Vikan


Vikan - 22.12.1960, Side 8

Vikan - 22.12.1960, Side 8
Dr. Asprín: Ljós í myrkri Jólin eru ljósgjafi skammdegisins. Þegar dagsbirtan þver að aflíðandi hádegi og veður eru válynd, stafar jólahátiðin birtu, sem jafnast á við sólarganginn um Jónsmessu- leytið. Flestir eru að einhverju leyti önnum kafnir við undirbúning, og þótt menn telji ekki dagana með svipaðri ákefð og i æsku, þá hugsa margir gott til þeirrar hvíldar, sem jóladagarnir veita eftir undangengið amstur. Sumir segja raunar, að liúsmæðurnar séu svo að þrotum komnar, þegar jólin renna upp, að þær þurfi margar vikur til þess að jafna sig, og þess munu allmörg dæmi, að fjárhagurinn hefur þurft enn lengri tíma til að ná sér. Sú staðreynd, að forfeður okkar héldu jól á svipuðum tíma löngu fyrir kristni, sýnir, að þeim hefur fundizt þörf fyrir dagamun, þegar skammdegismyrkrið var svartast. Þá voru lika lengri dagar í nánd og ástæða til að fagna. Annars hlýtur viðhorfið til myrk- ursins að hafa breytzt. Nú er það undan- tekning, að byggð ból séu ekki raflýst; svo ákaflega hefur makt myrkursins látið undan síga, að draugar eru úr sögunni og yngra fólk þekkir ekki myrkfælni nema af afspurn. Þegar myrkrið er hætt að valda óþægind- um, er ástæðulaust að syrgja bjartar nætur og langa daga. Við kunnum þá væntanlega mun betur að meta þá árstlð, þegar sólar- hringurinn er lengstur. Skammdegið er lika hrífandi á sinn hátt eins og allar árstíðir. í raun og veru er hver árstið fegurst: Á haustin finnst manni óhugsandi, að annar tími skari fram úr, litirnir bókstaflega skera í augun. Svo er þessi höfuga ró yfir haust- inu eins og virðulegu gamalmenni. Vorið er edns og ungviði, ferskt og lifandi, og veturinn býr yfir ferskum hreinleika. Það er ævin- lega vanhugsað að syrgja þá árstíð, sem liðin er. í okkar ágæta landi eru blæbrigði veðurs og birtu svo mörg og mögnuð; það er alltaf eitthvað forvitnilegt á ferðinni í þeim efn- um. Jólin hafa algera sérstöðu meðal hátíða, ef til vill sökum þess, að þau eru öðru frem- ur hátíð barnanna, og allir hafa börn verið. Það lifir lengi í þeim glæðum, sem kveiktar voru í barnssálinni. En heimur versnandi fer, og samkvæmt þessu sígilda kjörorði full- tíða manna er nú annar og óæskilegri svipur á jólunum. Það finnst þeim að minnsta kosti, sem muna æskujól fyrir nokkrum áratugum. Þeir leyfa sér að draga í efa, að blessuð börnin hafi hugmynd um tilefni jólanna, því að það muni hafa gleymzt að segja þeim frá því í öllu annríkinu, enda sé börnum það nóg að fá gjafir. Þetta kann að vera til, og Framhald á bls. 40. IM O R G U N vaknaði ég fyrir allar aldir, og áður en ég er komin til fullrar meðvit- undar, veit ég, að eitthvað óþægilegt liggur í loftinu, — eða öllu heldur, ég veit, að ég þarf nauðsyniega að gera eitthvert ákveðið verk, sem þolir enga bið. Svo vakna ég alveg, opna augun og rýni út í svart skammdegismyrkur herbergisins. Hugsunin smáskýrist, að svo miklu leyti sem hún er fær um slíkt svo snemma morguns,---------og þá veit ég það: Það er bara hálfur mánuður til jóla, og ég á allt eftir að gera, — eins og ég ætlaði þó að vera snemma í því í ár. Ég hef óljósan grun um, að ég hafi einhvern tíma áður hugsað þetta sama, — já, ég er sannfærður um, að ég hafi einmitt fyrir jólin í fyrra lofað því statt og stöðugt, að fyrir næstu jól skyldi ég vinna af skynsemi að öllum jólaundirbúningi. Já, ég held meira að segja, að um jólin þar áður hafi ég lofað þessu sama, gott ef ekki líka jólin þar á undan, ■— eða hamingjan má vita, hve oft ég hef lofað og svikið. Otkoman hefur sem sé alltaf orðið hin sama eða nánar tiltekið: Hálfum mánuði eða þremur vikum fyrir hátíðina hef ég vaknað upp við vondan draum: jólin að koma, og allt, sem ég hef ætlað að gera, er enn ógert. Ég rýk fram úr rúminu, staðráðin í því að láta nú til skarar skríða. Ég klæði mig í flýti, og án þess svo mikið sem að renna augunum til kaffi- könnunnar næ ég mér í blýant og blað, því að sjálfsagt er að hafa reglu á hlutunum, skrifa niður allt, sem á að gera. I efstu línuna skrifa ég stórum stöfum þessa frumlegu djúpt hugsuðu setningu: Það, sem ég þarf að gera fyrir jólin. Svo sting ég blýantinum upp í mig, því að ég er svo eftir mig, þegar ég hef skapað þetta lista- verk, að ég neyðist til að hvíla mig stundarkorn. Ég stari hugsandi á myndina, sem hangir á veggn- um fyrir framan mig. Merkileg mynd reyndar, — ég hef eiginlega aldrei séð hana fyrr en núna, nldrei gefið mér tíma til að horfa á hana. Hvað skyldi annars málarinn hafa meint með þessari mynd? Nokkrir rauðir og bláir tiglar innan i gulri kúlu. Þrjú svört skástrik til hægri við kúl- una, tvö til vinstri. Maður og kona svífandi fyrir ofan í áttina til sólar. Confession, heitir hún. Confession, — já, einmitt, það heitir hún. Kannski eru svörtu strikin syndirnar, tiglarnir iðrunin og játningin. — — Æ, hvað er ég annars að hugsa? Ég, sem ætlaði að fara að skrifa minnislistann fyrir jólin. Ég held nú reyndar, að ég hafi skrifað sams konar lista í fyrra, en sleppum þvi. Hvað er það nú, sem ég þarf að gera? Hitt og þetta, þetta og hitt, nefnilega hundrað hluti, og þar af áreiðanlega 99 hluti, sem hægt væri að gera á miklu heppilegri tíma en einmitt á þessum tveimur vikum fyrir jól. Ég skrifa og skrifa, og að lokum hlýtur iist- inn að ná umhverfis jörðina. Hamingjan hjálpi mér, þetta er hræðilegt. Hvernig kemst ég yfir þetta allt saman? Ég hugsa og hugsa, svo að það brakar í höfðinu á mér, og ég tek að lokum stór- kostlega ákvörðun. Þetta skal verða í síðasta sinn, sem ég haga mér svona heimskulega. Ég lofa því og skal efna það, hvað sem fyrri lof- orðum og svikum líður, og nú næ ég mér i fleiri blöð og held áfram að skrifa. Ég undirrituð, sem er höfundur þessa merka plaggs, lofa eftirfarandi: 1. Að gera hreint í september eða október í staðinn fyrir seinustu viku fyrir jól. 2. Að kaupa jólagjafir handa vinum og vanda- mönnum, Þegar ég kem auga á hentugan hlut, þótt svo það sé um mitt sumar. 3. Að láta mér ekki detta í hug að fara að sauma eða útbúa skraut tveimur eða þremur dögum fyrir jól, bara af þvi að ég hef verið svo heimsk að íara að blaða í nýútkomnum viku- blöðum. 4. Að falla ekki í freistni, þó að ég heyri í út- varpinu einhvern daginn í desember svohljóð- andi auglýsingu: —• Húsmæður, málið sjálfar eldhúsið fyrir jól. Gelum afslátt af allri máln- ingu, sem keypt er í þessari viku. — F.ða: Húsmæður, vorum að fá sérlega falleg og ódýr efni, hentug í morgunkjóla, eldhúsgardínur, eða skriðbuxur á yngsta barnið. Sanngjarnt verð. 5. Að skrifa á öll jólakortin, bæði innan lands og utan, þegar fyrsta desember. 6. Að baka gömlu eftirlætiskökur fjöiskyldunnar og láta ógert að baka nýjar og óvissar upp- skriftir, sem enginn kann að meta. 7. Að hugsa ekki um að sáuma ... Ailt i einu er kyrrð þessarar morgunstundaf rofin af háværri og slcerandi hringingu. Ég hrekk við og missi blýantinn á gólfið. Hver getur verið að hringja núna? Klukkan ekki áttá. Það hlýtur að vera vitlaust númer, því að aílir viriir mínif vita, að ég er mesta svefnpurka og þvi ekki sáiri- talshæf fyrr en í fyrsta lagi klukkan tiu. Ég tek samt heyrnartólið og þekki samstundis rödd Kötu. — Eygló, ég varð að hringja, þegar ég sá ljós- ið i glugganum hjá þér. — Katrín, vinkona mín, býr á tíundu hæð í einu af háu húsunum hér fyrir ofan og sér vitt um veröld. — Hvað kemur til, áð þú ert komin á fætur svona snemma? Er nokkur veikur hjá þér? — Hver segir, að ég sé komin á fætur, segi ég og hlæ, því að ég kemst alltaf í gott skap, Þegar ég tala við Kötu. — Æ, þú ert ómöguleg, geturðu aldrei verið alvarleg? — Jú, jú, fyrirgefðu, Kata mín, það er ekkert að hér. Ég fór bara á fætur til að skipuleggja jólaundirbúninginn. — Jæja, ekki annað. — Ekki annað, segirðu. Það er nú ekki neitt smáræðisfyrirtæki að halda jól nú á dögum. — Satt segirðu, mín kæra. Þú ert svei mér skýr í kollinum. Þú ættir bara að venja þig á að fara oftar svona snemma á fætur. Hver veit, nema þér takist þá með tímanum að leysa heimsvanda- málin. — O, þú mátt hæðast að mér, segi ég rólega, — en ég var í þessu að taka mikilvæga ákvörðun. — Jæja, segir Kata, og hlutleysið í röddinni leynir sér ekki. — Já, og þú ættir að gera slikt hið sama, segi ég ákveðin. •— Maður þarf þó ekki alla sína ævi að haga sér eins og kjáni. —• Nú, hvað er þetta? Ég fer bara að verða forvitin. — Já, góða mín, hlustaðu á mig. Strax og þessi jól eru liðin, ætla ég að byrja á undirbúningi undir næstu jól, og þá skaltu sjá, að ég verð ekki á síðustu stundu með allt eins og núna og undan- farin ár. Nú er röðin komin að vinkonu minni að hlæja, og það er ekki nein smáskvetta, — nei, ekki al- deilis, hún blátt áfram veinar. En þar sem ég skil hvorki upp né niður í hegðun manneskjunnar, bíð ég bara róleg og steinþegj- andi eftir, að renni af henni, og loks stynur hún upp á milli hláturshviðnanna: — Ég hef aldrei á ævi minni vitað betra. — Nú, hvað er að þér, hvað er svona hlægilegt? segi ég, og það er ekki laust við, að sé farið að siga í mig. — Það er svo hlægilegt, að Þú skulir ætla að undirbúa jólin 1961 um jólin 1960, að ég veit ég dey úr hlátri. — Nú, þvi þá það? Mér finnst þetta einmitt mjög snjöll hugmynd. — Já, já, mjög svo. E'n ég sjálf, Katrin Skafta- dóttir, tók sams konar ákvörðun í fyrra með þeim árangri, að núna á ég allt eftir að gera eða næst- um allt, og aftur byrjar vinkona mín að hlæja. — Hættu þessum hlátri, segi ég með þjósti, þvi að nú Þoli ég ekki meira. — Þótt þú standir ekki við loforð þín, er ekki þar með sagt, að ég geti ekki haldið mín. — Hægan, hægan, væna mín, þetta er sko hreint ekki eins auðvelt og Þú heldur. Heyrðu annars, máttu vera að þvi að hlusta á mig? Ef ég hef þá ekki sagt þér þetta allt áður. — Látum oss heyra, segi ég og hef nú alveg gleymt allri reiði. — Já, á aðfangadagskvöld i fyrra tókum við Kalli mikilvæga ákvörðun rétt eins og Þú áðan. Þannig var mál með vexti, að þegar við vocum orðin ein og krakkarnir sofnaðir, var ég svo þreytt, að ég var bókstaflega búin að vera. Heim- ilið var allt á öðrum endanum, það gat enginn séð, að ég hefði vakað alla síðustu nótt við að þvo og snurfusa. Þú kannast við þetta, síðan krakkarnir þínir voru litlir. Jólagjafir hingað og þangað á stólum og borðum, jólapappír, karamellu- og konfektbréf eins og fjaðrafok á gólfinu, ó- hreint leirtau í eldhúsinu og fuilir öskubakkar, hvert sem litið var. Meðal annarra orða, finnst þér ekki fáránlegt, aö ég skuli alltaf þurfa að hafa fjölskylduna hans Kalla Þetta kvöld? Ég samþykki þetta með því að kinka kolli, þó að enginn sjái það, Því að ég veit, að ég kemst hvort eð er ekki að með orð. Vinkona min heldur áfram: — Allt hafði auðvitað gengið á afturfótunum þennan aðfangadag og lika dagana á undan. Þú manst, að bara nokkrum dögum fyrir jól keypti ég gardínur fyrir alia gluggana. Það var einhvers konar jólaútsala i Feldinum, og auðvitað var ég miklu lengur að sauma þær en ég bjóst við. Oían Q vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.