Vikan


Vikan - 25.08.1960, Síða 21

Vikan - 25.08.1960, Síða 21
„Rex Schafer heitir hann. Hann er fréttamað- ur við eitthvert blað að mig minnir." „Vitið þér hvar hann er að finna?" „Því miður ekki.“ Hún hristi höfuðið. „Ég veit ekki einu sinni við hvaða blað hann vinnur." „Jæja, ég get komizt að því,“ sagði ég „Nokkuð annað, sem þér munið varðandi Lindu?" „Ekki sem ég man I bili, að minnsta kosti." Hún rétti mér tómt glasið. „Gerið svo vel að gefa mér í það aftur," mælti hún. Ég fyllti glös okkar beggja og tók mér aftur sæti á legubekknum. „Mér var sagt að Linda hefði verið einskonar ástmey Fletchers," mælti ég. ,,Þú hefur yður ekki verið skýrt rétt frá,“ svar- aði hún af einlægni. „Þér ættuð að komast I kynni við Gabriellu. Þá munduð þér ekki vera í vafa. Það getur enginn verið, sem sér hana.“ „Kannski ég reyni einhverntíma að athuga hana," varð mér að orði. Hún drakk úr glasinu til hálfs; leit til min yfir barm þess. „Þér hafið að sjélfsögðu verið búnir að reikna þetta allt út,“ sagði hún. „Linda Scott, hugljúf og heillandi — ástríðumorð, eða eitthvað þessháttar ?“ „Eitthvað í þá áttina," samsinnti ég. „En nú verð ég að setja dæmið upp aftur." „Kannski get ég orðið yður að einhverju liði?" „Hvernig þá?" „Ég veit það raunar ekki ...“ Hún yppti öxl- um, svo enn meir sá í nakinn barm henni. „Eitt- hvað hlýt ég að geta. Mér féll vel við hana," sagði hún. „'Segðu mér eitthvað nánar um .Tohny Torch," mælti ég. Henni brá sýnilega. „Johny Torch?" spurði hún lágt „Hvað ætti ég að geta sagt yður um hann?“ „Hvers vegna hefur Fletcher hann í slagtogi?" „Johny er vinur hans." mælti hún af varúð. „Þeir eru miög nánir vinir. Nokkuð annað, sem yður fýsir að vita?" ..Þér hafið ótta af Johnv." varð mé’’ að orði. „Fletcher er bó ekki smeykur við hann.“ ..Ekki mundi ég nú vilja fortaka Það," svaraði hún lágt.. „Hvað hét hann nú aft.ur, þessi skemmtistaður, sem Fletcher starfrækti í Las Vegas?" spurði ég. „Höggormsaugað." „Það er rétt og ... Og Gabriella, hún starfar þar enn?" Eg tæmdi glasið og rois á fætur. „Þakka yður fyrir hressinguna." sagði ég. „Það er nú heldur lltið að þakka," svaraði hún. „Og ef þér vilduð nú vera svo vænn að fvlla glasið mitt enn einu sinni um leið og þér farið ..." Eg gerði bað og færði henni glasið „Þakka yður fvrir." Hún dró djúpt andann. Rrnsti tíl min. . Þér eruð ailra bezti néungi. Geti ég orðið vðnr að einhverju liði. bá látíð mig vita. Þér ættnð að koma tij mín annað kvöld og segja mér bvernig géngur?" „Því ekki bað?" svaraði ég. „Að minnsta kosti ef bér heitið bví að vera bð eins klædd og nú.“ Hún leit á siálfa sig með bersýnilegri velbókn- un. „Eg hef alltaf verið beirrar skoðunar." tók hún til máls. „að sé stúlka sæmilega vaxin, þá eigi hún ekki að levna þvi. Samt sem áður get ég ekki lofað bvi að vera nákvæmlega eins klædd, þegar ég tek á mðti yður næst." „Það þykir mér leitt." „En hinu heiti ég. að ég skal ekki vera meira klædd en ég er nú." „Þá er það fast.ráðið að ég kem." svaraði ég um leið og ég hélt til dyra. „Og ef það er eitt- bvað meira. sem rifjast upp fvrir yður I sambandi við Lindu, þá látið mig vita," „Ég geymi það þá þangað til þér komið," sagði hún. • ' Ég ók til lögregluskrifstofunnar. Þeir Polnik og lögreglustjóri biðu min þar. Lögreglustjórinn hvessti á mig augun um leið og ég kom inn úr dyrunum. „Jæja?" spurði hann. „Jæja, hvað?" „Hvar er hann? Hvar er Fletcher?" Ég settist makindalega I hægindastólinn, sem ætlaður var góðum gestum, kveikti mér I vindl- ingi og fór mér ekki óðslega að neinu. „Fletcher hefur fjarvistarsönnun á reiðum höndum," svar- aði ég loks. „Hvað eigið þér við með fjarvistarsönnun? Sagði ég yður ekki að taka hann höndum og koma með hann?" öskraði Lavers lögreglustjóri. „Hann var ýmist með einum eða tveim vitnum allt kvöldið," svaraði ég. „Hvenær hefur lögur.um verið þannig breytt, að það nægði ekki sem fjar- vistarsönnun?" spurði ég. „Það kemur stundum fyrir, Wheeler," urraði Lavers, „að þér ... Hver voru svo þessi vitni?" Ég sagði honum undir og ofan af því, sem ég hafði orðið áskynja, og hann urraði illskulega, þegar ég hafði lokið máli mínu. „Þetta er ber- sýnilega ekkert annað en haugalygi. Ég hef þegar YIKAN skipað yður og sklpa yður I annað og seinasta skipti að fara og taka mártnínn fastan ...“ „Mér er það fyllilega Ijóst, herra lögreglustjóri, hvernig yður hlýtur að vera innanbrjósts, þar sem þetta var systurdóttir yðar. En við höfum engár sannanir gagnvart Fletcher, eins og þér hljótið að sjá, þegar þér áttið yður betur. Taki ég hann fastan nú, verðum við að sleppa honum samstund- is aftur þegar lögfræðingur hans skerst I málið." Lögreglustjórinn hagræddi sér I sætinu. „Þá það," svaraði hann eftir nokkra þögn og átti örðugt með að koma upp orðunum. „Þá það. En ég krefst þess, að morðingi Lindu finnist taf- arlaust og ég veit hver hann er. Það er Fletcher og það verðum við að geta sannað, það er allt og sumt. Þér skiljið það. Wheeler?" „Já, herra lögreglustjóri." „Polnik getur svo sagt yður hvað gerzt hefur í málinu. Þótt það sé raunar nauða ómerkilegt," urraði hann. „Ég fer heim. Læknirinn varð að róa konu mlna með deyfilyfjum. en ég þori samt ekki annað en að vera henni nálægur." „Ég skil það. herra lögreglustjóri," svaraði ég. „Þér vitið auðvitað að Linda var í Las Vegas síðastliðna fimmtán mánuði." „Nei. það hafði ég ekki hugmvnd um. Hún minntist ekki á neit.t þessháttar við okkur. Það hef ép begar sagt vður." ,..Tá " svaraði ég „Við hittumst bá í fvrramálið “ „Við hitt.umst. þegar yðnr pefur orðið eitthveð ágengt." t.uldraði hann geðvonzkuiega. ..Athueið nánar hessa fjarvistarsönnun. sem Fle*-cber þvkist hafa Ég bori að hengja mig unn á að bún revn- ist. Ptils virði. Samkvæmt bví. sem bér seeið. bvgg- ist hún á orðum st.rákbornara og ranðhærðrar iauslætisdrósar “ Hann urraði. „Þér virðist heldiir auð^rúa enn, Wheeler." „Slepnum þvl." svaraði ég. „Það er þessi skommtistaður I Las Vegas ...“ Hann skellt.i hurðinni að stnfurn á hæla sér áður en mér tókzt að liúka setningunni. Mér varð litið á Polnik. sem virt.ist í áiika góðu skapi og ég sjálfur. „Vertu ekki að draga mig á bessu." varð mér að orði. „Segðu mér hvers þú hefur orðið áskvnja." „Ég hef ekki orðið neins visari. að heit.ið get.i." svaraði hann. „Við fundum ekkert bað I grennd við hús lögreglustiórans. sem veitt gæti nokkrar unplýsingar. ekki einu sinni hjólaför Við snurðum nágrannanna spjörunum úr. en heir höfðu ekki orðið neins varir, ekki heyrt bíl hemla eða neitt þessháttar." „Gott er það." varð mér að orði. Polnik leit á mig, og það var eins og hann vildi biðiast afsökunar. „Þú sást siálfur hvernig allar aðstæður eru þarna," sagði hann. „Hús lögreglu- st.iðrans stendur langt frá götunni, umgirt triám á alla vegu. Þótt lúðrasveit léki hergöngulag þar á dvrabrepinu mundi enginn nágrannanna hevra hana eða sjá. Það er eitthvað annað en heima hjá mér. lagsmaður — Þar heyrir maður andar- drátt fólksins I næstu ibúð." „Lavers lögreglustjóri keypti þetta hús vegna þess hve rólegt þar var og hljótt," mælti ég. „Það virðist geta reynzt vafasamur kostur." „Já, ég er yður sammála." svaraði Polnik af undirgefni og til þess að segja eitthvað. Mér fannst sem ég hefði sett hann út af laginu með þessum ónauðsynlega útúrdúr, svo að ég hvarf aftur að efninu. „Hvernig var umhorfs I híbýlum stúlkunnar? Þið hafið athugað þau vel og vandlega?" „Vitanlega, en það er sama sagan, •— ekkert, sem gefið getur minnztu vísbendingu. Þetta virð- ist ekki ætla að verða neinn barnaleikur . . .“ „Þar hefurðu þó einu sinni rétt fyrir þér," sagði ég. „Ég geri ráð fyrir að við gerðum rétt- ast að fara heim og leggja okkur." „Já, ég gæti að minnsta kosti þegið að fá mér dálítinn blund." Hann leit á mig öfundaraugum. „Þú átt vitanlega vlsan ylinn eins og venjulega," sagði hann. „Undir sænginni, já.“ „Það er einmitt það, sem ég á við. Það vildi ég að ...“ „En það er ekki það, sem ég á við," greip ég fram í. „Ég fer beinustu leið heim og hátta þar og sofna undir sæng — aleinn. Ég hef annað að gera en að eltast við stelpur." „Og þú þarft ekki heldur að elta þær," sagði hann. „Þær eru alltaf á eftir þér, hvar sem þú ferð. Ljóshærðar, dökkhærðar .. „Haltu þér saman," sagði ég og brá fyrir mig orðalagi lögreglustjórans. „Og það fyrsta, sem þú gerir í fyrramálið, er að spyrjast fyrir í veitinga- húsinu, þar sem þeir, Fletcher og Johny, telja sig hafa snætt kvöldverð, og komast að raun um hvort nokkur af þjónustuliðinu kannast við þá eða minnist þess að hafa séð þá.“ „Það skal gert." „Sjálfur ætla ég að hitta að máli þennan frétta- mann, þennan Schafer, og athuga hvort hann get- ur gefið nokkrar þær upplýsingar um Lindu Scott, sem að gegni mega koma. Það virðist ekkept upp úr þeim Fletcher og Nínu að hafa hvort eð er.“ „Nokkuð annað?" „Aðgættu hvort þeir Fletcher og Johny Torch eru I afbrotaskrá lögreglunnar. Fyrst og fremst I Las Vegas .. .“ Ég reis á fætur. Virti fyrir mér auðan stólinn við skrifborð lögreglustjórans. „Finnst þér ekki andrúmsloftið hérna I skrifstofunni nokkuð ein- kennilegt, Polnik?" spurði ég. Polnik hnusaði og þefaði i alalr áttir. „Nei, ekki finnst mér það,“ svaraði hann. „Finn- ur þú einhvern annarlegan þef?" „Hann hefur efiaust aíltaf verið," svaraði ég. „Þetta er bara í fyrsta skiptið, sem ég veiti því athygli." ÞRIÐJI KAFLI. „Það lítur ekki út fyrir að þér takið yður dauða’ Lindu Scott ákaflega nærri." sagði ég. „Jafnvel dauðinn íær ekki aðskilað þá, sem unnast," svaraði Schafer lágt. „Þetta er víst úr einhverju kvæði," bætti hann við. „Það má vel vera," sagði ég. „Það er að minnsta kosti ekkert svar. Hann fékk sér enn vænan teig. „Þetta er leiðin okkar allra, fyrr eða síðar," mælti hann enn. „Við' erum öll fædd til að deyja; dauðinn og hnignunin er hið eina, sem við eigum víst I lifinu. Fæðingírc er aðeins fyrsta skrefið á vegi til grafar." Ég kveikti mér I vindlingi og virti fréttamann- inn nánar fyrir mér. Hann var kominn nokkuð yfir tvítugt, dökkhærður, sambrýnn, þunnleitur; augun dökk og skimandi. Hann minnti mig helzt á náungana í kvikmyndunum. sem alltaf láta lífið í umferðaslysi áður en sýningin hefur staðið I fullar fimm mínútur. Nú hafði hins vegar viljað svo til, að það var unnustan, sem varð fyrir slys- inu og fyrir bragðið samhæfðist hann ekki hlut- verkinu. „Linda Scott var unnusta yðar," staðhæfði ég. „Það hefur kannski litið þannig út,“ svaraði hann. „E’ða kannski að ég hafi viljað láta það líta þannig út." „Þér vilduð ef til vill skýra þetta nánar," varð mér að orði. „Ég er ekki annað en heimskur lög- regluþjónn og á örðugt með að átta mig á há- fleygu orðalagi." „Ég var að reyna að ná i stórmerkilega frétt. Vinn raunar að þvi enn. Og ég áleit að Linda gæti komið mér þar að gagni." Framhald á bls. 33. — Já, og svo er það stór kostur á húsinu að það er fullkominn bar í kjallaranum. — Já, svona, þú færist nær! 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.