Vikan - 22.12.1960, Blaðsíða 21
við ekki gefið okkur fram með dóttur, sem var
margra mánaða gömul. Þvílíkt hneyksli hefði
komið harðara niður á fjölskyldu hans, en okkur
sjálfum, og okkur þótti báðum mjög vænt um
foreldra hans.
Við töldum okkur þvi tilneydd, að biðja Mariu
Crosby að annast þig, Þangað til striðinu lyki,
Barbara mín. Þér er óhætt að trúa mér, þegar
eg segi, að hvorugt okkar var ánægt með þá
ráðstöfun. Hún var aðeins gerð til þess, að vægja
öðrum við miklum sársauka. Það var ekki ætlun
okkar, að þú misstir neins í, og til að tryggja
það, ættleiddum við Þig á löglegan hátt.
Róbert blístraði af vonbrigðum.
— Þá veit maður það! Þetta gerir hana að
löglegum erfingja, Denísa. Ég var að vona að
þeim hefði sést yfir ættleiðinguna, i umbrotum
styrjaldarinnar. Ef svo hefði verið, ætti hún ekki
kröfu til neins, enda þótt hún væri þeirra
barn ...
— Þá missi ég allt?
— Já, ef hún fær nokkru sinni að vita um
þetta. En hún veit það ekki, —- og við höfum
þau skjöl í höndum, sem úr skera. Þau lásu
áfram:
— Við ráðgerðum að flytjast til Kanada að
stríðslokum, og taka þig með okkur. Við fórum
að sjá þig í hvert sinn er hann átti orlof, og við
elskuðum þig bæði tvö. Hann féll á vígvöllunum
árið 1943.
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, Barbara.
Ég var engin manneskja án hans. Ég fann að
mér var lífsins ómögulegt að koma fram fyrir
foreldra hans með barnabörn, sem þau vissu
ekki að væri til. I augum þeirra var faðir þinn
fyrirmynd alls hins bezta, og Maríu Crosbý þótti
svo vænt um þig, að hún var fús til að hafa þig
áfram.
Þú varst hamingjusöm. Þar sem María var vin-
kona mín, gat hún heimsótt mig að hlégörðum,
hvenær sem var, og haft þig með sér sem dóttur
sína. Mig tók það mjög sárt, en þrátt fyrir þetta
Þorði ég ekki að taka þig til mín, kæra Barbara, þú
minntir mig svo mjög á missi minn. Ég elskaði
föður þinn svo heitt.
Foreldrar hans létust og óðal Temperleys ætt-
arinnar var selt í hendur mínar. Nú óskaði ég
eftir að fá þig til mín, Barbara, en María neitaði
að láta þig frá sér. Hún skrifaði mér bituryrt
bréf um, að ég ætti ekki skilið að fá að hafa
þig hjá mér. Getur verið að hún hafi haft á réttu
að standa — ég veit Það ekki.
Ég vildi aðeins gera það sem bezt væri fyrir
alla. Ég svaraði henni, og benti henni á, að hún
gæti fengið allt hjá mér. Hún skrifaði mér aftur,
-— aðeins fáeinar iínur með fæðingar- og hjóna-
vígsluvottorðunum, sem ég hafði fengið henni
til geymslu ...“
Róbert tók nýtt blað upp úr skríninu.
— Hér er þetta bréf frá Maríu Crosby. Hann
las upphátt:
— Gegðu þessi plögg I lakkaða skrinið, sem ég
gaf þér. Ef Barbara skyldi einhvern tima koma til
þín, sem ég vona, að hún geri aldrei, verður þú
að segja henni allt.
Maria“
— Og nú er hún komin! sagði Denisa með and-
köfum. María Crosby hefur sent hana.
Róbert kinkaði kolli. Svo tóku þau aftur bréf
Georginu Temperley og lásu það þegjandi áfram.
— Ég reyndi að finna þig, Barbara, en Maria
var farin burtu með þig, og leitin bar engan ár-
angur. Hún komst alltaf undan. Ég veit ekki einu
sinni, hvort þú ert enn á lífi. En komir þú ein-
hvern tíma og ég skyldi vera horfin, þá legg ég
vottorðin og þetta bréf í lakkaða skrinið, eins
og María sagði. Að því ganga tveir lyklar, og við
höfum sinn hvor, — því að við áttum öll leynd-
armál sameiginlega, Þegar við vorum ungar.
Þú mátt ekki dæma mig of hart, kæra dóttir
mín. Ég hefði getað látið halda áfram leitinni að
þér, en heíði það ekki verið rangt að taka þig
frá Maríu eftir öll þessi ár? Ég á litla frænku,
— það eruð þremenningar, — og ég ætla að fá
hana hingað til mín, svo að ég verði ekki allt of
einmana."
— Það er ég, sagði Denisa reiðulega. Ég er
þessi litla frænka, bara stelpa, sem á að vera henni
til skemmtunar. Og hvað fæ ég fyrir að eyða í
hana öllum þessum árum — eða fyrir að breyta
ættarnafni mínu úr Laker í Temperley? Ekki
neitt!
— Þú hefur allt undir höndum, anzaði Róbert,
og ég hef lofað, að þú skulir halda því. Það er
einn þáttur í viðskiptum okkar.
Hún fleygði sér í faðma hans, áköf í kossa þá,
er innsigluðu framtíð hennar.
—- E'r þér alvara?
— Já.
Litlu síðar losaði hann sig með hægð úr örum-
um hennar. Leggðu nú lykilinn aftur í töskuna,
og farðu að hátta. Ég þarf að vinna dálítið.
— Hún er fíflaskapur, þessi fjármunaleit, sagði
Júlíana háðslega. Ég veit ekki, hvað hefur komið
mér til að taka þátt í henni. Að hverju er eig-
inlega verið að leita?
— Skríni, svaraði Róbert. Sennilega er það eins
konar peningakassi. Við byrjum uppi á háalofti
og höldum svo áfram niður eftir. Þú tekur Bar-
böru með þér, Júlían, og ég verð með Denísu.
Þau skildu, þar sem stigarnir skiptust.
— Mikið hefur þú á samvizkunni, rumdi i Júlían
við Barböru. Þú verður ekki eins hrein og snyrti-
leg, þegar við komum niður aftur, — öll í ryki
köngulóavef.
Það er svo dimmt uppi á loftinu, að í fyrstu
sá Barbara naumast handaskil. Þar var hégóminn
um allt, eins og hann hafði sagt. Gömul húsgögn
voru þarna á rúi og stúi, garmlar veggfóðurrúll-
ur og málverk í stórum gylltum umgerðum.
— Gerðu ekki músunum ónæði, sagði Júlían i
viðvörunarrómi.
— Er eitthvað af þeim hér? — Þær gat hún
ekki þolað.
— Já, svo að hundruðum skiptir, — mýs og
köngulær, rottur og —■ —• —
Eitthvað hreyfðist á gólfinu. Hún rak upp nið-
urbælt óp og hrökk aftur á bak í fang hans, —
fani), að hann greip til og studdi hana.
— Ertu búin að fá nóg?
— Nei, ég verð að leita.
— Að einhverju, sem ekki er hér? Hann snéri
Barböru að sér.
— Láttu mig vera.
Júlían hló að henni, dró hana til sín og kyssti
hana fast á munninn. Þetta kom svo óvænt, að
það orkaði á hana eins og rafmagnshögg. Hún
greip andann á lofti. — Af — af hverju gerðirðu
þetta?
— Þú getur kallað það eins konar kaup fyrir,
að ég eyði tímanum í þessa leit. Og hættu svo að
horfa á mig eins og hafi gert eitthvað voðalegt.
Þú ert snjöll leikkona, telpa mín, en þú slærð
ekki ryk í augu mér.
Varir Barböru skulfu. Hún bar handarbakið upp
að munninum og starði á hann stórum, óttaslegn-
um augum.
— Ég hata þig fyrir það! hvíslaði hún.
-—- Gott. Ég vona, að þú hatir mig nóg til þess að
hverfa frá Hlégörðum, jafnskjótt sem þetta leitar-
æði er um garð gengið. Reyndar ættirðu að fara
héðan undireins.
— Ekki fyrr en ég hef fundið skrínið.
— Þú átt við, að þú viljir láta kyssa þig aftur?
Það skal ég fallast á. Ég geri mig ánægðan með
einn koss fyrir hverja mínútu, sem við dveljumst
hér uppi.
Nú hopaði hún aftur á bak frá honum og rak
sig á lítið borð. Eitthvað féll á gólfið. Það var
svartlakkað skrín með gyllingu.
— Skrítið! Móðir mín átti nákvæmlega slíkt
skrín ... hrópaði hún.
— Ég þori að segja að, þau eru til milljónum
saman.
— Ég er viss um, að Þetta er skrínið, sem móðir
mín getur um, og ég ætla að opna það.
En áður en hún gæti komið lyklinum við, tók
hann skrínið af henni. — Þetta á Denísa — og
innihald þess, ef nokkuð er.
— E’n lykillinn minn gengur að því!
— Já, það efa ég ekki, svaraði hann rólega. Þú
ert ráðsnjöll stúlka, Barbara. Hvenær léztu það
þarna?
— Lét ég það? endurtók hún, alveg donfallin.
— Auðvitað. Líttu á það. Það er enginn köngu-
lóavefur í því, varla nokkurt ryk:
— Það er af því að ég hrinti Því niður af borð
inu. Hún dró andann djúpt. En hvað Þú hefur
viðurstyggilegan hugsunarhátt.
— Getur verið, mælti hann stríðnislega. Gott og
vel. Við skulum fara niður og gera út um þetta.
Hann gekk fram að stiganum og kallaði: — Halló,
þið þarna! Við höfum fundið fjársjóðinn. Bar-
bara var nærri dottin um skrín, sem hún segir,
að hljóti að vera það, sem við leitum að.
— Það var dásamlegt, Barbara! Danísa kom
hlaupandi og Róbert á hælum hennar. Þetta er
nú spennandi. Við sklum opna það inni í bókasafn-
inu.
Þau slóu hring um skrínið.
— Það er bezt, að Róbert opni það, sagði Danísa
glaðlega. Lagamenn eiga alltaf að opna svona.
Býstu við fúlgu af peningum, Barbara?
— Já, það máttu reiða þig á, tautaði Júlian.
Nú lyfti Róbert lokinu. — Mér þykir leiðinlegt
að valda þér vonbrigðum, en hér er enginn fjár-
sjóður. Hann leit vorkunnaraugum til Barböru. —
Aðeins nokkur gömul bréf ....
— Taktu þau pp, og lestu þau! skipaði Denísa.
Barbara sá, að rithönd móður hennar var á efsta
þréfinu, Róbert las upphátt:
Framhald í næsta blaði.
VIKAítf 21