Vikan


Vikan - 17.11.1960, Page 10

Vikan - 17.11.1960, Page 10
Hér sjáum við svipmynd úr eldhúsi flugvélarinnar. Flug- freyjan er önnum kafin að framreiða lostætið, sem brátt verður borið fyrir farþega. <1 Myndin þarfnast tæplega skýringar. Hér sjáum við, hvað framreitt er á máltíð- um fyrir hvern einstakan farþega. Engin undur, að gott þykir að fljúga með Loftleiðum. Verðlaunakeppnin mun standa yfir í sex blöðum, og þeir, sem vilja taka þátt í henni, eru beðnir að halda saman öllum úrlausnum og senda þær í einu lagi til blaðsins að keppninni lokinni. Lausnir verða því að- eins teknar til greina, að þær séu skrifaðar á getrauna- seðilinn, sem prentaður er í hvert blað og hægt er að klippa út. Lofleiðir veita farþegum sínum margvíslega fyrirgreiðslu þeim að kostnaðarlausu, frá því er þeir leggja af stað og unz komið er á leiðarenda. Þeir fá ýmiss konar veitingar um borð í flugvélunum, jafnvel koníak með kaffinu, mat og drykk á áningarstöðunum. Þeir fá blöð og tímarit að lesa sér til dægra- styttingar — að ógleymdri samfylgd hinna góðkunnu flug- freyja félagsins. Enda þótt farþegum sé ekki gert að greiða sérstök gjöld vegna þessa, þá kostar þó öll þessi fyrirgreiðsla félagið vitan- lega mikið fé. Getraunin fjallar um þetta atriði að þessu sinni, og Vikan spyr: ! i í ! • Hve mikið greiddu Loftleiðir < fyrir farþega- þjónustu árið 1959: Kr. 7,937,838,28 - 8,355,671,25 - 8,958,775,30

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.