Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 8
8 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
FRÁBÆRLEGA
UNNIN ÆVISAGA
saga Runólfs Sveinssonar
sandgræðslustjóra og
algerðar Halldórsdóttur
tir Friðrik G. Olgeirsson.f
læsileg bók um merkaG
frumkvöðla.
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Skráðu þig á ring.is, fylltu á fyrir 1.990 kr. á mánuði og þá eignastu 160 þúsund
vini innan GSM kerfis Símans og færð 990 kr. til að ringja í fólk í öðrum kerfum.
Ring er ný farsímaþjónusta á vegum Símans. Fyrir 1.990 kr. áfyllingu á mánuði færðu 1500 mín/SMS á mánuði
til að hafa samband við 160 þúsund vini innan GSM kerfis Símans og 990 kr. inneign til að ringja í fólk í öðrum kerfum.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
10
4
Ringjarar fá
50% afslátt
í bíó í dag!
Farðu á ring.is og sláðu inn
Ring númerið þitt. Þá færðu
MMS í símann um 50% afslátt
í bíó fyrir einn sem gildir í dag,
miðvikudag. Ekkert vesen með
afsláttarmiða, þú sýnir bara
GSM símann í afgreiðslunni.
MMS tilboð í bíó
í dag á ring.is
Ath. Gildir ekki í lúxussal, á íslenskar
myndir og myndir sýndar í digital þrívídd.
Tilboðið gildir í tilteknum bíóum Senu:
MENNTUN Formaður leikskólaráðs
sagði í bréfi í maí að hann hefði,
í samræmi við aðgerðaáætlun
borgarinnar, lagt megináherslu
á að standa vörð um grunnþjón-
ustu, störf og gjaldskrár, í áætl-
unum um niðurskurð hjá leikskól-
um.
„Þetta hefur allt verið svikið,“
segir Edda Björk Þórðardóttir, úr
starfshópi foreldra sem mótmæl-
ir niðurskurði á leikskólum.
Í bréfi formannsins, Þorbjarg-
ar Helgu Vigfúsdóttur, voru
helstu fyrirhugaðar hagræðing-
araðgerðir reifaðar. Þær voru til
dæmis ódýrari innkaup og ræst-
ingar.
Síðan hafa foreldrar komist að
því að engin opinber skilgreining
sé til á grunnþjónustu. Það hefur
núverandi formaður leikskóla-
ráðs staðfest hér í blaðinu.
Svo hefur stöðugildum verið
fækkað og gjaldskrá hækk-
uð fyrir vistun umfram átta
tíma, segir Edda Björk. Ekki
sé hægt að standa vörð um
innihaldslaust hugtak: „Það
var ekkert hæft í þeirri full-
yrðingu,“ segir hún. Í næsta
atriði, um að verja störfin, hafi
víst verið skorið niður:
„Aðstoðarleikskólastjórum
á tveggja til þriggja deilda
leikskólum, sem gæti verið
um helmingur skólanna, hefur
verið sagt upp. Stöðugildum deild-
ar-, verkefna- og sérkennslustjóra
hefur víða verið sagt upp. Hver á
að sinna þeirra hlutverki?“ spyr
Edda Björk.
Gjaldskráin, síðasta atriðið, var
hækkuð 1. ágúst, þegar leikskóla-
ráð samþykkti að „lækka framlag
leikskólasviðs Reykjavíkurborgar
vegna vistunar barna
umfram
átta
klukkustundir á dag“ eins og
segir í fundargerð. Hækkunin
var samþykkt í sama mánuði og
bréfið fór til foreldra.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
sem nú er í fæðingarorlofi frá
starfi formanns ráðsins, segist
hafa staðið við sitt.
„Ég stend fast á því að ég hafi
staðið við þetta. Við höfum farið
yfir það í borgarstjórn að átta
tímarnir séu grunnþjónust-
an og þess vegna er gjald-
skrármálið utan þess,“
segir hún.
Um störfin segir
Þorbjörg: „Það voru of
margir á hverjum leik-
skóla komnir í stjórn-
unarstöðu. Það er ekki
verið að segja þeim upp
heldur hefur starfsheit-
um verið sagt upp. Þetta
hefur ekkert verið svik-
ið.“ klemens@frettabladid.is
Segir helstu fyrirheit
leikskólaráðs svikin
Fulltrúi foreldra segir að þau þrjú fyrirheit sem formaður leikskólaráðs gaf
foreldrum í maí hafi nú öll verið svikin. Þá átti að verja grunnþjónustu, störf og
gjaldskrár. „Ég stend fast á því að við höfum varið þessa þætti,“ segir formaður.
ÞORBJÖRG HELGA
VIGFÚSDÓTTIR
Fundi foreldra og fulltrúa leikskólaráðs og leikskólasviðs borgarinnar, sem
átti að vera í dag, 2. desember, hefur verið frestað fram í næstu viku, eða
þar til fjárhagsáætlun hefur verið rædd í borgarráði.
Þetta mun gert í ljósi þess að rekstur borgarinnar á árinu hafi komið betur
út en ráð var gert fyrir. Verið sé að endurskoða fjárhagsáætlunina.
ENDURSKOÐA ÁÆTLUNINA
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
EDDA BJÖRK
ÞÓRÐARDÓTTIR