Fréttablaðið - 02.12.2009, Page 4

Fréttablaðið - 02.12.2009, Page 4
4 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR FULLT HÚS JÓLAGJAFA 34.990 kr. ALÞINGI Ragnheiður Elín Árna- dóttir, Sjálfstæðisflokki, hefur krafið forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra um allar upp- lýsingar um fundi, samtöl og sím- töl sem þeir, eða aðilar á þeirra vegum, hafa átt við erlenda aðila um Ice- save-málið. Hún vill líka vita hvort og þá hvernig utan- ríkisþjónust- unni hefur verið beitt til kynn- ingar á málstað Íslendinga í Ice- save. Ragnheiður Elín hefur ítrek- að kallað eftir upplýsingum sem þessum á þingfundum en ekki fengið. Hefur hún því lagt fram formlegar fyrirspurnir. - bþs Ragnheiður Elín Árnadóttir: Vill vita allt um fundi ráðherra RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR DÓMSMÁL Fjórir rúmlega tvítug- ir menn hafa verið ákærðir fyrir húsbrot og sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeim er gefið að sök að hafa að kvöldi laugardagsins 25. október í fyrra ruðst í heimildarleysi inn í íbúðarhús við Hverfisgötu 88 í Reykjavík. Þeir veittust að þrem- ur mönnum sem voru þar innan dyra, skipuðu þeim að leggjast í gólfið, spörkuðu í þá, kýldu þá og slógu með billjardkjuðum ítrek- að í höfuð þeirra og víðs vegar um líkama. Eitt fórnarlambanna krefst 400 þúsund króna í skaða- bætur. Mennirnir eru allir af erlendum uppruna. - jss Innrás með hulin andlit: Börðu með billjardkjuðum DÓMSMÁL Tveir ungir menn, annar nítján ára og hinn tvítugur, hafa verið ákærðir fyrir grófa lík- amsárás. Þeim er gefið að sök að hafa í sumar sparkað margoft í höfuð og líkama liggjandi manns fyrir utan Sjallann á Akureyri. Síðan ráðist með spörkum að unnustu manns- ins þegar hún lagðist ofan á hann til að skýla honum fyrir spörkum árásarmannanna. Bæði fórnar- lömbin hlutu verulega áverka. Þau gera bótakröfur á hendur mönn- unum upp á samtals rúma millj- ón króna. Þá er yngri maðurinn einnig ákærður fyrir að slá mann í andlitið. Bótakrafa í því máli er á annað hundrað þúsund krónur. - jss Tveir ungir menn ákærðir: Misþyrmdu pari Jónas Þór í landsdóm Alþingi kaus í gær Jónas Þór Guð- mundsson lögfræðing sem varamann í landsdóm í stað Unnar Brár Kon- ráðsdóttur alþingismanns. Jónas Þór var tilnefndur af Sjálfstæðisflokknum. ALÞINGI Nautalundir og kynlífsegg Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í níutíu daga fangelsi fyrir að stela tveimur nautalundum úr Hagkaupum og kynlífseggi úr versluninni Adam og Evu. Með þessu rauf hún skilorð. DÓMSTÓLAR Aðgerðir fyrir einstaklinga Alison Hill, sérfræðingur frá höfuð- stöðvum mannréttindasamtakanna Amnesty International, mun halda fyrirlestur í húsnæði Íslandsdeildar samtakanna í dag kl. 20. Þar mun hún fjalla um rannsóknir og aðgerðir Amnesty í þágu einstaklinga sem sæta mannréttindabrotum. MANNRÉTTINDAMÁL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 8° 3° 3° 7° 4° 4° 4° 4° 22° 11° 18° 12° 28° -2° 11° 15° 1° Á MORGUN Strekkingur NV- og V-til, annars hægari. FÖSTUDAGUR 5-10 m/s. 0 -4 -1 -2 -2 -3 -8 2 2 4 0 11 12 15 17 15 8 13 8 7 13 15 -2 -1 2 4 0 2 4 0 -3 -1 LEIÐINDAVEÐUR Það hlýnar heldur á landinu í dag, víðast vægt frost en frostlaust við suðurströndina. Talsverð úrkoma verður víða um land í dag, einkum norðaustanlands, og veður mun versna norðvestanlands síðdegis en búist er við stormi þar í kvöld. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SVEITARSTJÓRNIR Skagaströnd fær ekki krónu af þúsund milljóna króna aukaframlagi úr jöfnun- arsjóði sveitarfélaga og sveit- arstjórnin mótmælir aðferða- fræðinni sem notuð var við úthlutunina. „Sveitarstjórn mótmælir því að að þeir sem hafa reynt að standa með ábyrgum hætti að rekstri sínum í erfiðu umhverfi þurfi að takast á við þá niðurstöðu sem felst í úthlutun aukafram- lagsins,“ segir sveitarstjórnin. Skagaströnd fékk hins vegar 7,2 milljónir af 1.241 milljón króna sem eytt var í tekjujöfnunar- framlag. - gar Óánægja á Skagaströnd: Ekkert aukalegt jöfnunargjald SKAGASTRÖND Jákvæð eiginfjárstaða bitnar á Skagstrendingum. WASHINGTON, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti stefnir að því að stríðinu í Afganistan verði lokið eftir þrjú ár. Fjölgun bandarískra hermanna í landinu um 30 til 35 þúsund á næstu sex mánuðum er liður í þeirri áætlun að gera endan- lega út af við Al-Kaída-samtökin á skömmum tíma og koma á stöðug- leika í landinu. Forsetinn kynnti þjóð sinni í gærkvöldi fyr- irætlanir sínar varðandi stríð- ið í ræðu sem sjónvarpað var á miðnætti að íslenskum tíma. Ræðan hafði ekki verið flutt þegar Fréttablaðið fór í prentun, en ýmsu af innihaldi hennar hafði verið lekið í fjölmiðla af embættis- mönnum úr Hvíta húsinu. Meðal þess var að til stæði að hefja brottflutning herliðsins frá Afganistan í júlí árið 2011. Engin tiltekin dagsetning hefði hins vegar verið ákveðin fyrir stríðs- lok, þótt því eigi að vera lokið eftir þrjú ár. Ákvörðunin hefur komið nokkuð á óvart. Annars vegar vegna þess hversu djarft það er af forsetanum að tilkynna um svo mikla fjölgun hermanna níu dögum áður en hann tekur við friðarverðlaunum Nób- els, og hins vegar vegna þess að talsmenn forsetans hafa til þessa sagt að minnst 12 til 18 mánuði taki að senda þennan liðsauka út. Nú skyndilega sé hins vegar stefnt að því að gera það á sex mánuðum. Þetta er í annað sinn frá valda- töku Obama sem hermönnum í Afganistan er fjölgað, og heyja nú um 70 þúsund bandarískir her- menn stríðið sem tekið hefur átta ár. Fullyrt var í gær að Obama myndi í ræðunni einnig óska eftir auknum liðstyrk frá öðrum þjóð- um Atlantshafsbandalagsins, alls fimm til tíu þúsund hermönnum, en 30 þúsund hermenn annarra þjóða eru þar nú þegar. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að Þjóðverjar væru ekki tilbúnir til að auka við 4.000 manna herafla sinn í landinu að svo stöddu. Meðal þess sem Obama legg- ur mesta áherslu á í áætlun sinni er að fjölga afgönskum hermönn- um og lögreglumönnum í landinu og flýta þjálfun þeirra. Þeim er ætlað að halda uppi lögum og regl- um í landinu eftir að erlendir herir hverfa á brott. Nú er stefnt að því að 134 þúsund Afganar verði í her- liði landsins og um 97 þúsund í lög- regluliðinu, þótt þær tölur kunni að hækka. Yfirmaður í afganska varnar- málaráðuneytinu sagði í gær að það takmark væri þó ekki nóg. Heraflinn þyrfti að vera minnst 240 þúsund manns. stigur@frettabladid.is Obama boðar stríðs- lok innan þriggja ára Barack Obama stefnir að því að stríðinu í Afganistan verði lokið eftir þrjú ár. Hann kynnti þjóð sinni í gærkvöldi áætlun sína um mikla fjölgun hermanna í landinu, einungis níu dögum áður en hann tekur við friðarverðlaunum Nóbels. BARACK OBAMA HEFUR KOSTAÐ MÖRG MANNSLÍF Fjöldi hermanna hefur fallið í stríðinu og hafa síðustu mánuði verið einkar mannskæðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Einstaklingar eða fyrirtæki ættu að geta endurheimt einn hektara af framræstu votlendi í náttúru Íslands með því að leggja fram eitthvað á milli tuttugu til fjörutíu þúsund krónur í náttúrusjóð- inn Auðlind. Sjóðurinn var stofnaður fyrir ári og hélt upp á afmælið í gær. Lengi hafði staðið til að stofna sjóðinn og þegar loks var slegið til skall á kreppa, segir Sal- vör Jónsdóttir, formaður Auðlindar. „Á tímabili komu upp vangaveltur um hvort rétt væri að gera þetta við þessar aðstæður en við ákváð- um að fara af stað og nýta tímann til að byggja upp starfsemina,“ segir hún. Að mörgu þurfi að huga. Það liggi til dæmis ekki endilega í augum uppi hvernig eigi að verðlauna fólk fyrir að stuðla að uppgangi arnarstofnsins. Tilgangur Auðlindar er að „vernda þjóðararfinn sem felst í náttúru Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúrunnar“, segir í tilkynningu. Þetta verður meðal annars gert með því að styrkja einstök verkefni næsta sumar. Vaxi sjóðnum fiskur um hrygg gæti hann líka keypt jarðir, sett á þær náttúruverndarskilyrði og svo selt þær aftur, en fyrirmynd er fyrir slíku erlendis frá, segir Salvör. - kóþ Auðlind Náttúrusjóður heldur höfði þrátt fyrir kreppuna: Hektarinn á 20.000 krónur VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Verndari Auðlindar hvatti fólk til árvekni í náttúruverndarmálum og flutti ljóð eftir Þorstein heitinn Gylfason. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GENGIÐ 01.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,2255 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,54 122,12 201,31 202,29 183,19 184,21 24,613 24,757 21,560 21,686 17,557 17,659 1,3999 1,4081 195,79 196,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.