Vikan - 16.06.1960, Side 9
Dr. Aspirín
Jónas hefur manna oftast orðið fyrir barðinu á skopteiknurum. Hér
er ein útgáfan úr Speglinum eftir Halldór Pétursson.
aldrei samur eftir. Þetta gerðu sér báðir ljóst og forðuðust þvi allt þa8
sem orðið gat til þess að bil það breikkaði; létu iliald og byltingu lönd
og leið en unnu sem einn maður að hlutlausum og friðsamlegum störfum
svo sem kennslu i kennaraskólanum og fór hið bezta á með þeim. Og í
von um að þeim mætti takast að brúa bilið, sameinuðust þeir í bar-
áttunni gegn yfirráðum danskra á íslandi, stóðu framarlega i fylkingu
ungmennafélaganna, sem höfðu forystu i þeirri baráttu og spöruðu sig
hvergi i átökunum við fjanda joann, sem létzt ekki þekkja Ófeig á Fjalli.
Um skeið önnuðust þeir ritstjórn „Skinfaxa“, málgagns UMFÍ, sem einn
maður; ristu á skjöld sinn kjörorðið, „íslandi allt“, og er það spurning
hvort þeim var það þá ljóst eða ekki, að með því kjörorði áttu þeir við
sjálfa sig.
Upp úr heimsstyrjöldinni fyrri nrðu endaskipti á mörgum hlutum, fór
það ekki heldur fram hjá þeim, .Tónösunum, er þingeyslcir piltungar i
mörgum þjóðlöndum tóku forystu lýðsins og réttuðu keisara og konunga
eða flæmdu i útlegð, en hófu siálfa sig til æðstu valda. Þá lét þeim
Jóijasinum, sem bezt mundi fallöxina frönsku, og taldi hann Lenin
æðstan spámanna, og þótti það nú táknrænt, að þeir skyldu vera fæddir
sama mánaðardag, en hinn taldi mestu varða að allt hélzt óbreytt á Bret-
landi. Varð þetta til þess að nm hrið breikkaði svo bilið á milli þeirra,
að þeir þóttust sjá fram á fullkominn skilnað, ef þeir fengju ekki að
gert, og þyrfti nú annað og meira til sameiningar en andúðina á dönsk-
uni og fslandi allt.
Það verður sögunnar að dæma um það, hvort það var lán eða ólán,
eða aðeins lán t óláni, að þeim tókzt að hitta ráð til að mjókka bilið
aftur og sameinast á ný — tindir merkjum samvinnuhreyfingarinnar
og með stofnun nýs stjórnmálaflokks undir þeirra eigin forystu, á
grundvelli brezkrar stjórnvizku og fransk-rússneskrar byltingarhug-
sjónar — þannig að fallöxin franska, vafin voð frá vefuranum í
Rocksdale hefði sem bezt getað verið merki flokksins. Var það og tákn-
rænt fyrir sætt þeirra, að flokkurinn hlaut nafnið „Framsóknar-
flokkur“, þar eð framsókn lá mitt á milli afturhalds og byltingar. Einn-
ig kom þeim saman um að velja málgagni flokksins hið hljómbrezka
nafn, „Timinn“, — hinsvegar minnti hljómurinn í forystugreinunum
á hina dumbu, siendurteknu dynki fallaxarinnar, þegar hún hafði sem
mest að starfa.
Brátt safnaðist nokkurt lið undir merki þeirra, Jónasanna-, einkum
bændur og ofurkappsfullir skoðanalausingjar. Hændust bændur að um-
búðunum frá Rocksdale, samvinnuvoðinni, sem þeir hugðu ofna sér
til hjálpræðis; hinir sáu gegnum voðina, þótti bitur eggin og vopnið
vigalegt. Þannig varð liðið fyrr en varði skuggsjármynd forystunnar;
svipgrima, sem leyndi tvískiptu eðli og tilgangi bak við margrætt glott,
syfjulega drætti og hornspangagleraugu. Varð nú enn svo einlægt með
þeim Jónösunum, að jafnvel þeirra nánustu sáu þar aðeins einn mann,
einn Jónas Jónsson frá Hriflu, sem vann margra verk; varð brátt i
senn flokksforingi, skólastjóri samvinnuhreyfingarinnar og ritstjóri
aðalmálgagns hennar, þingmaður, margfaldur nefndamaður og loks
ráðherra og formaður menntamálaráðs og færðust svo mikil völd i
hendur, að vart mun nokkur einn maður hafa verið honum valdameiri
hér á landi. Jónas Jónsson, skólastjóri Samvinnuskólans, framleiddi
kaupfélagsstjóra og flokkshandbendi i ergi og gríð; svæfði sjálfstæða
hugsun þeirra sífelldu spunahljóði i kennslustundum og teygði lop-
ann um gerspilltan grímsbýlýð og thórsara; Jónas Jónsson, ritstjóri
Samvinnunnar, óf bændum landsins þelmjúka værðarvoð, lóaða lof-
orðurtl og skjalli, var ivafið öðrum þræði frá Rocksdale en hinum frá
Framhald á bls. 28.
Að læra af lífinu
Menn tala um að læra af lífinu. Þar með er ekki átt við
þann lærdóm, sem fæst af bókum, heldur af umgengni við
samborgarana. Sumir hafa mjög lítið lært af bókum, en á
langri leið hafa þeir safnað þeim sjóðum af viðkynningu
við lífið og mennina, að þeir eru kallaðir vitrir. Það er
ætlazt til þess, að maður á miðjum aldri eða meira hafi
talsverða lífsreynslu umfram unglinginn. Þessi lífsreynsla
hlýtur að kenna mönnum, hvernig þeir eiga að breyta og
koma fram við aðra og einnig hlýtur hún að verða þeim
stoð i lífsbaráttunni.
Stundum er ekki að sjá, að svo sé. Aldraðir menn, sem
þó eru vel í meðallagi að greind, virðast lítið hafa lært af
lifinu. Eftir öll þessi ár eru þeir ekki vissir um algenga
mannasiði, svo sem að standa f biðröð. Uppeldisskortur,
segið þér. Það má vel vera, að þeim hafi ekki verið kennt
að taka tillit til náungans í uppvextinum. En hverju breytir
það? Hafa þeir ekki haft tækifæri til þess að læra af líf-
inu? Það hefði átt að kenna þeim það, sem á vantaði f
uppeldinu.
Sáma er að segja um skapstillingu og umburðarlyndi.
Það er bráð barnslundin, segir máltækið. Eftir þvf að dæma
ættu menn að stillast með aldrinum, og þeir gera það líka
flestir. En lífið ætti að kenna mönnum meira umburðarlyndi
og meiri stillingu en fjöldinn hefur.
Svo virðist sem menn breytist furðulítið, eftir að mót-
unarskeiðinu lýkur. Það er eins og eitthvað hrökkvi í bak-
lás. Þeir sjá og heyra hluti, sem ættu að verða til þess, að
afstaðan breyttist, en þeir eru búnir að bíta eitthvað ákveðið
í sig og það gerir þeim erfitt að læra af lífinu.
Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, segir gam-
alt og snjallt máltæki. Kjarni þessa máls er einmitt fólginn
í því. Yfirleitt er lagt of mikið upp úr lífsreynslu gamalla
manna. Lífið hefur þrátt fyrir allt ekki kennt þeim svo
mikið frá því er þeir voru komnir til manndómsára. Það
er sorglegt, að þctta skuli vera svona, en er ekki líka sorg-
legt, þegar gamall maður gengur í barndóm?
Það er talað um, að unglingarnir verði að hlaupa af sér
hornin. Það er rétt. Ábyrgðarstaða og ungæðisháttur fara
ekki sarnan. En bara að menn vildu láta það vera að hlaupa
af sér hornin niður f kviku. Reynslan sýnir, að úr því fer
hinn ferski þróttur að dofna, sem er svo ólfkt skemmti-
legri en sljóleiki hinnar ímynduðu lífsreynslu.
VIKAN