Fréttablaðið - 02.12.2009, Page 6
6 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Tólf manns hafa greinst með HIV
það sem af er árinu. Af þeim eru fjórir karlmenn
og átta konur. Enginn hefur greinst með alnæmi,
lokastig sjúkdómsins.
Af þeim sem greinst hafa á árinu eru fjórir
Íslendingar, allt konur á aldrinum 17 til 48 ára.
Þær hafa allar sögu um fíkniefnaneyslu með
sprautunotkun í æð. Hin átta sem greinst hafa
með HIV-smit eru af erlendu bergi brotin og telj-
ast hafa smitast með kynmökum. Enginn samkyn-
hneigður hefur greinst með smit á árinu.
Sóttvarnalæknir segir það sérstakt áhyggju-
efni að þeir Íslendingar sem greinst hafa á árinu
neyti fíkniefna með því að sprauta sig í æð. Fram
til þessa hafi slík fíkniefnaneysla oftast ekki verið
áberandi smitleið fyrir HIV en rétt þyki að vara
við henni.
Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO, hefur dregið úr nýju smiti
af völdum HIV um sautján prósent á heimsvísu á
undanförnum átta árum. Árangurinn má þakka
greiðari aðgangi að meðferð, umönnun og forvörn-
um gegn HIV. - jss
Tólf hafa greinst með HIV á Íslandi það sem af er árinu:
Smitaðir Íslendingar sprautufíklar
SPRAUTUFÍKLAR Sóttvarnalæknir varar við HIV-smiti af völdum
fíkniefnaneyslu í æð.
tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný
SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR
Bræðraborgarstíg 9
VEÐURBÓK
STORMSINS
Handhæg bók eftir
„Sigga storm“ og Hólmfríði
Þórisdóttur um hagnýta
veðurfræði og það hvernig fólk
getur gert sínar eigin veður-
athuganir og haldið veðurdag-
bók þar sem einnig er að finna
veður- og hamfaraannál
alla daga ársins.
HEILBRIGÐISMÁL Allt útlit er fyrir að
Landspítalinn hefji næsta starfsár
sitt með neikvæðan höfuðstól sem
nemur 2,8 milljörðum króna. Þetta
þýðir mikinn fórnarkostnað. Bara
dráttarvextir af ógreiddum skuld-
um gæti numið nokkur hundruð
milljónum.
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans, útskýrir að um uppsafnaðan
halla sé að ræða, aðallega skuldir
við birgja. Bara gengistapið hafi
verið 2,1 milljarður árið 2008 en
milljarður hafi komið inn í rekst-
urinn með fjáraukalögum á móti.
„Þegar allt er talið enduðum við
svo síðasta ár með 1,620 milljónir
í mínus. Við höfum þurft að borga
háa dráttarvexti. Eftir launa-
greiðslur höfum við ekki getað
gert upp við birgjana sem selja
okkur lyf og aðrar rekstrarvör-
ur. Í ár stefnir í að mínusinn verði
tólf hundruð milljónir til viðbótar.
Uppsafnaður halli verður því 2,8
milljarðar króna eins og þetta lítur
út núna.“
Gengistap Landspítalans er 900
milljónir króna í ár til viðbótar við
2,1 milljarð í fyrra. Því væri rekst-
ur spítalans á pari ef ekki kæmi
til fórnarkostnaður veikrar krónu.
Björn segir að fjárhagsáætlana-
gerð verði að skoðast í þessu ljósi.
Björn treystir sér ekki til að
meta hversu háa upphæð spítalinn
þarf að greiða vegna uppsafnaðra
skulda á næsta ári. Til þess séu
óvissuþættir of margir. Hins vegar
greiðir spítalinn um 220 milljónir
á þessu ári í dráttarvexti. Fljótt
reiknað gæti sú upphæð nálgast
400 milljónir að óbreyttum for-
sendum. „Það verður há upphæð
en þangað til á síðasta ári fékk
stofnunin jafnan afslátt af drátt-
arvöxtum frá birgjum. En staða
fyrirtækjanna er með þeim hætti
núna að um það er ekki að ræða
lengur.“
Vegna þess hversu mikil áhrif
gengissveiflur hafa haft á rekst-
ur spítalans ákvað heilbrigðis-
ráðuneytið, að höfðu samráði við
fjármálaráðuneytið, að spítalan-
um bæri ekki að jafna uppsafn-
aðan halla ársins í ár. Hins vegar
metur Björn stöðuna fyrir næsta
ár með þeim hætti að hagræðing-
arkrafan á spítalann hafi hækkað
úr sex prósentum samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu í níu prósent. Þar
vísar hann til 1.965 milljóna kröfu
fjárlaga ásamt tólf hundruð millj-
óna halla ársins í ár. Björn telur
það raunhæft markmið að ná hag-
ræðingu sem nemur 3,2 milljörð-
um. „En það er alveg ljóst að það
kemur niður á þjónustu, það sjá
það allir.“
svavar@frettabladid.is
Dráttarvextir næsta
árs yfir 400 milljónir
Landspítalinn getur ekki gert upp við birgja eftir að laun hafa verið greidd.
Uppsafnaður halli er áætlaður 2,8 milljarðar. Ef forsendur breytast ekki mun
Landspítalinn því greiða yfir 400 milljónir í dráttarvexti árið 2010.
ERFITT ÁR Björn Zoëga, starfandi forstjóri LSH, og Hulda Gunnlaugsdóttir, sem er í
árs leyfi, héldu starfsmannafund vegna niðurskurðar í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Eftir launagreiðslur
höfum við ekki getað gert
upp við birgjana sem selja okkur
lyf og aðrar rekstrarvörur.
BJÖRN ZOËGA
FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS
DÓMSTÓLAR Karlmaður á fimm-
tugsaldri hefur verið dæmdur í tíu
mánaða fangelsi, þar af sjö á skil-
orði, fyrir að svíkja út varning úr
verslunum fyrir á fimmtu milljón
króna. Maðurinn sveik út vörur
með því að framvísa beiðnum um
úttektir á vöru, sem hann hafði
falsað.
Þannig náði hann að svíkja út
vörur að verðmæti alls 4.825.966
milljónir króna sem skuldfærð-
ar voru á viðskiptareikning fyr-
irtækjanna. Hann reyndi einn-
ig að svíkja út vörur að verðmæti
1.895.000 krónur með framvísun
falsaðs skjals. Einkum var um að
ræða tölvur, sjónvörp og slíkt. - jss
Karlmaður á fimmtugsaldri:
Sveik út vörur
fyrir milljónir
STJÓRNMÁL Hjá Ríkisendurskoð-
un hefur ekki verið ákveðið hve-
nær þeir frambjóðendur til síðustu
alþingiskosninga, sem trassa að
skila inn lögbundnum fjárhagsupp-
lýsingum vegna framboðsins, verða
kærðir til lögreglu. Samkvæmt
lögum um fjármál stjórnmálasam-
taka gætu frambjóðendurnir átt allt
að sex ára fangelsi yfir höfði sér. En
þetta er í fyrsta skipti sem upplýs-
inganna er krafist.
„Við sendum frambjóðendunum
hvatningu innan tíðar og sjáum
svo til hvað gerist,“ segir Lárus
Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá
Ríkisendurskoðun.
Nú á 21 frambjóðandi af 371 eftir
að skila inn upplýsingum til Ríkis-
endurskoðunar.
Þrír úr Frjálslynda flokknum eiga
eftir að skila, þeir Guðjón Arnar
Kristjánsson, Guðni Halldórsson
og Sigurður Ó. Hallgrímsson.
Úr Samfylkingu Pétur Tyrfings-
son.
Sjö úr Sjálfstæðisflokki: Árni
Árnason, Árni Johnsen, Berg-
þór Ólason, Haukur Þór Hauks-
son, Kjartan Þ. Ólafsson, Sigurlaug
Hanna Leifsdóttir og Þórður Guð-
jónsson.
Flestir skussarnir eru úr VG,
tíu talsins: Heimir Björn Janus-
arson, Hörður Þórisson, Jósep B.
Helgason, Paul Nikolov, Sigurður
Ingvi Björnsson, Sigurjón Einars-
son, Trausti Aðalsteinsson, Úlfur
Björnsson, Þorsteinn Bergsson og
Þorvaldur Þorvaldsson. - kóþ
21 frambjóðandi til Alþingis hefur ekki skilað fjárhagsuppgjöri:
Óvíst hvenær fólk verður kært
EFTIRSÓTTUR VINNUSTAÐUR Fram-
bjóðendur í síðustu alþingiskosningum
höfðu frest til 25. október til að skila
inn fjárhagslegum upplýsingum vegna
framboðsins. Þá áttu tæplega hundrað
af 371 eftir að skila inn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Er kjör nýs oddvita Framsóknar
í Reykjavík merki um nýja tíma
í stjórnmálum?
Já 35,5
Nei 64,5
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Myndir þú draga úr Icesave-
kröfunum ef þú værir í sporum
Breta og Hollendinga?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
KJÖRKASSINN