Vikan - 25.08.1960, Side 15
^Skyrtukjóll, jafnvíð-
ur upp úr og niður
úr, beltislaus og
hnepptur að framan.
Ermarnar eru lang-
ar en brotið upp á
þær, þar til þær ná
aðeins fram að oln-
boga.
Ljósar síðbuxur og
köflóttar skyrtur eru
mikið í tízku og
ganga jafnt sem
sportföt að sumri til
og inniföt að vetr-
V inurn.
/^Ermalaus blússa,
hneppt að framan
og aðeins látin haf-
ast við undir streng.
Margföld perlufesti
og tvö armbönd á
sama handleggnum
eru gjarnan notuð
við svona einfaldan
klæðnað.
Hér eru sýnishorn af fötum, sem
mikið eru notuð í París um þessar
mundir, allt frá krínólín-kjólum nið-
ur í síðbuxur. Þessi föt eru einföld
í sniðum og hentug.
Hér kemur svo hinn
vinsæli krínólínkjóll,
sem er aðal-spari-
flíkin. Innra pilsið
er allt í pífum, og
dökku doppurnar og
bryddingarnar eru £
sama lit og ytri kjóll-
V inn.
Hversvegna þetta og hversvegna hitt?
Ung móðir sat með lítinn son sinn fyrir framan
mig í strætisvagninum. Þau voru svo nærri mér, að
ég heyrSi hvert einasta orS, sem þeim fór á milii.
Drengurinn spurði um hitt og annað, eins og börn
á hans aldri verða að gera til þess að fá eitthvað aS
vita um margbreytileika heimsins.
— Ilvers vegna eru bílarnir rauðir? — Hvers vegna
eru þeir svona margir? — Iivers vegna keyra þeir
svona liratt? Það er kannski vegna þess, að þetta eru
sjúkrabílar, svaraði hann sjálfum sér.
Svona hélt hann áfram að spyrja, viðstöðulaust. Á
þessum tíu mínútum, sem við vorum í vagninum, var
eina svarið, sem hann fékk iijá móður sinni: — Það
hef ég ekki hugmynd um. Þegiðu nú, Pétur minn.
Ef til vill hefur móðirin verið aS hugsa um ein-
hverja alvarlega hluti, eða liún hefur verið þreytt.
En hvað sem því líður, þá var það synd drengsins
vegna, að hann skyldi ekki fá svör við spurningum
sinum. Hann hefði nefnilega getað fræðzt heilmikið
í þessari stuttu ökuferð, ef móðir hans hefði útskýrt
fyrir honum þá hluti, sem fyrir augu bar.
'Það var einnig skaði fyrir móðurina að vera svo
alvarlega þenkjandi, að hún skyldi ekki geta notið
þess að tala við drenginn sinn. Það er oft svo
skemmtilegt og hressandi að ræða við börn og reyna
að lita hlutina sömu augum og þau gera.
Margir foreldrar kvarta um, að börnin vaxi svo
fljótt frá þeim og hætti að sýna þeim trúnað. En ef
foreldrar vilja eiga trúnað barna sinna um fermingu,
verða þeir að gera sér grein fyrir, að þeir þurfa
að hafa áhuga á því, sem börnin hugsa og taka sér
fyrir hendur, frá því að þau eru agnarsmá. Það má
pkki segja við þau eins og móðirin í strætisvagninum
gerði: Það hef ég ekki hugmynd um, — þegar þau
spyrja, — Hvers vegna eru bilarnir rauðir?
YIKAN
15