Vikan - 22.12.1960, Side 13
færandi varning og farþega
heim. I snjómuggunni verður
skipið að ævin(;ýralegri stærð,
torráðið á svipinn.
<] Jólastemmning í miðbænum. Það
var sannkölluð hundslappadrífa,
en snjórinn varð fljótlega að
krapi í hjólförunum. Undarlegt
þetta ineð snjóinn og jólin. Jafn-
vel þar sem aldrei snjóar, er
reynt að búa til einhvers konar
eftirlíkingu af snjó. Þetta stafar
kannski að einhverju leyti frá
póstkortunum, sem sýna okkur
litlar kirkjur, kaffentar. Hvenær
hefur sézt auð jörð á jólapóst-
korti? Við höfum iíka lesið það
einhvers staðar, að upphafið að
þessu rnegi rekja til Charles
Dickens. Hann lýsti svo hugnæm-
um jólum með mjúkri snjóbreiðu,
að síðan hafi mönnum þótt miklu
jólalegra að hafa snjó. Jafnvel
hér á íslandi gelur brugðizt til
beggja vona með snjó á jólum.
Svo voru það jólakortin, sem ég
átti að kaupa. Mamma sagðist
þurfa að skrifa fimmtíu jólakort,
og ég hugsa, að ég fái þau hér.
V
.{• Það eru ekki Islendingar á
' [ískemmtireisu, ef þeir gleyma að
'koma í næturklúbb. Maðurinn finn-
ur það, sem hann leitar að, og fær
það, sem hann óskar, — víst um það.
Og við komum í næturklúbb síðasta
kvöldið okkar í Stokkhólmi. Bar-
þjónninn er blökkumaður, í hárauð-
um jakka og með stóra silfraða
flautu í trantinum. 1 hvert sinn, sem
hann skenkir á glösin, blæs hann í
flautuna og hringir klukku, sem
hangir yfir skenkiborðinu:
— Maður er að taka út sumar-
leyfi fyrir þrjú næstu ár, segir kaup-
maðurinn okkar.
Einhver í hópnum hefur orð á því,
að klukkan sé orðin margt og að
við eigum langa bílferð fyrir höndum
að morgni. Þá segir aldursforsetinn:
— Hvað heyri ég? Hver vill ekki
vaka lengur?
Og eins og að líkum lætur, þá vilja
allir vaka lengur. En að morgni er
ég að sjálfsögðu með þeim fyrstu
niður i lyftunni og fer með henni
eina reisu enn án þess að eiga nokk-
urt sérstakt erindi. Ég er bara að
skemmta mér i þessu ágæta farar-
tæki.
Svo erum við í langferðabílnum,
þjótum daglangt um sumarland í sól-
skini, og nýtt er að horfa á smábæina
og skógana og vötnin, án þess að komi
skúr úr lofti. Og við eigum svefnstað
í sveitakaupstað við blátt vatn.
Skyldi annars fyrirfinnast nokkur
sveitakaupstaður í þessu landi, sem
ekki stendur við blátt vatn með út-
sýni til skógarins? Þessi næturdval-
arstaður okkar heitir Vadstena og
stendur við Vettern, eitt mesta
stöðuvatn Svíþjóðar.
Ef þú værir hér í kvöld, einn á
gangi um kaupstaðinn eins og ég,
einn og ótruflaður, þá færi ekki hjá
því, að þú tækir eftir þvi, hvorsu
kyrrðin er aðlaðandi og hversu allt er
hreint og snurfusað, —■ engu líkara
en hér eigi að fara að taka auglýs-
ingakvikrfiynd i kvöld til að sýna
heiminum: Sjáið þennan bæ. Getið
þið hugsað ykkur snotrari bæ? Kom-
ið og dveljizt hér um stundarsakir.
Þið muriuð ekki verða fyrir vonbrigð-
um ... En ég held samt, að það eigi
ekki að taka neina auglýsingakvik-
mynd hér i kvöld. Ég held, að ein-
mitt svona séu flestir sænskir bæir
og minni kannski mest á þýzka fjalla-
bæi, sem gleymdist að eyðileggja i
siðasta striði.
En nú verð ég að segja þér svo-
lítið frá herbergisfélaga mínum. Það
er ungi maðurinn, yngispilturinn,
sem fyrstu daga ferðarinnar var sí-
dundandi við myndavélina sina, en
fór svo að sjálfsögðu að dóta sér við
önnur og lifrænni viðfangsefni. Það
kom stúlka í spilið. Já, hvað haldið
þið? Og frímerkjasafnið og mynda-
vélin er ekki lengur heimsins mesta
undur. Ungi maðurinn er mjög hátt-
vís. Framkoma hans, orðaval hans,
— og ég held, allur hugsanamáti
hans, auðkennist af snoturleik. Og
það er jafnan snoturt bros á andliti
hans. Og enda þótt dagarnir séu
kannski allt of stuttir, þá fer ungi
maðurinn yfirleitt ekki seinna í rúm-
ið en ég, — ekki heldur í kvöld. Hið
síðasta, sem hann segir, áður en hann
fer að sofa, er ævinlega þetta sama:
— Þetta var dásamlegur dagur.
— Já, anza ég.
—■ Og það er til mikils að hlakka
á morgun, segir hann.
— Já, vissulega, anza ég, og
kannski bæti ég við, en ekki með
orðum, heldur svipbrigðum: — Og
hvert er nú helzta tilhlökkunar-
efnið?
flann bara brosir. En ég er ekki
enn þá svo gamall, að ég geti ekki
lesið fallega sögu í augum tvítugs
manns.
— Góða nótt, segir hann.
Eg hika svolítið. Kannski ætla ég
að segja eitthvað, svo segi ég ekk-
ert — nema góða nótt. En í kvöld
brýt ég venjuna, — spyr:
<— Hvernig byrjaði það?
Óskar ABalsteinn:
Hver vill ekki
vaka lengur?
BRUGÐIÐ A LEIK VII
Þögn.
Hvað er ég líka að orða það, sem
ekki er hægt að tala um? Hver veit,
hvar og hvernig þaö byrjar? Maður
veit aðeins þetta: Það bara byrjar.
Ungi maðurinn brosir ekki leng-
ur, — jú, nú kemur bros í augun
aftur, og hann segir:
— Það er kannsld ekki neitt.
—- Nú skil ég ekki, anza ég.
— Við erum í útlöndum. Hér er
allt framandi og nýtt í kringum okk-
ur -— og öðruvísi en heima, segir
hann.
Ég segi ekki meiri vitleysu, heldur
þetta:
— Það er til mikils að hlakka á
morgun.
— Já, það er það. Góða nótt, segir
hann.
— Góða nótt, anza ég.
Hann sofnar, um leið og hann
leggur aftur augun. En ég er eitt-
hvað að grunda út í tilveruna. Það
er nú svona að vera ekki lengur tví-
tugur.
Síðla næsta dag erum við komin
til Helsingjaborgar við Eyrarsund. Og
það er ekki nema spannarlengd yfir
sundið til Helsingjaeyrar í Dan-
mörku. Áætlunin gerir ráð fyrir, að
við förum þangað að morgni. En eig-
um við ekki að stelast á undan áætl-
un, vera með dönskum eitthvað fram
eftir nóttunni og fara svo í alvöru
yfir til þeirra að morgni?
Þetta er samþykkt I einu hljóði.
Á ferjunni heyrum við margar
glaðar raddir, einkum danskar. Hér
Framh. á bls. 29.
sdcan 13