Vikan


Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 05.05.1960, Blaðsíða 17
/ í staðinn fyrir tágar, sem saumað er yfir í þessum skálum, má einnig sauma yfir margfalt bast eða þvotta- snúru, sem seld er í metratali í verzl- unum. KRUKKA MEÐ LOKI. Þessi gerð af krukkum var í gamla daga notuð undir matvæli, en nú þykir formið skemmtilegt til skrauts. Efni: um 75 gr þriggja mm tágar og 100 gr bast, 1 gróf Javanál. Botn- inn er um 10 sm í þvermál. Hæð krukkunnar er um 7 sm, þar til hert er að tágarþræðinum og karfan 'form- uð eftir myndinni. Þegar opið er um 11 sm í þvermál, eru nokkrar um- ferðir saumaðar hver upp af annarri. Hankarnir eru gerðir af fjórum 24 sm löngum tágarþráðum, sem lagðir eru saman og beygðir eins og myndin sýnir. Þeir eru saumaðir við neðsta hluta krukkunnar, en siðan vafnir með bastþræðinum, sem þann- ig hylur þá. Lokið þarf að vera nokkrum um- ferðum stærra en op krukkunnar. Að síðustu er kantur gerður neðan á lokið, svo að það haldist betur á krukkunni. Er hann gerður þannig, að 4—5 umferðir eru saumaðar hver af annarri neðan á lokið. ic Lambhús- hettan er sígild Hér er uppskrift fyrir %, 1 og 1% árs. Bezt er að prjóna nokkuð þétt úr fjögra þráða ullargarni á prjóna nr. 2% og 3. Fitjið upp 88 (96) 104 1 á prjóna nr 3, tvo saman. Dragið annan prjóninn úr fit- inni, og teygið á henni. Byrjið siðan að prjóna mynztrið, sem er klukkuprjón. Prjónið 5 (6) 6 sm mynztur. Takið þá prjóna nr. 2%, og prjónið brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. 3 V2 sm. Athugið að byrja brugðninginn frá réttu og prjóna slétta tvöföldu lykkjuna í klukkuprjóninu. Takið nú prjóna nr. 3, og prjónið mynztur 2 (3) 3% sm. Fellið þá af 16 (18) 20 lykkjur í miðju, og prjónið aðra hliðina fyrst 6 (7) 7 sm. Prjónið hina hliðina eins. Fitjið nú upp 16 (18) 20 1. yfir þeim, sem áður voru felldar af, og prjónið nú yfir alla umferðina. Prjónið nú, þar til 20 (25) 27 sm mæl- ast frá uppfitjun. Takið nú aftur prjóna nr. 2V2, og prjónið brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. 3% sm, og athugið þá eins og áður, að mynztrið standist á. Prjónið nú 1 umf. slétta frá réttu, og prjónið 2 lykkjur saman alla leiðina. Prjónið siðan 1 umferð brugðna, 1 umf. slétta, 1 umf. brugðna, 1 umf. brugðna og næstu umf. slétta og um leið 2 lykkjur prjónaðar saman alla leiðina. Prjónið 1 umf. brugðna, 1 umf. sl., 1 umf. br. og aftur 1 umf. slétta og um leið 2 1. prj. saman alla leiðina. Prjónið að lokum 1 umf. brugðna, og dragið þráðinn í gegnum lykkjurnar, sem eftir eru, og gangið frá honum. Saumið hettuna saman með úrröktum ullarþræði og aftursting. Pressið mjög lauslega yfir sauminn frá röngu. Vettlingar Fitjið upp 30 (32) 34 1. á prjóna nr. 3 og á sama hátt og á. lambhússhettunni. Prjónið 5 sm mynztur. Takið prjóna nr. 2Ms, og prjónið brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. 2 sm. Athugið, að mynztrið standist á. Takið nú prjóna nr. 3, og prjónið mynzt- ur 7 (7%) 8 sm frá brugðning. Takið þá aftur prjóna nr. 2V2, og prjónið 1 1. sl. og 1 1. br. 4 umf. Ath. sem áður að láta mynztur standast á. Prjónið nú 1 umf. frá réttu, óg prjónið um leið 2 1. saman alla umferðina. Prjónið 1 umf. brugðna og siðan aftur 2 1. saman alla umferðina. Prjónið 1 umf. brugðna, dragið þráðinn í gegnum lykkjurnar, og gangið frá honum. Þumallinn: Fitjið upp 4 1. á prj. nr. 2V2, og prjónið brugðning, 1 1. sl. og 1 1. br. Aukið út 1 1. hvorum megin, þar til 18 (20) 22 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið þá 2 (2Vi) 2Vs sm áfram án aukninga. Prjónið nú saman 2 1. alla umferðina, 1 umf. brugðna og síðan aftur 1 umf. frá réttu, og prj. saman 2 1. alla umferðina. Dragið þráðinn í gegnum lykkjurnar, gangið frá honum, og saumið þumalinn saman um leið með varpspori. Saumið nú vettlinginn saman með aftursting, byrjið neðst, og saumið upp fyrir brugðning. Þá er þumallinn saumaður við og siðan vettl- ingurinn áfram, þar til honum er lokið. ic

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.