Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 6
 <j>jfjvUuUa\ ' <X HrútsmerJciö (21. marz—20. apr.): Líklega kemur eitthvað fyrir um eða eftir helgina, sem kemur þér til þess að hugsa alvarlega um, hvort ekki sé þörf á breytingu á háttum þínum, bæði heima og á vinnu- stað. Þetta er þér mikilvægt mál, svo að þú skalt hugsa þig vandlega um, áður en þú tekur nokkrar ákvarðanir. Vikan virðist hentug til kaupskapar og viðskipta. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Ef þú hefur átt von á, að kunningi þinn veiti þér aðstoð, og það bregzt, skaltu leita til hans á ný. Hann er einungis lengi að taka ákvarðanir, en getur orðið þér að ómetanlegu liði. Gamalt vandamál skýtur upp koll- inum í nýrri mynd. Þetta getur valdið þér nokkrum áhyggj- um í fyrstu, en endalokin verða þó fremur skemmtileg en hitt. Stutt ferðalag um helgina. Heillalitur rautt. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú skalt ekki skipta þér um of að málefnum kunningja þinna, en gott væri að þú fylgdist með gangi málanna. Var- aztu að sóa kröftum þínum og tíma í einskisnýt verkefni, og reyndu að sjá fyrir hvernig endalokin verða. Þú verður að vera sanngjarn og hreinskilinn á vinnu- stað, ef ekki á að fara illa. KrabbamerkiÖ (22. júni—23. júlí): öllu andstreymi í vikunni skaltu taka sem hvatningu til aukinna dáða. Nú er einmitt rétti tíminn til þess að greiða úr leiðinlegum misskilningi. sem hefur orðið til þess, að þið kunningi þinn litið hvor annan ekki réttu auga. Stjörnurnar lofa annars framförum og miklum afköst- um. LjónsmerkiÖ (24. júli—23. ág.): Þú virðist ætla að leita langt yfir skammt I vikunni, því að hamingjan er í rauninni á næsta leiti. Vikan færir þér mikla gleði í sambandi við vinnu þína, og hugmyndin, sem þú færð um helgina getur orðið einkar ánægju- leg í framkvæmd, og úr þvi verður líklega á þriðjudag eða miðvikudag. Keyndu að þiggja heimboð, sem þú færð. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Einn kunningi þinn verður fyrir aðkasti nokkurra félaga þinna, og er það nú þitt hlutverk að rétta hlut hans, því að ef einhver á þetta ekki skilið, er það hann. Sýndu félögum þinum fram á, að þetta getur komið fyrir hvern sem er, hvenær sem er. Þér berast undarlegar fréttir um helgina. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú skalt reyna að leysa deilu þá, sem staðið hefur milli þin og vinnufélaga þins, því að þetta er bæði ykkur og öðrum til mikils ama, og allt bendir til þess, að ein- mitt þið getið orðið hinir mestu mátar. Allt bendir til þess, að þér áskotnist fé óvænt. 1 sambandi við eitt áhuga- mál berst Þér tilboð, sem stjörnurnar vilja ráðleggja þér að taka. Farðu ekki út eftir miðnætti á fimmtudag. JDrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Varastu allar deil- ur og rifrildi, sem líklegt er að þú kunnir að flækj- ast i. Þú mátt fyrir alla muni ekki láta tilfinningar þínar ráða, þegar þú tekur ákvörðun i máli, sem sízt af öllu snertir tilfinningar þínar. Reyndu að lifa rólegu lífi, og reyndu að koma auga á allar þær gleði- stundir, sem dagurinn hefur upp á að bjóða. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Deiluefni innan fjölskyldunnar hverfur eins og dögg fyrir sólu um eða eftir helgina. Vikan virðist ætla að verða einkar ánægjurík, einkum vilja stjörnurnar benda á mikla rómantík. Eiginkonur ættu að reyna að láta að ósk eiginmanns sins, þótt það kosti þær talsvert erfiði, því að manninum er þetta mjög mikilvægt og getur jafnvel orðið til þess að hagur ykkar batnar til muna. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): í vikunni gerist margt, sem gæti breytt framtið þinni til batnaðar, ef vel er haldið á spöðunum. Varastu að stofna heilsu þinni í voða með því að ofþreyta þig. Reyndu að sætta þig við það þótt dagarnir séu ekki eins til- breytingarríkir núna og áður, því að skemmtilegar vikur eru í vændum. Maðurinn, sem kom til þín í vikunni sem leið, kemur mikið við sögu, og skaltu sýna honum nærgætni. ____ Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Taktu sjálfan þig ekki allt of alvarlega, þótt þú mætir nokurri andspyrnu. Þér gefst óvenju glæsilegt tækifæri í vikulokin, og skaltu ekki hugsa þig um tvisvar áður en þú tekur það, þvi að stjörnurnar segja, að tæki- færið sé alveg einstakt. I vikunni skiptir það þig ákaflega miklu, að þú sért hreinskilinn i einu og öllu. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz); Vingjarnleiki og samúð af þinni hálfu getur gert vikuna mjög ánægjulega og fyllt þig auknum krafti. 1 vikunni kynnist þú konu, sem verður þér að miklu liði síðar. Gamall félagi þinn, sem þú varst eitt sinn ekki alls- kostar ánægður með, sýnir nú hvað í honum býr, og Þið mun- uð eiga saman margar ánægjustundir. Útgefandi: VIKAN H.F. Rilstjöri: Hítstjórn og :mglýsingar: Glsli Signrðsson (ábm.) Skipliolti 3.'i. Auglýsingastjóri: ’ Símar: 35320, 35321, 35322. yisbjörn Magníissson I óstbólf 149. Franikvæmdasljóri: Afgroiftsla og drcifing: Hilmar A. KristjánSHon Blaý'admfing, Miklubríuit i.5, sími 15017 Verð i lausasölu kr. VÍÖ? Askriftarverð kr. Prenlun: Milmir h.f. ZV-i.V'i fyrir hálft árið, greiCist fyrirfram,- Myndamól: Myndamót h.f. * / næsta blaði verður m. a.: ♦ Fjórði og síðasti þáttur verðlaunakeppninnar, Kaup- mannahafnarferð fyrir tvo að launum. ♦ Maðurinn, sem stjórnaði náðaraftökum nazista. ♦ Hugsað heim um nótt — íslenzk smásaga. ♦ AIK undirfatatízkan anno 1960. ♦ Ertu snobbari — nokrar samvizkuspurningar. ♦ Sumarbústaðurinn. ♦ Viðtal við skáld úr afskekktinni. ♦ Sagt í steininum — viðtal við fangavörð. ♦ Grein um Doris Day. Hvað segja stjörnurnar u mhæfileika yðar, möguleika og framtíð? Viljið þér fá svar við þessu þá sendið upplýsingar um nafn, heimilisfang, f*>ð(r;gardag og ár, fæðingarstað og hve- nær sólarhringsins þér fæJdust ásamt kr. 500,00, spádómur fyrir 1 ár kostar 200 krónur, í umslagi merkt pósthólf 2000, Kópavogi og svarið mun berast yður með pósti. GLEYMSKA EÐA FRÆGÐ. I London og París velta menn því nú fyrir sér, hvort Elizabeth Taylor sé orðin mjög gleymin upp á síðkastið. Ástæðan er sú, að hún, sem er talin ein launahæsta kvik- myndastjarnan, heimsótti þessar tvær höfuðborgir nýlega, en þegar hún hélt vestur um haf aftur, skildi hún eftir f jölda af ógreiddum reikningum. Þarna var um að ræða reikninga frá beztu tízku- húsunum, skartgripaverzlunum og gistihúsum. Mönnum er ekki alveg ljóst, hvort Elizabeth er virklega orðin svona gleymin eða hvort hún heldur, að hún eigi að fá allt ókeyp- is vegna Þeirrar auglýsingar, sem þessum stöðum hlotnast af þvl að fá hana sem viðskiptavin. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.