Vikan - 22.12.1960, Side 19
Kristín Einarsdóttir.
skemmtikraftar
Ein er sú stúlka, sem ekki hefur
komið mikið fram, en alltaf vakið
fádæma athygli. Er hún aðalvon
okkar í listrænum tilburðum um
Þessar mundir. Kristin Einarsdóttir
heitir hún og afgreiðir fótaútbúnað
í Skóbúð Reykjavíkur. Nú fer sá
tími í hönd, sem Reykvíkingar þrá,
vetrarskemmtanatíminn og þá eig-
um við kost á að sjá Kristinu í ein-
hverju samkomuhúsinu. Hún er 16
ára og ólofuð, kroppur mikill.
— Hefurðu nokkurn fastan samn-
ing við skemmtistaðina?
— Nei, þeir bara hringja í mig og
svo kem ég ef ég get.
— Eru þeir ekki byrjaðir að
hringja?
— Jú, jú.
-— Ætlarðu að leggja þetta eitt-
hvað frekar fyrir þig, fara út eða
þess háttar?
— Ég er að læra hjá Jóni Valgeir
núna, en ætti ég peninga, þá færi
ég til útlanda.
Meira fáum við ekki að vita því
fólkið kemur i sifellu inn og vill sjá
skó og máta skó og kannski kaupa
skó. Enginn má við margnum, svo
við verðum að halda okkar leið, en
þó fáum við eina mynd að skilnaði
til birtingar.
bréf
Viltu birta þetta fyrir mig með
kærri kveðju til Ómars Ragnars frá
einlægum ,,aðdáanda“ (hm).
(Þetta má syngja við lagið „Feel
SO Fine").
1 stuði ég er
og ég ætia að skemmta mér
ég er svaka skvísa
og marga mundi fýsa
að bjóða mér í partý
sem gæti orðið fútt í
en ég vil bara einn
það er sko enginn jólasveinn.
Hann er svo „bright"
en fattar ei hvað ég er sæt
alveg óð í geimið
en svona inn við beinið
sálin á í brösum
þeir kalla það víst hrösun
ég dey af ást
ef lengi svona á að þjást.
1 stuði ég er
nýbúin að húkka mér
rokk og roll hér hljómar
og hann heitir Ómar
og glanna vel sér sómar
rauðhærður og „liðkjó"
með englahár
en hann er alveg svaka klár.
Mér líður svo vel
hjá Ómari ég alsæl dvel
ó hann er svo kammó
og ofsalega djammó
fyrir seglum þöndum
með mig í báðum höndum
hann æðir um
baki brotnu á buxunum.
kvikmyndir
Jólamynd Nýja Bíós er hvorki
meira né minna en „Einskonar bros“.
Franeois Sagan varð heimsfræg á
einni nóttu fyrir þessa sögu. I kvik-
myndinni er hún á þessa leið: Domini-
que Vallon (Christine Carere) er ást-
fangin af Bertrand Griot (Bradford
Diilman), sem er stúdent við Svarta-
skóla. En er hún hittir Lue Ferrand
(Rossano Brazzi) frænda Bertrands
hænist hún viljalaust að honum, en
hann er ekki við eina fjölina felldur.
Tekst nú ekki betur til en að hún
missir áhugann á Bertrand og fer
með Luc til Rivierunar í vikutíma.
Bn slikt kann ekki góðri lukku að
stýra, enda kemst kona Lucs að þessu
öllu og það er rétt með naumindum
að hann geti fengið hana til að fara
ekki frá sér. En Bertrand þykist nú
alls ekki þekkja Dominique lengur
og þarf ekkert smáræði af mann-
raunum til að sameina þau aftur. En
Könum er ekki fisjað saman og tekst
rétt einu sinni enn að bjarga öllu í
síðasta atriði.
Rétt er að geta þess, enda þótt við
getum ekki birt myndir, þá mun
Rossano Brazzi og Christine Carere.
Trípólibíó sýna einhverja vinsælustu
Hróa Hattar mynd sem gerð hefur
verið. Leikur Errol Flynn i henni
ásamt Olivia deHavilland og Basil
Rathbone. Þarf ekki að orðlengja það
frekar, allir kannast við Hróa Hött.
veiztu aö...
Debbie Reynolds.
. . . Debbie Reynolds sem var gift hon-
um Eddie Fischer, er alls ekki eins
óhamingjusöm út af skilnaði þeirra
og hamrað var á í bandarískum
blöðum. Allan tímann sem hún var
að láta taka af sér grátmyndir var
hún í slagtogi við einhvern olíu-
baróninn frá Texas. Ja, þetta kven-
fólk.
.. . þétt stutt hár er tákn um fram-
takssemi og mjúkt hár sýnir mein-
leysi, jafnvel hugleysi.
. . . kröftugur skeggvöxtur sýnir karl-
mannlega lund en lítill skeggvöxtur
undanlátssemi og framtaksleysi.
.. . pardusdýrið getur hlaupið þrisvar
sinnum hraðar og vel það, en Armin
Hary fljótasti maður jarðar.
. .. enskur biskup, sem kom til New
York á dögunum var spurður, þegar
hann gekk af skipsfjöl hvort hann
ætlaði að líta við á næturklúbbum
borgarinnar og hann svaraði með
spurningu: Eru nokkrir næturklúbb-
ar í New York? Og næsta dag var
fyrirsögnin í blöðum: Það fyrsta sem
enskur biskup spyr um er hann stíg-
ur á land er hvort hér séu nokkrir
næturklúbbar.
. . . Cantinflas, sem lék Passepartout
í myndinni 80 dagar kringum jörð-
ina er hæztborgaði kvikmyndaleik-
ari í heimi og þó hefur hann ekki
sézt í nema einni mynd utan Suður-
og Mið-Ameríku.
óskamyndin
Heimir Guöjónsson
Loksins hefur tekizt að fá mynd af
Heimi Guðjónssyni markmanni K.R.,
en þeir unnu sem kunnugt er bikar-
keppnina og eru auk þess Reykjavík-
urmeistarar þetta keppnisárið. Satt
að segja var hér um bil ógerlegt að
koma þessu í verk, en fyrir snarræði
ljósmyndarans tókst samt að góma
drenginn. Við vonum að aðdáendum
Heimis þyki hún góð.
hljdmplötur
Seint í haust kom út plata, sem
sjálfsagt á eftir eða gerir nú þegar
mikla lukku, en oitkar allravinsæl-
ns+i gr'nsöngvari Ómar Errr teygir
tón'nn og oröið á alla vegu og sjálf-
an sig lika. svo menn ættu að geta
hleg'ð þessar 5 eða 6 r-.in., serr verið
■rr ð spila plötuna. Á öðrum stað
í op-umni bir': 6g texta nokkurn
Ó-.iari til heiðurs. Hljómsveit Jans
Moráveks leikur undir eftir beztu
getu og útgefandi er hljóðfæraverzl-
un Sigriðar Helgadóttur.
skrítlur
„Hvernig liöur Nonna á sjukra-
húsinu ?“
„Ég liugsa aö hann komi ekki þaö-
an út í bráÖ.“
„Af liverju helduröu ]iaö? Talaöir
þú viö lcekninn?“
„Nei, en ég sá hjúkrunarkonuna.“
„Nú er liún Stína loksins komin í
hjónabandiö."
„Og liver er sá hamingjusami f“
„Pabbi hennar.“