Vikan - 16.06.1960, Blaðsíða 7
,
Kóngurinn óskaði eftir
því aði sjá leikritið í
Skálholti eftir Kamban.
Hann sat að vísu ekki í
stúku, af því að hann er
svo alþýðlegur, en á eftir
tók Klemenz Jónsson á
móti honum og sýndi
honum leiksviðsbúnað
og alla aðstöðu Þjóðleik-
hússins. Hér situr hans
tign í rakarastólnum,
sem Rakarinn frá Sevilla
notaði, en til hliðar við
hann standa þeir Klem-
enz og Hallgrímur Bach-
mann ljósameistari.
Einn merkasti staður í höfuðborg íslands cr Blóma- og listmuna-
kjallari Vilhjálms frá Skáholti. Vilhjálmur bauð upp á kaffi og
skemmti kónginum og föruneyti hans á aristókratískan hátt á
milli þess sem hann afgreiddi viðskiptavini. Hann gaf hans hátign
nýjustu ljóðabók sina, áletraða í tilefni dagsins.
Dagurinn var liðinn að kvöldi og kon-
ungdómurinn átti stutt eftir. Hans há-
tign vissi ekki annan betri stað til
kvöldverðar en Lido, og þar var tekið
á móti honurn og fylgdarliði hans af
glæsimennsku og virðuleika. Hér er
Konráð Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri í Lido, með kónginn á barnum
ásamt söngkonunni Lucille Mapp, sem
söng i Lido í síðasta sinn þetta kvöld.
4
'4r
■<< v - ; v > i r,J3
Miklir snillingar hljóta þeir að vera
í Lido. Hér er lax borinn á borð og voru
allir sammála um, að svo snilldarlega
hefðu þeir ekki séð mat fram borinn.
Það leit út eins og víkingaskip. Sannar-
lega konunglegt.
Að lokum var skálað fyrir kónginum, og hér er öll hirðin saman komin
í Lido. Hans tign var svarin hollusta, enda talið áhættulítið, þar éem
aðeins var hálftími eftir af konungdómi hans og sá tími var notaður
til þess að aka einn rúnt í bænum og koma hátigninni heim í hvítum
Cadillac.
Hirðin var alveg dolfallin, þegar hún sá ísinn, sem borinn
var fram á eftir. Og hvað haldið þið, að hafi verið undir,
nema kápa af Vikunni.
í
i
s