Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR með Frank Sinatra og Ginu Lollobrigida í aðalhlutverkum Tom Ueynolds höfuðsmaður (Frank Sinatra) er yfirmaður innfæddra hersveita í Burma, sem hafa því hlutverki að gegna að verjast árás- um Japana inn í landið. -A Japanir gera árás og margir hermenn særast — þar á meðal Mortimer höfuðsmaður, vinur Toms. (Richard Johnson). Engir læknar eru þarna nálægir, svo Tom fer til Kalkútta i flugvél með Mortimer, til þess að koma honum til læknis. Mortimer er á batavegi og þeir félagar fara út að skemmta sér og gleyma áhyggjum stríðsins um stund. f næturklúbb einum hitta þeir gamla vinkonu, hjúkrunarkonuna Margaret Fitch (Kipp Ham- ilton). ★ Yfirmaður hennar, Parkson ofursti (Robert Bray), er einnig þarna staddur og í fylgd með honum eru Nikko Regas (Paul Henreid) og hin fagra, svarthærða Carla Vesari (Gina Lollobrigida), sem er ungversk. Tom verður hugfanginn af þessari ungversku stúlku, en hún tekur honum kuldalcga. Regas býður honum að dvelja á landsetri sínu og þar hittir Tom aftur Cörlu og eyða þau saman nokkrum dögum á þessum friðsæla stað. ★ Þau ferðast þarna um umhverfið og skemmta sér ágætlega. En þá veikist Mortimer hastarlega af malariu. Eftir að Tom hefur náð í lækni, tekur hann þá ákvörðun að fara aftur til hersveitanna, þó að honum sé ekki ljúft að yfirgefa hina fögru vinkonu sína. En áður en hann fer, reynir hann að tala alvarlega um málin við Clöru, en hun vill ekkert með hann hafa — segir að það geti aldrei orðið neitt á milli þeirra, en hún muni aldrei gleyma honum. -jtc Þegar Tom er að stíga upp í flugvélina, kemur Carla til hans til að kveðja hann og binda endi á þessa róman- tísku daga. Carla er ásamt Regas í leyniþjón- ustunni — en Tom veit ekkeri um það, né það, að fólk, sem gegnir slikum störfum á erfitt með að breyta til og snúa aftur til borgaralegs lífs. •Ar En aðskilnaðurinn varir ekki lengi. Tom er ekki fyrr komin til Kalkútta en hann fær heim- sókn. Þar er Carla komin, þrátt fyrir ásetning sinn — og segir, að hún geti ekki án hans ver- ið. En dýrðin stendur ekki lengi. Tom hefur tekið hernaðarlegar ákvarðanir á eigin spýtur, er talinn hafa brotið lög og reglur og er leidd- ur fyrir herrétt. En eftir mikið þóf, sleppur hann samt við að verða dæmdur. Carla fagn- ar Tom þegar réttarhöldunum loksins lýkur. Hún lofar. að fara ekki frá honum aftur og nú er ekkert, sem skyggir á hamingju þeirra. / V I K A N 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.