Fréttablaðið - 02.12.2009, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 2. desember 2009
UMRÆÐAN
Erna Indriðadóttir
skrifar um stóriðju
Það er mikil einföldun að kenna Kárahnjúka-
virkjun um hrunið sem
varð á Íslandi í október
2008 eins og andstæðingar
byggingar virkjunarinnar
hafa gert við ýmis tækfæri. Loft-
ur Guttormsson, prófessor í sagn-
fræði, skrifaði grein í Fréttablað-
ið fimmtudaginn 25. nóvember, þar
sem hann tekur undir þessi sjónar-
mið og varar við frekari uppbygg-
ingu stóriðju.
Vandaðir heimildaþættir BBC
sjónvarpsstöðvarinnar um hrun-
ið sem voru sýndir nýlega í Sjón-
varpinu, sýna vel hvernig hinn
vestræni fjármálaheimur riðaði
til falls um svipað leyti og bank-
arnir féllu hér. Það sem gerði stöð-
una verri á Íslandi en annars stað-
ar var hversu stórt bankakerfið
íslenska var, samanborið við hag-
kerfi landsins. Bankahrunið var
ekki séríslenskt fyrirbæri og fyrir
því voru margar og flóknar ástæð-
ur. Allar framkvæmdir sem voru
í gangi fyrir hrun höfðu einhver
áhrif á þensluna sem hér varð,
þar með talið framkvæmdirnar á
Austurlandi. Það voru hins vegar
aðrir þættir sem vógu þarna miklu
þyngra. Friðrik Sophusson, fyrrver-
andi forstjóri Landsvirkjunar, skrif-
aði grein í Morgunblaðið í lok sept-
ember sem hann kallaði „Að hengja
bakara fyrir smið“. Þar birti hann
tölur sem sýndu að það sem fyrst
og fremst jók þensluna á árunum
2003-2007, voru byltingarkenndar
breytingar á fjármálakerfinu sem
dældi miklu erlendu fjármagni
inn í hagkerfið, meðal annars með
þeim afleiðingum að húsnæðisverð
hækkaði upp úr öllu valdi. Hann
benti á að bankarnir lánuðu á þess-
um árum um 500 milljarða króna
til íbúðakaupa, en fyrir þá upphæð
hefði mátt byggja allt að
fjórar Kárahnjúkavirkjan-
ir. Burtséð frá því hvaða
skoðun menn kunna að hafa
á virkjunum og stóriðju er
mikilvægt að halda þessum
staðreyndum til haga. Eftir
stendur að á Reyðarfirði er
risið eitt glæsilegasta álver
heims sem skapar mikil
verðmæti fyrir þjóðarbúið
næstu áratugi og veitir ekki af.
Loftur segir í grein sinni að Alcoa
hafi fengið starfsleyfi vegna und-
anþágu frá mengunartakmörkun-
um Kyoto-bókunarinnar. Hið rétta
er að íslenska ákvæðið sem svo
hefur verið kallað, er viðurkenning
á því að Íslendingar standa fremst-
ir meðal þjóða í notkun endurnýj-
anlegrar orku. Um 80 prósent ork-
unnar sem notuð eru á Íslandi koma
frá endurnýjanlegum orkugjöfum,
á meðan Evrópubúar stefna að því
að koma þessu hlutfalli í 20 prósent
árið 2020. Þetta þýðir til dæmis að
losun koltvísýrings á Íslandi frá
vatnsaflsvirkjun og framleiðslu
eins álvers, er átta sinnum minni
en frá sambærilegri framleiðslu til
dæmis í Kína, þar sem rafmagnið
er framleitt með mengandi kolum.
Þetta gerir að verkum að það er
mun betra fyrir loftslagið í heim-
inum að framleiða ál á Íslandi en í
löndum þar sem orkan er framleidd
með jarðefnaeldsneyti. Á þessi sjón-
armið benti til dæmis hagfræðing-
urinn og nóbelsverðlaunahafinn
dr. Rajendra Pachauri, formaður
loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð-
anna, þegar hann kom til Íslands
fyrr á þessu ári. Og það eru þessi
sjónarmið sem fengust viðurkennd
í Kyoto-samkomulaginu á sínum
tíma. Það er því ekki ástæða fyrir
Loft að óttast að loftslaginu í heim-
inum stafi sérstök ógn af álfram-
leiðslu á Íslandi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
samfélags- og upplýsingamála
Alcoa Fjarðaáls.
Ástæðulaus ótti
ERNA
INDRIÐADÓTTIR
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU
NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR
HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR?
• Icelandair er í fyrsta sæti meðal evrópskra flugfélaga það sem af er árinu 2009
fyrir stundvísi á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna.
• Í september var Icelandair í fyrsta sæti þegar skoðuð var stundvísi flugfélaga sem
fljúga á stuttum og meðallöngum flugleiðum innan Evrópu.
• Icelandair hefur á þessu ári verið í fyrsta sæti þegar litið er til áreiðanleika flugfélaga
í Evrópusambandi flugfélaga, þ.e. Icelandair hefur aflýst flugi sjaldnar en allir aðrir.
Lokadagur í dag
Síðasti dagur
Lagersölu
Veiðihornsins
Ármúla 8 er í dag.
Ætlar þú að missa
af þessu?