Vikan


Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 12
— Af hverju viltu kaupa þessa diska, mamma — þetta eru bara venjulegir diskar alveg eins og hinir, sem við eigum. Mér finnst heldur, að við ættum að koma þarna hinum megin í búðina, þar sem bílarnir eru. Ös í Rammagerðinni, og Haukur hefur varla undan að afgreiða. Sumir tvístíga og sýna önnur ytri merki um óþolinmæði, aðrir skima um hillurnar og gefast upp, ef þeir fá ekki afgreiðslu strax, og fara út. Þeir hugsa sér að koma seinna eða þá að þetta fáist í annarri búð, þar sem ekki sé eins mikið að gera. Snjórinn hleðst á bílana í Tryggvagötunni, og gegnum logndrífuna sjáum við flagg- skip íslenzka flotans, Gullfoss, sem er nýkominn að bryggju, Úti er hráslagi og slydda, en niðri við höfnina gengur lífið sinn vana- gang fyrir því. Enn er jólagóss á ferðinni, sem þarf að komast í búð- irnar, og skipið verður að halda sínu striki þrátt fyrir jól. Það virtist vera blautt verk og kalt að taka á móti vörunum og raða þeim á bílana, en þeir eru öllu vanir á eyrinni. Það var einmitt svona skál, sem mamma var að tala um, að sig vant- aði. Hún kostar sextíu krónur, og ég á ekki nema þrjátíu. En ég má ekki láta mömmu vita af því, heldur verð ég að afla mér peninganna ein- hvern veginn öðruvísi. Kannski hjálpar pabbi mér, og kannski get ég farið og selt blöð. En þá er bara, að skálin verði ekki farin. Jólaös í einni af kjörbúðum bæjarins. Jafnvel á jól- unum eru ekki allir heiðarlegir, segja þeir í kjör- búðunum. Ef menn hafa einhvern óhreinan tilgang, þá fara þeir helzt, ef margt er um manninn. Við komum inn til verzlunarstjórans, og einmitt f þeim svifum var komið með mann inn til hans, sem stað- inn hafði verið að því að taka ófrjálsri hendi. Hann kenndi um fátækt. Austurstræti er eins og stórfljót, nema hvað straum- urinn hefur ekki einstefnu. Þetta er fyrir utan kjör- búð SIS, og birtan úr stórum gluggum verzlunar- innar lýsir upp götuna fyrir framan. 12 yjKAN.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.