Vikan


Vikan - 16.06.1960, Side 23

Vikan - 16.06.1960, Side 23
VIKAI Öígefandh VJKAK H.F. Ritstjóri: Hitstjórn og; auglýsingar: Gísli SigurSsson (ábm.) SlúphoVH 33. Auglýsingastjóri: Situur: 35320, 35321, 35322. Ásbjörn Magiíásson Pósthótf 14ö. _ _ , Framkvæmdastjóri: Afgreifisla og dreifing: Hilmar A. Kristjánsson Dlaðadreif.ing, Miklubraut 15, shm laOi/ Verð í lansasðlu kr. 15. Áskriftarverð er Prentun: Hilmir h.f. 200 kr, ársþriðjungslega, greiSist fyrirfram Myudamót: Myndaraot h.f. í næsta blaði: ★ Sumarstúlka Vikunnar 1960 — Næsti keppandi er Sigrún Kristjánsdóttir. ★ Hann stal bíl, hvolfdi honum í Hafnarfjarðarhrauni — og kenndi draugum um óhappið. ★ Ný glæsileg verðlaunakeppni — Þið eigið að þekkja úrklippur úr herforingjaráðskorti af íslandi og verð- launin eru þrjár ferðir um landið. ★ Blámaströnd — grein um Cote D‘Azur, Miðjarðarhafs- strönd Frakklands. ★ „Reykvíkingar vilja ekki sjá okkur“ — grein um fim- leikafólk í Ármanni. ★ öræfaferð með Úlfari — myndafrásögn. ★ Dáleiðslukukl — eftir Matthías Jónasson. — ÞaS var vinur minn, sem bað mig um að selja þetta. — En dásamlegt að sjá blessuð börnin við svona hujjljúfa iðju. & fjffUuUaX ^ei m Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl): Það er ekki nóg að gefa góð loforð, þú verður að standa við orð þín. Eftir helgina berast Þér dálítið einkennilegar frétt- ir, og mun það koma þér í talsverð vandræði. Taktu þetta samt ekki allt of alvarlega. Einhver ætlar sér að hafa gagn af Þér á óheiðarlegan hátt, en þú getur með kænsku snúið málinu þér i hag. Heillalitur vikunnar er rautt, en gult getur orðið viðsjárvert. Nautsmerkiö (21. apríl—21. maí): Ef þú hegðar þér af skynsemi og lætur ekki smávægileg vandamál draga úr þér kjarkinn, getur helgin orðið skemmti- legri en þú þorðir nokkurn tíma að gera þér vonir um. Við loforðið, sem þú gafst í síðustu viku, getur orðið erfitt að standa. Reyndu að fá því frestað, því að enginn er hæfari til þessa en einmitt þú. Heillatala 5. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Vikan verður þér afar hliðholl í hjartans málum. Þú hugsar oft til manns, sem þú hefur ekki umgengizt lengi, og er það miður. Reyndu því að ná aftur kynnum við hann, það verður ykkur báðum til mikillar ánægju. Þolinmæði þín hefur verið til fyrirmyndar, og í vikulokin munt þú einnig uppskera rikulega. Vikan er mikil hamingjuvika fyrir fólk innan við tvítugt. Heillalitur grænt. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú færð að ráða fram úr verkefni, sem þú hefur lengi þráð að vinrta að, og um leið munt þú vaxa I áliti. Samt skaltu ekki vanrækja fjölskyldu þína, því að þá fer illa. Reyndu að beita svolitið meiri gagnrýni á sjálfan þig, þá mun allt leika í lyndi. Fimmtudagurinn verður sá dagur, sem skiptir þig mestu í vikunni. Þá tekur þú mikilvæga ákvörðun. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Lánið virðist ætla leika við þér í þessu máli, sem þér er svo annt um. Á föstudag eða laugardag kemur til þín einkenni- legur gestur, sem getur orðið til þess að breyta áformum þínum til muna, og þótt þér sé ekki sér- lega vel við Það, skaltu samt fara að ráðum hans. Það kemur í ljós seinna að það borgar sig margfaldlega. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Taktu ekki mik- ilvægar ákvarðanir fyrr en eftir helgi. Stjörnurnar lofa þér því, að eftir helgi muni allt ganga að óskum, en vara þig við að aðhafast mikið fyrr en eftip helgi. Þú kynnist nokkrum mönnum og konum, sem þig hefur lengi langað til að kynnast, en ekki er vist, að þéf sé hollt að bindast þeim allt of sterkum böndum, Vogarmerkiö (24. sept.—23, okt.); Þú lendir S ákaí- lega rómantísku ævintýri á laugardag. Þetta gildir þó ekki um gift fólk, svo að enginn þarf aö óttast neitt. Vinur þinn er i vanda staddur, reyndu að koma honum til hjálpar. Ef til vill verður þú fyrir óréttlátum ásökunum í vikunni, en stjörnurnar ráðleggja þér að aðhafast ekki, því að Þá leysir málið sig sjálft. Vertu ekki of óþolinmóður, þótt þessi maður komi ekki strax. Drekamerkiö (24, okt.—22. nóv.): Þú ert næstum búinn að ná takmarki þínu, og þótt þú hafir gert ráð fyrir því að ná því í vikunni, skaltu ekki láta þér fallast hendur, þótt eitthvað verði til þess, að þú getir ekki sinnt þessu máli um stundarsaklr. Þú verður að sýna fórnfýsi, ef vel á að fara milli þín og kunn- ingja þíns. Loforðið, sem þér var gefið í fyrri viku, verður ekki uppfyllt. Helgin verður óvenjuskemmtileg, Bogmaöurinn (23. nóv.—21, des.): Frumkvæði Þitt fær sannarlega að njóta sín í vikunni, og þér getur orðið mikið úr verki. Á vinnustað kemur dálitið einkennilegt atvik fyrir, sem verður til þess að breyta áformum þínum og kunningja þíns til Láttu samt ekki gremju þína bitna á starfsfélögum þínum, því að Þeir eru alsaklausir. Geitarmerkið (22. des—20. jan.): Atburður um helgina verður til þess, að þú lifir I sæluvímu næstu viku. Þú skalt varast að gera nokkuð vanhugsað í vikunni, því að fljótfærni þín gæti orðið til þess, að þú verður leiddur í gildru, sem mjög erfitt er að losna úr, Þú getur aukið afköst þín til muna, Þessa dagana virðist gæta talsverðrar leti í fari þínu, einmitt nú, þegar þú þarft svo mjög að láta þendur standa fram úr ermum. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.); Þú skalt ekki halda, að þú sért eini maðurinn í heiminum, sem á sér vandamál. Ef þú lítur björtum augum á tilver- una, leysast vandamái þín svo til af sjálfu sér. Um helgina ferð Þú i skemmtilegt samkvæmi, sem end- ar á nokkuð undarlegan hátt. Varastu að taka ákvörðun í máli félaga þíns fram að helgi. Þú mátt ekki búast við allt of miklu af þessari konu. Heillatala 4. Fiskamerkiö (20. febr.—20. marz): Ef þú sýnir frumkvæði og verksvit, getur vikan orðið þér eink- ar ánægjuleg. Þó gerist ekki neitt stórvægilegt í vik- unni, en hún verður þrátt fyrir það skemmtileg. Vertu ekki svona öfundsjúkur í garð félaga þinna. Þeir hafa sannarlega unnið fyrir því, hve þeim vegnar vel. Þetta getur þú hæglega líka. muna. m

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.