Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 2
Skemmtikraftar með jarðarfararsvip
Vika mín góð.
Mig langar aö lauma að þér nokkrum orSum
um danshljómsveitirnar okkar hér í höfuSstaSn-
um. Þær eru nú orSnar æSi margar og aS von-
um eins misjafnar, en eitt eiga þær allar sam-
eiginlegt, hvort sem þær eru lélegar eSa góSar:
Hljómsveitarmennirnir eru allir eins og steyptir
í eir eSa þá eins og þeir séu viS jarSarför.
Þarna standa þidir, mennirnir sem eiga aS
skemmta fólkinu, gersamlega hreyfingarlausir,
meS munnvikin lafandi niður og fýlan skín út
úr þeim. Væri ekki hægt að koma því inn í gegn
um hinar þykku höfuðskeljar þeirra, að til þess
að skemmta fólkinu verða þeir að vera svolítið
skemmtilegir sjálfir. Þeir ættu t.d. aS taka Los
Paraguayos sér til fyrirmyndar, það eru karlar
sem ekki eru grónir við gólfiSI
L. A.
Við höfum fengið fleiri svipuð bréf um
svipað efni, og svo er að sjá sem almenn ó-
ánægja ríki með þessa hlið hljómlistarmann-
anna okkar, sem annars eru viðurkenndir
sem allgóðir spilamenn, a.m.k. flestir þeirra.
Rétt er það, óskandi væri að þeir sýndu svo-
lítið meira líf á sviðinu, væru bæði hreyfan-
legri og kátari í allri framkomu.
Leynivínsala
Sæll Póstur!
Ég þakka þér allt gott og skemmtilegt, sem þú
hefur flutt, en hitt máttu liirða sjálfur. Fólk er
að tala um sprúttsalaplágu, og lögreglan er alltaf
á harðahlaupum eftir þessum greyjum, sem að
mínu áliti og margra annarra eru ómissandi, en
hvernig ætla laganna verðir að komast fyrir það
meðan Ríkinu er lokað á stundinni 6. Ef Ríkið
væri opið, við skulum segja eins lengi og dans-
húsin, þá mundi þetta stórminnka, ef ekki hverfa
alveg, öllum aðilum til stóraukinna þæginda, að
ég 'tali nú ekki um verðmuninn, og hann er
ekkert lítill. Verð á réttu er kr. 170 en á svörtum
240 (brennivín).
Með þökk. TogarasjómaSur.
Ég var að hugsa um að hirða þetta sjálfur,
en sá mig um hönd á síðustu andrá. Mér
sýnist sem sé, að þú sért ekki alls kostar á-
nægður með sprúttsalapláguna sjálfur, þar
sem þú ræðir um leið til bótar á henni. Þessi
leið hefur verið rædd áður, eins og þú vænt-
anlega veizt en ég hef ekki heyrt að fram-
kvæmd á henni sé í nánd.
„Forskot"
Heiðraði lesari!
Mér finnst, að þeir, sem búa utan Reykjavíkur
liafi ekki sambærilegar vinningslíkur við þá er
i Reykjavík búa og hafa Listasafn ríkisins við
hendina, ef svo mætti segja. Ekki efast ég um,
að blað yðar er ekki siður keypt úti á landi. en
í Reykjavík, og ætti þessvegna að gefa öllum
jafnar líkur, en ekki svona „forskot" fyrir Reylc-
víkinga, svo margt annað hafa þeir fram yfir
okkur, þó að jafnágætt blað og Vikan fari ekki
einnig að hlaða undir rassinn á þeim.
Vertu blessaður
Gestur Kristinsson.
Suðureyri,
Súgandafirði.
Mig minnir, að ég hafi svarað svipuðu bréfi
í síðustu viku, eða vikunni þar áður, og hef
sáralitlu þar við að bæta. Þó sakar ekki að
geta þess, að það er staðreynd að Vikan er
mun meira keypt í Reykjavík en annars
staðar á landinu, svo nærri lætur að 80—90%
af kaupendum blaðsins séu búsettir í Reykja-
vík. Það má því með sanni segja, að Reyk-
víkingar „hlaði undir rassinn“ á Vikunni, en
ekki Vikan „undir rassin“ á þeim.
Sögurnar vantar
Kæra Vika.
Ég er I miklum vandræðum og þess vegna
langar mig til að biðja þig um að hjálpa mér.
Nýsmíði - Skipa- og vélaviðgerðir
Vélaverzlun
HÉÐINN VÉLAUMBOÐ annast VÉLAKAUPIN.
og tæki á hagstæðustu verði.
— Leitið því til vor með vandamál yðar á sviði
Hvers konar vélar
véltækninnar
HÉÐINN
hefur um árabil leitazt við að vera í fararbroddi.
íslenzkrar tækniþróunar
~ HÉÐINN =
Ué€cjU/n£oð
Seljavegi 2 — Reykjavík — Sími 2 42 60 (10 línur)
2 VIKAN