Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 12
Þetta er þátturinn Þú og barnið þitt eftir Dr. Matthías Jónasson SÝKN ER ÉG Heimsókn / skólasjoppu „Þú getur vel lánað mér þetta. Ég borga þér það á morgun í timanum hjá Bingó.“ „Ég hef ekki nokkurn helvítis pening. Er ég ekki búinn að segja þér það? Bless.“ Hann snaraðist fram hjá mér, þar sem ég stóð utan við dyrnar, hljóp spölkorn eftir gang- stéttinni og sveiflaði sér inn i stóra bandariska bifreið, setti strax á fulla ferð og snarbeygði um leið yfir á hina akbrautina. Bifreið, sem kom sunnan götuna, gat naumlega komizt hjá árekstri. Hinn pilturinn sneri aftur inn í sjoppuna og settist við borð hjá öðrum unglingum. Þá herti ég mig upp og gekk lika inn. Stækum dauni af mat, kóka-kóla og sígarettum sló á móti mér. Hvert borð var skipað, allt unglingar og hálf- gerðir krakkar, menntskælingar og annað skóla- fólk. Ég kannaðist við nokkra fallista úr 3. bekk frá í vor. Þeir voru sýnilega heimavanir og mikils metnir hér. Ég gekk að borði, þar sem þrír piltar og tvær telpur sátu. Þar var einn stóll auður. „Er þessi stóll laus?“ spurði ég hæversklega. „Hvað er þetta, maður, sérðu ekki, að borðið er upptekið?“ svaraði einn piltanna. Ég muldraði eitthvað um, að engin borð væru laus og allir gestir ættu jafnan rétt til sætis. Síðan settist ég í stólinn án frekari mótmæla. „Eruð þið að stofna elliheimili?“ kallaði ungl- ingspiltur frá borði við gluggann. Spurning- unni var svarað með dynjandi hlátri. Ó, að ég hefði verið i fermingarfötunum! Við gluggaborð sat drukkinn eldri maður i ákafri samræðu við fimm unglingspilta. Hann var að slá um sig með einhverri hreystisögu. Við og við dró hann fleyg upp úr brjóstvasa sínum og bætti í kóka-kóla glösin hjá sér og piltunum. „Skál, ungu vinir,“ drafaði í honum. „Þið skuluð ekki verða neinir helvítis templ- arar. Það ætti að gelda alla templara.“ Orð séra Hallgríms, lesin hátíðlegri röddu, blandast inn í skvaldrið og bláleitt reykjar- mistrið: Yfirmönnunum er þvi vant undirsátarnir hnýsa grannt eftir þvi, sem fyrir augun ber. Auðnæmast þó hið vonda er. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Inni í horninu hafði allfjölmennur hópur komið sér fyrir, bæði piltar og stúlkur. Þau reyktu vindlinga, dreyptu á glösunum og störðu sljóum augum út í reykmettað loftið. „Æ, segið þið nú eitthvað skemmtilegt.“ En engum datt neitt í hug, fremur en heilar þeirra væru stein- runnir. „Svefnvana börn“, hugsaði ég með sjálf- um mér. Um leið hrökk ég við. Langur, bólu- grafinn sláni hafði slegið bylmingshögg á öxl mér: „Er nú orðið svona þröngt á elliheim- ilinu?“ BIÐRÖÐ HJÁ RÍKINU. Mér fannst ég kannast við hann frá i vetur — úr áramótaösinni hjá Ríkinu. Við norpuðum þar í langri biðröð, lögregluvörður við dyrnar hleypti inn smáhópum í senn. Rétt á undan mér var unglingur, 16—17 ára gamall. Þegar hann náði loksins inn að borðinu og byrjaði pöntun sina: „Tvær flöskur ákavíti ...,“ greip af- greiðslumaðurinn fram í: „Við megum ekki selja unglingum. Hver er næstur?“ Grágulur fölvinn vék snöggvast úr andliti piltsins. Hann hörfaði frá borðinu, gekk til mín og sagði: „Vilt þú ekki kaupa fyrir mig? Hérna eru sko peningarnir?" Ég vildi það ekki, en auðvitað fékk hann auðveldlega annan til þess. Var hann nú að launa mér stirfnina? Þetta var nú hin margumtalað æska, sem á að erfa landið! Ráðsett fólk getur ekki einu sinni keypt sér flösku í áramótafagnaðinn án þess að rekast á unglingskrakka, sem standa i biðröð i sömu erindum. Hvar ætlar þessi spill- ing ungdómsins að lenda? Fyrr á tíð, meðan allt hélzt í kristilegum skorðum, var áfengis- neyzlan óvefengjanleg sérréttindi feðranna. Nú gera sumir og jafnvel dætur á unglingsaldri til- kall til hins sama. Er þá allt að leysast upp í óskapnað? Ég litaðist um í biðröðinni. Hörðum rúnum rist voru andlit þeirra manna, sem tróðust hér að Ríkisbrunninum. Úr svip þedrra gat að lesa bitra lífsreynslu. Þeir höfðu fengið að smakka á stritinu, sem þau kostuðu, vikulaunin, sem þeir lögðu nú á afgreiðsluborðið. Suma hafði Framhald á bls. 26. — Ein sat þar með kornbarn á hjánum og kveikti sér í sígarettu yfir þvf —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.