Vikan


Vikan - 25.08.1960, Page 33

Vikan - 25.08.1960, Page 33
einhvern styrk, þegar að því kemur, að þér öðlizt kjark til að slita þessu vonlausa sambanili. Þetta er of auðvelt fyrir hann og of erfitt fyrir yður. Ég held, að þér séuð þegar farnar að gera yðuv það Ijóst. Kær kveðja. Aldís. Aldís mín góð. Það er ekki lengra en liáli't ár síðan að ég var hinn ánægðasti með lílið, hamingju- samur lijá konu og börnum. Nú hel'ur það skeð, að ég hef kynnzt ungri stúlku og er orðinn alvarlega ástfanginn af henni. hér i'innst þetta kannski svolitið einkennilegt, þar sem ég er maður um fimmtugt, en hvernig sem ég reyni að herjast á móti þessari tilfinningu, þá tekst mér ekki að halda henni i skefjum. Nú er svo komið að heilsu minni er i'arið að hraka, og ég linn að ég stend mig ekki í vinnunni sem skyldi. Fjárhagslega tel ég mig ekki nógu vel stæðan til að geta séð fyrir tveim heimilum. Mér finnst þessi stúlka vera eina manncskjan sem ég gæti verið hamingjusamur og sæll með, og hún elskar mig líka mjög heitt. Hvert er þitt álit? G. F. SVAR: Eins og gefur að skilja er mjög erfitt að gefa rúð í þessum efnum fyrir þann sem aðeins heyrir málið frá einni hlið. Margan giftan manninn hefur það hent að verða ástfanginn af annarri konu án þess þó að leyfa þeirri tilfinningu að eyði- Icggja hamingju sína og annarra, heldur látið heiður sinn og heilbrigða skynsemi ráða. Ef þú rannverulega elskar þessa ungu stúlku, þá hlýtur þú að óska henni alls hins bezta, en það er trúa min að lwmingj- una finni hún frekar með manni á símim aldri. Aldursmunurinn á ykkur er allt of mikill. Reyndu að gefa konu l>inni og börnum ulla þína ást, og svo vonum við, að sá tími komi, að þú gerir þér Ijóst að þú varst heppinn að þér skyldi takasl að sigrast á ástríðu sem aðeins var stundarfyrirbrigði. Hún hefði auðveldlega getað eyðilagt líf þilt og fjölskyldu þinnar. Kœr kveðja. Aldís. Kæra Aldis. Þar sem mér finnst meira gaman að fara út að skemmta mér með ungum piltum en ungum stúlkum, hringi ég stundum i einn af kunningjum minum og spyr hann t. d. hvort liann sé með í bió o. s. frv. Mér finnst það ekkert óeðlilegt, og honum finnst það allt i lagi, en hann er anzi oft upptekinn. Ein vin- kona mín álítur að hann segist hara ■> era upptekinn, af þvi að honum finnist þetta frekt af mér. Nú langar mig að vita, hvað þér finnst Aldis min. Sjöfn. Svar: Það ern vitanlegar engar fastar rcglur þessu viðvikjandi, en einhvern veginn fyndist mér það viðknnnanlegra að hann ætti sjálfnr frumkvveðið við og við. Vist er hægt að hafa það notalegt með vinkonum sínum, sérstaklega er þær eiga sameigin- leg áhugamál. Þin Aldis. Aldis mín. Það er nú orðið ineira en ár siðan maður- inn minn fór frá mér til að búa með annarri konu. Fyrst á eftir var ég alveg niðurbrotin, en reií mig svo upp og fékk mér vinnu. Seinna kynntist ég svo ágætis manni, hann vill nú giftast mér strax og ég fæ skilnað. Mér þykir vænt um hann, og þótt hann sé nokkru eldri en ég, hafði ég ákveðið að taka iionum. Þá skeður það, að maðurin minn kennir aftur til bæjarins og vill nú endilega koma 1il min aftur, segir að allt sé búið milli sin og hinnar konunnar og er fullur iðrunar. Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð, því að þótt ótrúlegt VIKAN megi virðast, elska ég ennþá manninn minn, þrátt fyrir þá sorg og þjáningu sem ég hef orðið að þola hans vegna. Það versta er, að mér finnst ég ekki geta treyst lionum. Heldur þú að það sé nokkur möguleiki á þvi að við getum orðið farsæl i hjónahandinu ef við reyn- um á nýjan leik? Með fyrirfram þökk. Guðlaug. Svar: Þú segist elska manninn þinn, og ef ást þín er nógu sterk, getur þú bæði gleymt og fyrirgerfið. Brot hans er alvarlegt, en hefur þó sennilega færl honum heim sann- inn um það, að það ert þú sem hann elsk- ar. Ef þú getur elskað mann þinn þrátt fyrir þetta brot hans og ef þú getur tekið upp þráðinn og byrjað að riýju, án þess að áfellast hann og koma daglega með athuga- semdir, sem minna á þetta, þá skalt þú opna hjarta þitt fyrir manninum sem þú elskar. Aldis. Framhald af bls. 21. „Ég skil þetta ekki enn,“ sagði ég. „Þér skiljið það Þó, lögregluþjónn, að auðveld- asta ráðið til að öðlast trúnað kvenna, er að sýna þeim ástleitni,“ svaraði hann. „Það eykur þeim sjálfstraust, ef einhver er ástfanginr. af þeim, og það gerir þær skrafhreifnari Linda var ekkert frábrugðin öðrum konum hvað það snerti. Ég kann á þeim tökin." „Nú fer ég að skilja,“ sagði ég. „Og um hvað snerist svo þessi frétt?“ Hann lauk úr glasinu og gaf skenkjaranum merki um að fylla það aftur. „Hvaða erindi Fletcher á hingað. Hvers vegna hann tók tvær af spilavítistálbeitunum með sér - og Johny Torch.“ „Handið áfram," varð mér að orði. „Þetta þykir mér forvitnislegt að heyra.“ „Lindu vannst ekki timi til að segja mér sög- una,“ mælti hann. „Kúlan setti þar óvænt enda- púnkt, og nú sjá ánamaðkarnir um sögulokin." „Éinhvers hljótið þér þó að hafa orðið visari?“ Schaffer hristi höfuðið gremjulega. „Þvi er nú fjandans verE að svo er ekki. Ég fékk ekki eyris virði upp í allan Þann kostnað, sein það ævintýri hafði í för meS sér. Ég var að því kominn að vinna trúnað hennar, eða svo fannst mér að minnsta kosti. Kannski að einhver hafi komizt á snoðir um það, sem ekki kærði sig urn að hún léti uppskátt allt, sem hún vissi.“ „Menn eins og Fletcher, eigið þér við?“ „Ekki óhugsandi. En eins og ég sagði, lögreglu- þjónn sæll, Þá er það ekki annað en ágizkun mín.“ Ég lauk úr glasinu svo að skenkjarinn gæti fyllt það aftur. Vonaði að það kæmi á reikning Schafers, eins og kostnaðurinn í sambandi við Lindu-ævintýrið. „Hvers vegna ætti að vera svo mjög fréttnæmt við það, að Fletcher bregður sér hingað?" spurði ég. Schafer glotti. „Hann var síðasti óháði spila- vítiseigandinn í Las Vegas, og samtökin hröktu hann þaðan. Þau keyptu hann til að hætta starf- seminni þar, og ég hef rökstuddan grun um, að þeir hafi orðið að greiða honum ríflega fyrir. Hvað rekur hann þá hingað til borgarinnar, og hvers vegna tekur hann tálbeiturnar tvær með sér? Áreiðanlega ekki sér til hvíldar og hressingar, það liggur í augum uppi. Ekkert er hinsvegar sennilegra, en að hann hyggist halda starfsemi sinni áfram hér, en samkvæmt lögum þá er fjár- hættuspil bannað hér í fylkinu. Þetta er því frétt- næmt í meira lagi, ef maður bara kæmist að því sanna í málinu. Það var þess vegna, að ég fór á fjörurnar við aðra tálbeituna, en þá var þaggað niðri í henni áður en ég verð nokkurs vísari. Þér hljótið að sjá, að þetta er, vægast sagt, dálitið grunsamlegt." „Ég geri ráð fyrir því,“ svaraði ég. „Svo þér álitið, að Fletcher hafi í hyggju að koma sór upp spUaviti hér í borg?“ „Eins og aiít er í pottinn búið, fæ ég ekki skilið að hann geti átt hingað nokkurt erindi annað,“ mælti Schafer. „Það er ekki loku fyrir það skotið, að hann hafði komið sér inn undir hjá einhverjum hérna; einhverjum, sem væri tilleiðanlegur að sjá í gegnum fingur við hann þegar til kæmi." „Þér hafið einhvern sérstakan í huga i því sam- bandi?“ Hann hristi enn höfuðið. „Nei, ekki að svo stöddu. Það var eitt af þvi, sem ég gerði mér vonir um að geta veitt upp úr Lindu.“ „Já, það var slæmt að hún skyldi fara svo fljótt,“ varð mér að orði. „En meðan ég man — hvar voruð þér í kvöld er leið, Schafer'?" Hann glotti sem fyrr. Ég var farinn að halda að þér hefðuð gleymt að spyrja mig þess,“ sagði hann. „Ég var i fréttaleit í einu af úthverfum borgarinnar." „Og voruð þér þar einn á ferð?“ „Oftast nær. Undir miðnættið kom ég svo aftur í ritstjórnarskrifstofuna," svaraði hann. „E’kki er það sérlega góð fjarvistarsönnun.” „Þarfnast ég fjarvistarsönnunar?” „Það gæti farið sVo,“ svaraði ég. „Jæja, þér hugleiðið þetta, ásamt öllu því sem þér hafið ekki sagt mér enn. Það er ekki að vita nema yður snúist hugur og Þér gerist opinskárri.” Að svo mæltu lauk ég úr glasinu og reis á fæt- ur. Hann leit á mig, og það lá við sjálft að ótta brigði fyrir í svip hans. „Eruð þér að fara?“ spurði hann. „Rétt tilgetið,” svaraði ég. „Ætlið þér ekki að borga áður en þér farið?" „Þér getið sett Það á kostnaðaireikninginn í sambandi við Linduævintýrið.” Ég gekk snúðugt út úr bjórstofunni og settist inn í bílinn. Klukkan var nokkrar mínútur yfir hálfellefu. Það hafði tekið mig hálftíma að nasa það upp hvar Schafer vann, og tuttugu mínútur að finna bjórstofuna, þar sem hann sat að sumbli. Hann átti það ekki nema skilið að borga fyrir hressinguna. Klukkan var fimm mínútur yfir tólf Þegar ég kom aftur í skriístofu lögreglustjórans. Annabella Jackson, ljóshærði engillinn, sem telur sjálfri sér trú um að hún sé vélritunarambátt stofnunar- innar og verndarengill minn í hversdagslegustu freistingum lífsins, leit upp frá ritvélinni. „Lög- reglustjórinn er farinn heim,'og ekki væntanlegur aftur fyrr en einhverntima seinna í dag,“ sagði hún. „Hamingjunni sé lof,“ varð mér að orði. „Ann- ars var það hann Polnik, sem ég þurfti að hitta.’ „Hann er ókominn enn.“ „Kannski að hann liafi haít ókeypis hádegis- verð upp úr krafsinu, þarna í veitingahúsinu," sagði ég. „Hvenan' eigum við tvö að borða sam- an næst?“ „Ég hef ekki lokið enn námskeiðinu í sjálfs- varnarglímunni," svaraði Annabella. „Og ég hætti ekki á það að vera ein með þér aftur fyrr en ég hef að minnsta kosti einhverja von um að geta varizt falli.“ „Hvað er að heyra það tarna, elskan,” mælti ég fúllur iðrunar. „Getur það átt sér stað, að þú treystir mér ekki fullkomlega?” Framliald í nœsta blaði. — ISkál ... i) iii áraumaittúlkunni rninni!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.