Vikan


Vikan - 17.11.1960, Qupperneq 13

Vikan - 17.11.1960, Qupperneq 13
Útsýni yfir Stokkhólm, borg hinna bláu vatna. BRUGÐIÐ DEIK V. Óskar Aðalsteinn: BORG HINNA BLÁU VATNA Hraðlestin ber okkur með ofsa- hraða yíir þvera Svíþjóð, frá Karl- stað til Stokkhóims. Við húum á Domus, nýlegum stúdentagarði. Þetta er mikið hús, iburðarlaust, en með ölium þeim þægindum, sem nútimamaður fær framast kosið sér. Hér er maður strax eins og heima hjá sér. Þó gæti maður vel átt til að fara villur veg- ar um ganga og rangala þessa stórliýsis, ef mann langaði til að endurtaka þann leik. Annars heillar lyftan mann kannski meir en flest annað i þessu ágæta húsi. Ég fer oftar upp og niður i lyftunni en þörf krefur. Og nú kemur mér í hug sagan af gamla sænska kóng- inuin, sem lék sér við það á sín- um síðustu hérvistardögum að fara upp og niður i lyftunni. Éftir svipstund er ég kominn í snertingu við það nýjasta í útvarps- tækni: sjónvarpið. Það er útvarpað og sjónvarpað frá stórleik i knatt- spyrnu. hviar eiga hér í höggi við skæða erlenda kcppendur. Myndin er mjög skýr. Maður er raunveru- lega staddur uppi á „velli“. Það er kyrrt og hlýtt í veðri. Gluggar í næstu húsum standa opnir. Og mað- ur hæði heyrir og finnur, hvernig fólkið i hverfinu fylgist með leikn-' um. Þegar óvinurinn nálgast mark Sviþjóðar, gýs upp óánægjukliður i hótelinu og húsunum 1 kring, en þegar Svíar skora, dynja og giymja fagnaðarópin fyrir eyrum manns. Borgin á hólmunum hrópar siguróp. Ég er með þeim fyrstu niður í lyftunni næsta morgun. Það á að sýna okiiur borgina. Ég má ekki gleyma að nefna ráðhúsið. Það er múrsteinskastali, sem stend- ur við vatn og spegiar sig í vatninu —eins og raunar flest hús i þessari borg hinna hiáu vatna. I þessu ráð- húsi eru þvi miður engin hrúðhjón að ganga upp og niður hvitar marm- aratröppur eins og hjá þeim i Osló. Annars er það hvað merkilegast við þetta musteri, hversu snilldar- lega arkitektunum hefur tekizt að vinna úr múrsteininum. Hér er múrsteinninn víðast hvar „ófalinn“, en hvarvetna hlaðið þannig, að úr verður sviphiein, myndræn heild. Mig langar að skjóta þvi hér inn, að maður hefur ekki verið nema svo sem i 10 minútur um kyrrt í Stokkhólmi, þegar maður sanniærist um það, að t'átt sé eítirsóknarverð- ara en eiga sér svoiitið hús, sem stendur við vatn. Og húsið speglast i vatninu, og hús nágrannans spegi- ast líka í vatninu. Það eru spegl- anir og aftur speglanir. Og af þvi að þú elskar konuna þina, þá þykir þér fátt unaðslegra en að horfa á spegiimynd hennar i vatninu. Én nú eigum við að skoða kon- ungshöllina. Þegar við komum þar, verður konu kaupmannsins okkar að orði: — Eg vildi ekki búa hér svo mik- ið sem einn dag. Það er svo kulda- legt og óheimiiislegt í þessum hoilum. Aldursforsetinn er eitthvað að tauta við hlið mér: — Já, hvað er það, gamli? spyr ég. — Er ekki heyrnin i lagi? spyr hann á móti. — Jú, mikil ósköp. —■ Jæja, það fór hetur. En ég var að segja, að við fengjum víst ekki að sjá neitt af konungsslekt- inu. — Nei, það er með öllu vonlaust, anza ég. — JDatt mér ekki í hug, segir sá gamii og hiær viö. — Hér eru óteij- anoi mottoKusaiir, og her eru rnarg- ir hestnurðir af rokókódóti, en stórmaktirnar láta ekki sjá sig, svo að þetta er eins og lijailur, sem vantar í skreiðina. Hér i horg — eins og raunar i öllurn meiri liáttar menningarmið- stöövum heims — er fjoidinn ailur af söi'num, einstaka svo stór og yfirgripsmikil, að manni dettur helzt i hug, að þau eigi sér hvoriti upphaf ne endi írekar en eihiðin. Kvenfólk hefur lika unnvorpum hnigið niður meðvitundarlaust af þreytu i svona soliium og ekiti náð sér aftur, fyrr en húið var að hera það út undir hert loft. Kvenfóikið okkar vill vist sem minnst eiga á hættu hvað þetta snertir. A. m. k. tekur það aðalverzlunarhverfi horg- arinnar fram yíir söfnin. En hver hefur heyrt sagnir af því, að konur verði rniður sin af þreytu og van- RáóhÚ8ÍÖ í Stokkhólmi. • — ■ : Það er svo óskaplega ódýrt að kaupa úti, sagði kvenfólkið og komst í ham. Ó, þúsund kjólar. Hvað á ég að gera? Þessi hvíti þarna með hárauðu legg- ingunum, hann er fyrir mig, mína mjódd, mína hæð. Og þessi hattur þarna, — hefurðu séð nokkuð sætara? Og þessi ráptuðra eins og tromma, — hef- urðu séð nokkuð smartara? Og, guð minn góður, — hvað hér fæst af perl- um og nælum og armböndum ... Stokkhólmur er mjög falleg borg. Nýtízku háhýsi speglast l vötnunum.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.