Vikan - 25.08.1960, Qupperneq 31
Vinnustofur S.I.B.S.
framleiða nýjustu tegundir af rafsoðnuni hlífðarfatnaði,
með fullkomnustu tækjum sinnar tegundar hér á landi.
Söluumboð
Dl
P
y)c
n
u
.buiAlusiAma P*
Hálsfcsti
að ¥eði
SMÆLKI
Fyrirlesari hafði verið beðinn að
koma til bækistöðva klæðleysingja
Og halda þar erindi. Er hann kom
á ákvörðunarstaðinn tók fjöldi
karla og kvenna á móti honum, og
voru félagsmenn algerlega naktir.
En allir höfðu þeir fengið dökkan
sólbrunablæ.
Leiðtogi, eða formaður, klæð-
leysingjanna fylgdi fyrirlesaranum
upp í herbergi það, er hann átti
að bua i á meðan hann dveldist
meðal klæðleysingjanna. Maðurinn
sagði, að borðaður yrði miðdegis-
verður að hálfri klukkustund lið-
inni. Fyrirlesarinn velti þvi fyrir
sér, hverju hann skyldi klæðast.
Átti hann að vera klæðlaus? Að
líkindum var það eðlilegra, þar
sem allir á staðnum voru berir.
Þegar bjallan hringdi til mið-
deg'isverðar, gekk fyrirlesarinn inn
i borðsalinn og var klæðlaus með
öllu. f>á sá hann, að ajjir félags-
menn í klæðleysingjafélaginu voru
klæddir beztu fötum sinum.
Ekki fygir það sögunni, hvernig
klæðleysingjum hafi þótt fram-
ferði fyrirlesarans. En búast má
við, að þessi „búningur“ hans hafi
ekki hneykslað þá karla og konur,
er þarna voru saman komin, þar
sem þetta fólk vildi sjálft ganga
allsnakið.
♦
Ég sökkvi sorgum minum í augu
hundsiris mins, eins og væru þau
djúpur brunnur.
Þess bera menn sár
Framhald af bls. 17.
hringhugans. Kleyfhuganum finnst
það óviðeigandi að opna hug sinn
og tjá tilfinningar sinar öðrum
mönnum. Þeir þurfa að komast i
geðshræringu til þess, en iðrast
þess svo oft beizklega eftir á, hve
opinskáir þe'ir voru.
,.Ég á svo bágt með að tala um
þetta,“ sagði kunningi minn við
mig nýlega, „en svo versnar það
stöðugt, þangað til ég er orðinn
viðþolslaus; þá byrja ég að drekka,
og í fylliríinu masa ég og masa,
og á eftir er ég svo á nálum um,
að ég hafi sagt eitthvað, sem ég vil
engum segja.“
Þegar innhverfa og viðkvæmni
eru komnar á þetta stig, nálgast
þær mörk hins sjúklega.
BÓNORÐ
Framhald af bls. 16.
Þau gengu hljóG aftur að stein-
múrnum.
— Hérna báðuð þér mín, sagði
hún lágt og hreyfði sig ekki. Hvað
hefðuð þér annars gert, hefði ég
svarað játandi?
— Það veit ég ekki. Hvers vegna
spyrjið þér?
— O, ég hef bara sálfræðilegan
áhuga á þvi. — Reynið aftur.
— Dásamlegt. Jæja, — viltu gift-
ast mér, Solange?
— Þaö er eina ósk mín.
Hann þrýsti henni að sér og kyssti
hana.
— Armbandið! sagði hann stuttu
síðar, :— við verðum að reyna að
finna það, áður en myrkrið skellur á.
—- Þess þarf ekki, hvíslaði hún, þaö
er i veskinu mínu ...
Framhald af bls. 10.
Luciu hálsfestina með þeim ummæl-
um, að liún vildi ekki halda eftir
kærustu minningu gamallar vinkonu
sinnar um mann hennar og ham-
ingju þeirra.
Nú liðu mörg ár, og Lucia borg-
aði stöðugt upp í skuldina til Önnu
Karinar. Hún átti erfitt uppdráttar,
og sá dagur kom, að ekki var um
annað að ræða en selja hálsfestina.
Hún vildi ekki fara aftur til Önnu
Karinar, því að þessu sinni var hún
ekki viss um, að hún gæti, ef til
kæmi, endurgoldið nýja skuld. Hún
fór því með hálsfestina til gullsmiðs,
og þar fékk hún eitt mesta áfall, sem
hún hafði fengið, síðan maður henn-
ar dó, hálsfestin reyndist vera
fölsuð.
I örvæntingu sinni leitaði hún til
Önnu Iíarinar og sagði henni sann-
leikann. Það var ekki um annað að
gera, þar sem framtið og menntun
sonar hennar var annars vegar.
„Ég get ekki lengur fengið þér
hálsfestina að veði, þar sem hún er
fölsuð,“ sagði Lucia. Hún vissi ekki,
hvort hálsfestin hafði verið fölsuð
frá upphafi eða hvort maður henn-
ar hafði fengið gerða eftirlíkingu
af henni og selt siðan þá réttu til
þess að eyða nú lika þessum pen-
ingum. En hún skammaðist sin eins
og hún ætti alla sökina.
Anna Karin kinkaði aðeins rólega
kolli og sagði: „Já, þetta vissi ég
reyndar.“
„Vissir þú það?“
„Já, ég ætlaði að tryggja hana, —
maður er aldrei öruggur, — og
þannig uppgötvaði ég þetta.“
Lucia starði á hana. Hún hugs-
aði um það, sem oft var sagt um
Önnu Karinu, að hún væri aðsjál
og ágjörn, og hún varð mjög hrærð.
Anna Karin hafði á sinum tima lán-
að henni mikla upphæð, en þegar
hún uppgötvaði, að ekki var trygg-
ing fyrir henni, hafði hún þagað
til að hlifa sinni gömlu vinkonu
við sorg.
Lucia greip um hönd Önnu
Karinar og þakkaði henni fyrir, en
Anna Karin dró að sér höndina.
„Þú þarft ekki að þakka mér fyrir,“
sagði hún kuldalega. „Ég gerði
þetta ekki þin vegna,“
„Ekki mín vegna?“
„Nei, ég gerði það vegna hans,
Nú, þegar hann er dáinn, get ég vei
viðurkennt það, að ég elskaði
hann.“
Lucia kom ekki upp nokkru orði,
Loksins stamaði hún: „En þú tal-
aðir aldrei vel um hann, þú varst
alltaf fráhrindandi og kuldaleg frá
byrjun.“
Anna Karin kinkaði kolli og
sagði: „Heldur þú, að honum hefði
líka átt að leyfast að sigra mig?
Ást mín var ekki blind. Ég sá í
gegnum hann, veikleika hans og
óáreiðanleika. En ég elskaði liann,
við þvi var ekkert að gera. Það, að
ég þagði yfir hálsfestinni og svikum
hans, var ekki þín vegna, heldur
vegna hans. Mér þykir vænt um þig
sem vinkonu, en ég elskaði hann, og
þess vegna, þegar ég læt þig nú
aftur hafa peningana, er það ekki
heldur þín vegna, það er vegna
sonar hans.“
ý’. Með A vitamini.
Hreinsor oq mýl<ir ' ,
k húdina Æ
Hvaft segja 'ilnurnár?'' Er þa* ekkl
undravert að fullorðin kona skuli llta
svona unglega út. Léyndardómurinn er
að hún notar' Rósól-Crem með Á vlta-
mlnl i hverju kvöldi. a
VIKAN