Vikan


Vikan - 25.08.1960, Page 2

Vikan - 25.08.1960, Page 2
— gert svo öllum líki. Auðvelt mun þó að taka þessa leiðbeiningu til greina, og flest- um líka vel. # Fegurðarkeppni karla. # Upplífgandi sumar- stúlkur. # Flugfreyja hjá PAA. KARLMANNLEG FEGURÐARKEPPNI? Seyðisfirði, 13—7. 1960. Kæra Vika. Við skorum á ykkur, að efna til fegurðar- samkeppni meðal piltna með svipuðu sniði og þá, sem þið efnduð til meðal stúlknanna. Okkur finnst það ekki nema sjálfsagt. Um leið viljum við þakka allt það skemmti- lega lestrarefni, sem Vikan flytur. Virðingarfyllst. T VÆR sem kunna að meta karlmannalega fegurð. Árni heitinn Pálsson prófessor kvað það öfugmæli að tala um „karlmannlega fegurð“, — fallegir menn væru ekki aðeins ókarl- mannlegir, heldur og leiðinlegir og yfirleitt nautheimskir. Samkvæmt því væri karlmönn- um ekki til neins álitsauka að vinna sigur í fegurðarsamkeppni. Annað mál væri að efna til samkeppni um karlmannlegasta manninn — hvað segja þær seyðfirzku um það ... GREININ UM ÖRÆFAFERÐ ÚLFARS ... Heimilisblaðið „Vikan“. Að mínu áliti er „Vikan“ á réttri braut. En nauðsynlegt er að birta myndskreyttar greinar með smáviðtölum eða fréttapistlum um íslenzkt efni. Til dæmis var ágæt greinin um öræfaferð Úlfars, sem birtist um daginn. Að lokum árna ég „Vikunni“ góðrar framtíðar. Með beztu kveðjum. Ólafur Bessi Friðriksson, Brimfelli, Fellum, N.-Múlasýslu. Flestum þykir hrósið gott, og „Vikan“ er þar vitanlega ekki nein undantekning. Um leið eru leiðbeningar allar með þökkum þegn- ar, þótt „Vikan“ geti ekki — frekar en aðrir LÉK LISTINA EFTIR SIGURÐI GOTTSVINSSYNI ... Kæra Vika. Ekki man ég í hvaða tölublaði „Vikunnar“ Sigurðar Gottsvinssonar var slðast getið. En þar er það sagt sem dæmi um fræknleik hans, að hann hafi hlaupið, með hrísbagga á bakinu, yfir Bleiksárgljúfur, og því lýst hve það sé mikið stökk, og loks, að einungis einn maður annar hafi hlaupið þar yfir, en ekki sagt hvað maður sá hét. Varla mun nema um einn stað að ræða, þar sem hlaupið verður yfir gljúfrið. Ég, sem linur þessar rita, mun þá vera þriðji maðurinn, sem það hefur leikið því að ég hljóp yfir gljúfrið fyrir þrjátíu og átta eða níu árum. Og þar sem mér þótti langt að ganga niður á eyrar, eftir stökkið, og upp með gljúfrinu aftur til að ná samferðafólki mínu, tók ég það til bragðs að fara enn yfir það á sama stað, en þó ekki hjálp- arlaust í það skiptið. Reykjavlk, 3—7. 1960. Helgi Bjarnason, Skeiðarvogi 141. Svo segir Brynjólfur frá Minna-Núpi í Sög- unni af Þuríði formanni og Kambránsmönn- um: „Bleiksá heitir árspræna fyrir utan Barkarstaði; hún rennur í gljúfri svo djúpu, að myrkur er niður í, en svo þröngu, að á þrem stöðum má hlaupa yfir. Efsta hlaupið ér breiðast og fárra hlaup; en þar hljóp Sigurður yfir með viðarbyrði á baki. Síðan hefur enginn hlaupið það nema Páll Sigurðs- son alþingismaður í Árkvörn“. Samkvæmt þessu hefur þá verið talið fært að hlaupa yfir gljúfrið á þrem stöðum, en ekki er ólíklegt að aðstæður hafi eitthvað breytzt, til dæmis að hrunið hafi úr börmunum. Nú telur Helgi að ekki komi til greina að hlaupa yfir nema á einum stað — og er þá óvíst hvort það er á þeim sama stað og þeir hlupu, Sigurður og Páll, en ekki er heldur unnt að afsanna það, og er Helgi Bjarnason þá þriðji mað- urinn, sem leikið hefur þá list. SUMAIISTÚLKURNAR ALLAR MJÖG LAGLEGAR. Iværa Vika. Sumarstúlkurnar þínar eru allar mjög lag- legar og viðtölin við þær hin skenimtilegustu. Svona keppni lífgar þó nokkuð upp á blaðið, sem alltaf er að verða betra og betra. Ég óska „Vikunni" og öllum sumarstúlkunum góðrar framtíðar. Með beztu kveðjum. Lesandi. Og „Vikan“ þakkar fyrir sig og sínar sumar- stúlkur. Vitanlega lífga þær upp á blaðið — ekkert umhverfi er svo skemmtilegt fyrir, að ekki lifni yfir því samt, þegar svo yndis- legar verur koma fram á sjónarsviðið. AÐ VERA FLUGFREYJA HJÁ PAA ... Kæra Vika. Hvernig á að fara að því að verða flugfreyja hjá Pan American? Ég hef séð það I blöðunum, að tvær íslenzkar stúlkur hafi fengið þar at- vinnu sem flugfreyjur — hvernig stóð á þvi? Var það í gegnum kunningsskap eins og allt annað? Og hvers vegna urðu þær fyrir valinu? Ég hehl ég megi segja fyrir víst, að ég sé ekki að gera mér hærri hugmyndir um sjálfa mig en gengur og gerist, cn það þori ég að fullyrða, að ég er að minnsta kosti ekki ósjálegri en þær, að minnsta kosti ekki eftir myndunum af þeim að dæma. Og enskuna tala ég mjög vcl, svo ekki ætti hún að vera til fyrirstöðu, en ég hef bara ekki hugmynd um hvert ég á að snúa mér. Get- urðu frætt mig um það ... Vinsamlegast. Halla. Nei, kunningskapur mun ekki hafa ráðið neinu um val þessara stúlkna. Það var einn af starfsmönnum félagsins, sem kom hingað til Iteykjavíkur og auglýsti eftir uinsóknum; þær voru víst talsvert inargar, sem sóttu, en þessar tvær voru valdar úr. Eftir það fóru þær út og voru á námskeiði þar á veg- um PAA, en fengu síðan stöðuna. Þess má geta, að það er ekki eingöngu útlitið, sem valinu ræður — flugfreyjustarfið er ekki l'yrst og fremst í því fólgið að vera fegurð- ardrottning um borð— þar kemur margt annað til greina; ekki þar fyrir, að báðar þessar stúlkur voru einstaklega snotrar. Það væri reynandi að snúa sér til umboðsmanna PAA hér á landi; þeir geta að minnsta kosti veitt nánari upplýsingar. Lék stökkið eftir Sigurði Gottsvinssyni? — Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að setja saman gufuvél — það er ekki búið að finna upp hjólið ennþá ... 2 V I K A N

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.