Vikan - 22.12.1960, Qupperneq 41
OSTA- OG SMJÖRSJUAN SF.
óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær
gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir
viSskiplin á liSna árinu.
og alla leið til Grikklands. Já, það
var allt saman góður skóli.
— Þú hefur þá líklega verið ein
viðförlasta kona á íslandi um tima?
— Já, það mætti kannski segja
það, en þessi ferðalög hafa veitt mér
ómetanlega reynslu. Ég sá margt og
lærði margt, sem ég festi mér í
minni.
Síðan býður Gunnfríður okkur
inn í vinnustofuna, og það, sem
við rekum einna fyrst augun í, er
Guðmundur góði, frábærlega heil-
steypt og áhrifamikil stytta, sem
Dreymandi drengur.
bezt mundi sóma sér á Hólum. Frú
Gunnfríður fræðir okkur á þvi, að
smiður, sem þarna vann um tíma,
hafi sagt við hana, að hann þreytt-
ist á að vera þarna inni, myndin
orkaði svo á hann. Persónuleiki
Guðmundar hefur að sögn listakon
unnar alltaf heillað hana mjög mik-
ið.
Þarna er einnig hin fagra stytta
Gunnfríðar, Landsýn, sem nú
stendur á sínum stað við Strandar-
kirkju og flestir íslendingar munu
kannast við. Það er fyrsta mynd
liér á landi, sem höggin er i granit.
Við komum auga á látlausa
stúlkumynd, einkar hugþekka, auð-
sjáanlega ekki með nýjustu verk-
um iistakonunnar. Þetta er torsó-
mynd og eitt fyrsta stóra verk
Gunnfríðar.
Einnig eru hér andlitsmyndir og
þykja þær sérstaklega góðar, þvi
frú Gunnfriður þykir ná vel sálræn-
um einkennum og gcra myndirnar
þannig lifandi.
Fyrsla verk Gunnfríðar er and-
litsmynd, Dreymandi drengur, gerð
árið 1931, þá er hún eins og fyrr
segir 41 árs að aldri. Merkilegt er að
athuga sigurferil þessarar styttu,
þar sem að Gunnfríður hafði þá ekki
snert á þessum hlutum áður og eig-
inlega má segja að hæfileikarnir
hafi alltaf blundað með henni.
Myndin lilaut slrax góða dóma og
fór á þrjár Norðurlandasýningar og
jjar þótti liún mjög athyglisverð og
hlaut meðal annars lofsamleg um-
mæli eins frægasta myndhöggvara
í Evrópu, finnans Aaltonen. Það
eru ekki allir myndhöggvarar sem
hljóta svo mikla frægð fyrir sína
fyrstu mynd.
Gunnfríður hefur lilotið mikið
lof erlendra listamanna og tekið
þátt i fimm Norðurlandasýningum
og ein þeirra var Norðurlandasýn-
ing kvenna 1948. Og ekki hafa er-
iend blöð látið sitt eftir liggja.
Eiginlega má segja, að Gunn-
friður sé frægari utan lands en inn-
an, því að oft er þvi þannig varið um
íslendinga, að þeir vita ekki, livað
þeir eiga, fyrr en aðrir benda þeim
á það. ★
IBifreiðastöð Steindórs
Sími 11580 — Talstöðvabílar |
óskar öllum viðskiptavinum sinum nær og fjær |
gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir >v
viðskiptin á liðna árinu. k
Fjölskyldan —
Handa allri fjölskyldunni
nýjar bækur frá ísafold.
Ritsöfn:
Leikrit Shakesyeares, fjórða bókin í ritsafni Matthíasar Jochumssonar.
(Fyrri bindin eru Ljóðmæli I—II og Sögukaflar af sjálfum mér). Einnig
teljast til ritsafnsins. Sögur herlœknisins, þrjú bindi.
Bólu-Hjálmar, æviágrip, sagnir og þættir, eftir Finn Sigmundsson, lands-
bókavörð, sjötta bindið í ritsafni Bólu-Hjálmars. Verð kr. 160.00.
Ævisögur:
Jón Guðmundsson, alþingismaöur og ritstjóri, þættir úr ævisögu, eftir
Einar Laxness, um 430 bls. með myndum.
Bólu-Hjálmar, eftir Finn Sigmundsson (sjá ritsöfn.)
____________3
Sögulegar skáldsögur:
Herleidda stúlkan, saga frá Tyrkjaráninu, eftir Sigfús M. Johnsen, með
teikningum eftir Halldór Pétursson. Spennandi skáldsaga byggð á öllum
fáanlegum sögulegum heimildum. Verð kr. 184.00.
Messalina, eftir Conte Castellano, saga um lostafulla drottningu á dögum
Rómverja, en hún leiddi jafnt keisara sem þræla til sængur með sér.
Verð kr. 148.00.
Þjóðlegur fróðleikur:
Úr byggöum Borgarfjaröar, þriðja bindi, eftir Kristleif Þorsteinsson á
Kroppi, stór bók, fróðleg og skemmtileg, 366 bls. Verð kr. 195.00.
Prestasögur, tvö bindi, eftir Óscar Clausen, bráðskemmtilegur fróðleikur
um islenzkt mannlíf. Verð, bæði bindin saman, kr. 216.00.
Skyggnir, safn til íslenzkra alþýðufræða, eftir dr. Guðna Jónsson, prófessor,
160 bls. Verð kr. 68.00.
Ljóðmæli:
Ljóö Jóns Þorsteinssonar frá Arnarvatni. Andrés Björnsson annaðist út-
gáfuna. Verð kr. 120.00.
Skáldsögur:
Helga í Stóruvík, eftir Solveigu Sveinsson, ástarsaga, sem gerist i islenzku
sjávarþorpi. Verð kr. 116.00.
Trúnaöarmál, eftir Friðjón Stefánsson, smásögur, íslenzkar nútímasögur.
Verð kr. 118.00.
Þýddar skáldsögur:
Of seint, Ööinshani, eftir Alan Paton, saga frá Suður-Afriku vorra daga.
Andrés Björnsson þýddi. Hrífandi og harmþrungin saga.
Silkislæöan, eftir Anitru, Stefán Jónsson námsstjóri, þýddi. Anitra er nafn-
kunn norsk skáldkona.
Fyrir húsmæðurnar:
Jólagóögæti, eftir Helgu Sigurðardóttur. Verð kr. 48.00. — (Bent skal á
tvær eldri bækur Helgu, Matur og drykkur, stór bók, með fjölda mynd'a,
verð kr. 175.00 og Læriö aö matbúa, en sú bók kom út nokkrum dögum
fyrir jól í fyrra, verð kr. 78.00.)
Indversk háspeki:
Hver ert þú sjálfur? eftir Paul Brunton. Þorsteinn Halldórsson þýddi.
Bók með yoga æfingum við hæfi vestrænna manna, 330 bls. Verð kr. 180.00.
Ritsafn Jacks London:
Hetjan í Klondike, saga frá Alaska, 380
bls. E'in frægasta saga Londons. Verð
kr. 148.00.
Upyreisnin á Elsinoru, Ingólfur Jónsson
þýddi. Verð kr. 118.00.
Bakkus Konungur, Knútur Arngrímsson
þýddi. Verð kr. 118.00.
Drengja- og telpubækur:
Feröin umliverfis tungliö, eftir Jules
Verne. Isak Jónsson, skólastjóri þýddi.
Verð kr. 62.00. Tunglflaugin, eftir Jules
Verne, kom i fyrra.)
Katla vinnur sigur, eftir Ragnheiði
Jónsdóttur. Með myndum eftir Sigrúnu
Guðjónsdóttur. (Katla gerir uppreisn
kom út í fyrra.) 178.00 bls. Verð kr.
58.00.
Bjössi á Islandi, eftir Flemming B.
Muus. Hersteinn Pálsson þýddi. Verð
kr. 45.00.
Bjössi í Ameríku, eftir Flemming B. Muus. Hersteinn Pálsson þýddi.
Verð kr. 45.00.
Fyrir yngstu lesendurna:
Dísa og sagan af svartskegg, eftir Kára Tryggvason, með teikningum eftir
Odd Björnsson, bráðskemmtileg barnabók. Verð kr. 44.00.
Veizlugestir, eítir Kára Tryggvason, með 17 skemmtilegum teikningum
gerðum af Halldóri Péturssyni, íyrir yngstu drengina.