingjans og Sæmundar fróða í Odda verða til. Það bregður svo kýmilega við að það er eins og þessi tólftualdarvísindamaður flytji búferlum nær og nær í tímanum og loks er svo komið að hann er virkur þátttakandi í sögum af kollegum sín- um á 17. öld. Þarna kemur fram hneigð fáfróðs en hugmyndaauðugs almúga til að gera lærðan mann að yfirnáttúrlegu fyrirbrigði, krafti sem ekki er leingur mennskur; og ekki sízt Þetta: að hann hefur djöfulinn, allt hið illa, á valdi sínu, stjórnar honum og leikur hann grátt eftir geðþótta sinum í það og það skiptið; þetta er draumur kúg- . aðs fólks. J jolnir. Samkvæmt öllum kríngumstæðum var það vís hlutur að menntastofn- anir landsins, biskupsstólarnir Hólar og Skálholt, væru gróðrarstíur þess- arar furðuspeki, enda var í almæli að þar lægju á borðum tvær alræmd- ustu bækur þessarar tegundar, Rauðskinna og Gráskinna. Og sögum fjölg- ar af kukli skólapilta; eru þær margar hverjar teingdar við menn er síðar urðu kunnir embættismenn á landi hér. En að líkindum komast þessar sögur ekki í algleyming fyrr en uppúr því er þeir viðburðir gerðust í Skálholti er nú skal frá greint. Það var í tíð Brynjólfs biskups Sveinssonar. Þessi siðavandi prédikarí stýrði biskupsstóli af þeirri röggsemi sem mönnum er kunn af bókum: á skólaskipan gerði hann snemma margvíslegar breytíngar, var vandur að kennurum og tók í það embætti einúngis vellærða menn „reynda að stjórnsemi og siðlæti". Það er í sögnum að veturinn 1650—51, 25 árum eftir fyrstu galdra- brennu á Islandi, hafi 13 skólapiltar í Skálholti orðið uppvísir að kukli, „hvert. óvinarins illgresi hafði dreifzt af Vestfjörðum inná það herrans hveitisáðland". Nú hefði legið beinast við að halda að af þessu yrði gerður mikill málarekstur, þegar tekið er tillit til stjórnarfars og allra aðstæðna um þessar mundir. E’n svo brá við, að því er sagan segir, að Brynjólfur biskup lét málið ekki falla undir aðgerðir dómsvalds, lét nægja að refsa þeim harkalega og vísaði þelm síðan úr skóla. Flesta þeirra tók hann aftur i skólann síðar. — Þessi saga verður ekki staðfest með skjal- legum gögnum og hefur verið ve- fengd; enda ekki ósennilegt að hún eigi í rauninni rót sína að rekja til atburðar sem skeði þarna á staðn- um 1664: Dag einn það vor kom Oddur skóla- meistari Eyjólfsson heldur þungbrýnn að máli við Brynjólf biskup. Hafði hann undir höndum snjáð bókarkyer rytjulegt „með ljósum og óvenjuleg- um characteribus" og færði biskupi. Kvað hann ’það hafa fundizt í rúmi tveggja skólasveina: Einars Guð- mundssonar frá Straumfirði og Odds Árnasonar frá Þorlákshöfn. Þegar þeir tóku að hyggja að kverinu, reyndist heldur illt viðfángs að sjá hvað bókar þetta var, því það var viða rifið og sundurlaust. Oddur skólameistari og Ölafur Jónsson lócatör tókust samt á hendur að FengUr' semja skrá yfir innihald þess; kom V IK A N þá í ijós að hér var galdrakver með Þekkur. skrásettum 80 kynngibrögðum og myndum af 237 galdrastöfum. Var málið nú rannsakað. Meðgekk Einar Guðmundsson þá að hafa skrifað þessi blöð i félagi við annan pilt: Bjarna, son Bjarna Jónssonar Dan „undir Hesti" í Önundarfirði. Þegar Þjarni þessi var yfirheyrður kvaðst hann hafa skrifað sinn hlut blaðanna fyrir þrem árum í Kálfeyrarveiðistöðu á Vest- fjörðum eftir kveri Erlíngs nokkurs Ketilssonar frá Þórustöðum í Önundar- firði. Hann væri sigldur til Einglands fyrir nokkrum árum. Piltarnir synjuðu fyrir að fleiri væru með I Þessu tiltæki. E’kki kváðust þeir heldur hafa reynt kraft þessara bragða. Biskup lét nú nægja að víkja þessum syndaselum úr skóla í apríl þetta vor. Síðar um vorið sigldu þeir til Einglands og mun Einar hafa látizt þar. Bjarni Bjarnason kom út þrem árum síðar, 1667, f Austfjörðum; — hefur þjóðtrúin ekki látið hér við sitja, en gert úr honum hinn svæsnasta kunnáttumann eftir þetta. Hann varð auðugur maður, reisti síðar bú í Arnarbæli á Meðalfellsströnd og dó á níræðisaldri 1723. Meðal barna hans var Sigríður er siðar varð kona Jóns Ölafssonar annálaskrifara á Gríms- stöðum í Breiðuvík. Ofanskráð viðbrögð Brynjólfs bisk- ups eru meðal þeirra atriða sem þótt hafa auka orðstír hans á seinni tlm- um, sem þó hefur verið töluvert blandinn ýmist andúð eða vorkunn- ' semi, ekki sizt vegna þess harmleiks sem óþarft er að rekja hér og öllum almenningi er kunnur: ástarsaga Ragnheiðar og Daða. En snúum okkur á ný að svarta- galdri. Sem dæmi um töfrabrögð Skál- holtssveina voru þessar greinir: Ad aptandam fidem amicorum, með hálfu selshjarta og rauðmagaskildi. Að útvega gras til að ljúka upp öllum lásum. Að kona fái ei barn. Að kona hafi aldrei fóstur. Að gjöra konur lauslátar. Að forða stórfiskum að gjöra grand á útsjó. Að fráhverfa myrkfælni. Að útvega óskastein. Að vita hver frá sér stelur. Að vita hvort kvensnipt er mey. Að smíða kvikasilfur. Að glíma vel, með versi og þremur stöfum. Að stilla reiði, með þremur stöfum. Að glima með öðru móti með ristingum og blóðvökvunum, þartil þrír stafir, ígultanni, ginfaxi, hagall og satrix. Að vita hvort fiskur er í sjó, með tveimur fígúrum. Að fiska vel, með einni figúru. Að forða stórfiskum, með einni fígúru. Að spekja hest sinn, með einni fígúru. Að hafa sigur í öllum málum. Ægishjálmur. Salómons innsigli. Herrans innsigli, stór fígúra. Sigurhjálmur. Melrakkastefna, þar særður Þór og Óðinn, með 23 fígúrum. Stefnt djöfli, Þór og Óðni og öllum vættum — til heilla sér. Músastefna með mannsrifjum, særður djöfull i fullum krafti Þórs og Öðins með versi: sator arepo o. s. frv. Að stínga manni svefnþorn, með blóðvökvun og tveimur fígúrum. Að gjöra mann í_ hundslíki, þartil brúkað Jónsguðspjall og sic deus dilexit o. s. frv. og ein fígúra. Að gjöra manni svefnleysi, með formælingarvísu og einni fígúru, þar- til ákallaður djöfull og tólf hundruð- djöflar fyrir kraft Lúsífer. Að drepa mann með dauðs manns Istru og hræðilegri heilags sakra- mentis misbrúkun. Að fá stúlku með blóðvökvun og tveimur fígúrum. Að láta ekki stela frá sér, með blóðvökvun og forljótri fígúru; kall- aðri Angaldós. Að láta ekki forynjur sækja að sér, með hænueggi, selsblóði, hvalambri o. fl. og únga þeim þar úr verður, sem satan á að gefast; einnig kögg- Framhald á bls. 26. 13 Þrumur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.