Vikan - 22.12.1960, Qupperneq 9
á allt bættist svo Það, að ég sá í dönsku blaði
myndir af svo „smart“ púðum, sem ég varð að
sauma. Blessuð góða, hreinasta vitfirring auðvit-
að, en svo sannarlega borgaði það sig. Þú hefðir
bara átt að sjá svipinn á mágkonum mínum, þeg-
ar þær sáu alla dýrðina. Æ, þú, veizt nú, hvernig
þær eru. En sem sagt, þarna sem við sátum mitt
í öllu draslinu og vissum ekki okkar rjúkandi
ráð, segir Kalli spekingslega: Öll þessi endemis-
læti fyrir jólin og um jólin ætti að banna með
lögum, að minnsta kosti ætti að skipuleggja allan
undirbúning nákvæmlega. Já, þetta sagði Kalli,
þú veizt nú, hvernig hann er, vill alltaf skipu-
leggja alla hluti. Nú, svo ræddum við málið frá
öllum hliðum og ákváðum loks, að á næstu jólum
skyldi þetta verða öðruvísi. Og við létum ekki
sitja við orðin tóm. Kalli settist við ritvélina og
bjó langan lista yfir allt, sem við ætluðum að
gera, og allt, sem við ætluðum ekki að gera, og
þar voru efst á blaði alls konar ákvarðanir við-
víkjandi fjölskyldu Kalla, svo sem eins og að
hætta að hafa hana í kaffi á aðfangadagskvöld
og líka leggja niður þann ljóta vana að reyna
sí og æ að gera eitthvað, sem aðrir kunna að
öfunda mann af. Þegar á þriðja í jólum hefjast
svo sjálfar framkvæmdirnar með því, að Kalli
kaupir helling af jólakortum og skrifar á þau.
— En sniðugt hjá ykkur, get ég skotið inn i,
svona rétt á ská, meðan Kata kastar mæðinni.
— Já, þú segir það, hlær vinkona mín. — Við
gerðum bara annað, sem var ekki alveg eins
sniðugt, við létum kortin nefnilega á svo góðan
stað, að við getum hvergi fundið þau. Við erum
búin að umsnúa öllu, og nú er ég farin að hallast
að því, sem Kalli heldur fram, að ég hafi kastað
þeim eða bara sent Þau strax. Þvílikt grín. Ég
hefði viljað sjá framan í vini okkar, þegar þeir
fengu kort númer tvö frá okkur eftir jólin. Ann-
ars hefðum við nú samt þurft að skrifa nokkur
upp aftur. T. d. fluttu þau Sigrún og Hans í sum-
ar, eins og þú veizt, svo að á þeirra korti var
vitlaust heimilisfang, og Ella og Grimur eru í
Kaupmannahöfn, svo að þeirra kort hefði líka
farið í tunnuna, og Jóhannes er giftur, og eitt-
hvað fleira var það nú. En hvað er þetta á móti
því, sem skeði í gær. Tengdamamma átti afmæli,
og það fyrsta, sem ég rak augun i, þegar ég kom
til hennar, var dúkur, sem hún sagði, að Lilja
hefði gefið sér. Hugsaðu þér bara, — i sumar
keypti ég sams konar dúk handa henni i jólagjöf.
Þvílikt reiðarslag. Heyrðu, getur þú ekki keypt
dúkinn af mér? Þá hefurðu jólagjöf handa ein-
hverri. Ég vildi gjarnan hafa hann sjálf, en
tengdamamma er ekki af þeirri sortinni, sem sætt-
Ir slg við, að aðrir í f jölskyldunni skarti með sömu
hlutunum og hún. Meðal annarra orða: Það getur
verið, að ég fái agalega fína kökuuppskrift hjá
Ollý, hún fékk hana hjá mágkonu sinni, þessari
amerísku. Ef ég fæ hana, skal ég gefa þér hana,
viltu það?
— Já, blessuð gerðu það, það er svo gaman
að bera fram nýjar kökur í jólaboðunum.
— Já, ég hlakka svo til að heyra, hvað mág-
konurnar segja um hana, hún er víst agalega
sérkennileg.
— Mágkonurnar, varstu ekki búin að ákveða
að gefa þeim fri á jólunum?
— Jú, en blessuð vertu, það yrði svo mikil
sprenging, að ég þori ekki að fara út í Það. Heyrðu
annars, hvernig finnst Þér ég ætti að hafa eld-
húsið? Okkur langar svo til að mála það fyrir
jólin.
Ég ætla að fara að segja, að mig langi mest
til að mála mitt eldhús rautt og grátt, en þá
hrópar Kata:
— Hamingjan hjálpi mér, hvað er ég að hugsa,
— ég, sem ætla að skreppa ofan i bæ. Það á að
selja svo „smart“ jóla-plastefni í dúka og eld-
húsgardínur hjá Haraldi. Ég verð að ná mér í
nokkra metra. Bless, ég tala við þig seinna.
Jólasaga eftir Guðnýju Sigurðardóttir:
uðLij^ að jölUm
Eftir jólin i fyrra
lofaði ég sjálfri
mér að gera jóla-
hreingerninguna í
september, og kaupa
jólagjafir á miðju
sumri í stað viku
fyrir jól, að skrifa
öll jólakortin fyrsta
desember og siðast
en ekki sizt að láta
mér ekki detta i
hug að mála eld-
húsið fyrir jólin.
f efstu línuna skrifa ég stórum stöfum þessa frumlegu og djúpt hugsuðu setningu: Það, sem
ég þarf að gera fyrir jólin.
VllíAtf 9