Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 2. desember 2009 UMRÆÐAN Erna Indriðadóttir skrifar um stóriðju Það er mikil einföldun að kenna Kárahnjúka- virkjun um hrunið sem varð á Íslandi í október 2008 eins og andstæðingar byggingar virkjunarinnar hafa gert við ýmis tækfæri. Loft- ur Guttormsson, prófessor í sagn- fræði, skrifaði grein í Fréttablað- ið fimmtudaginn 25. nóvember, þar sem hann tekur undir þessi sjónar- mið og varar við frekari uppbygg- ingu stóriðju. Vandaðir heimildaþættir BBC sjónvarpsstöðvarinnar um hrun- ið sem voru sýndir nýlega í Sjón- varpinu, sýna vel hvernig hinn vestræni fjármálaheimur riðaði til falls um svipað leyti og bank- arnir féllu hér. Það sem gerði stöð- una verri á Íslandi en annars stað- ar var hversu stórt bankakerfið íslenska var, samanborið við hag- kerfi landsins. Bankahrunið var ekki séríslenskt fyrirbæri og fyrir því voru margar og flóknar ástæð- ur. Allar framkvæmdir sem voru í gangi fyrir hrun höfðu einhver áhrif á þensluna sem hér varð, þar með talið framkvæmdirnar á Austurlandi. Það voru hins vegar aðrir þættir sem vógu þarna miklu þyngra. Friðrik Sophusson, fyrrver- andi forstjóri Landsvirkjunar, skrif- aði grein í Morgunblaðið í lok sept- ember sem hann kallaði „Að hengja bakara fyrir smið“. Þar birti hann tölur sem sýndu að það sem fyrst og fremst jók þensluna á árunum 2003-2007, voru byltingarkenndar breytingar á fjármálakerfinu sem dældi miklu erlendu fjármagni inn í hagkerfið, meðal annars með þeim afleiðingum að húsnæðisverð hækkaði upp úr öllu valdi. Hann benti á að bankarnir lánuðu á þess- um árum um 500 milljarða króna til íbúðakaupa, en fyrir þá upphæð hefði mátt byggja allt að fjórar Kárahnjúkavirkjan- ir. Burtséð frá því hvaða skoðun menn kunna að hafa á virkjunum og stóriðju er mikilvægt að halda þessum staðreyndum til haga. Eftir stendur að á Reyðarfirði er risið eitt glæsilegasta álver heims sem skapar mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið næstu áratugi og veitir ekki af. Loftur segir í grein sinni að Alcoa hafi fengið starfsleyfi vegna und- anþágu frá mengunartakmörkun- um Kyoto-bókunarinnar. Hið rétta er að íslenska ákvæðið sem svo hefur verið kallað, er viðurkenning á því að Íslendingar standa fremst- ir meðal þjóða í notkun endurnýj- anlegrar orku. Um 80 prósent ork- unnar sem notuð eru á Íslandi koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum, á meðan Evrópubúar stefna að því að koma þessu hlutfalli í 20 prósent árið 2020. Þetta þýðir til dæmis að losun koltvísýrings á Íslandi frá vatnsaflsvirkjun og framleiðslu eins álvers, er átta sinnum minni en frá sambærilegri framleiðslu til dæmis í Kína, þar sem rafmagnið er framleitt með mengandi kolum. Þetta gerir að verkum að það er mun betra fyrir loftslagið í heim- inum að framleiða ál á Íslandi en í löndum þar sem orkan er framleidd með jarðefnaeldsneyti. Á þessi sjón- armið benti til dæmis hagfræðing- urinn og nóbelsverðlaunahafinn dr. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna, þegar hann kom til Íslands fyrr á þessu ári. Og það eru þessi sjónarmið sem fengust viðurkennd í Kyoto-samkomulaginu á sínum tíma. Það er því ekki ástæða fyrir Loft að óttast að loftslaginu í heim- inum stafi sérstök ógn af álfram- leiðslu á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa Fjarðaáls. Ástæðulaus ótti ERNA INDRIÐADÓTTIR HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR? • Icelandair er í fyrsta sæti meðal evrópskra flugfélaga það sem af er árinu 2009 fyrir stundvísi á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. • Í september var Icelandair í fyrsta sæti þegar skoðuð var stundvísi flugfélaga sem fljúga á stuttum og meðallöngum flugleiðum innan Evrópu. • Icelandair hefur á þessu ári verið í fyrsta sæti þegar litið er til áreiðanleika flugfélaga í Evrópusambandi flugfélaga, þ.e. Icelandair hefur aflýst flugi sjaldnar en allir aðrir. Lokadagur í dag Síðasti dagur Lagersölu Veiðihornsins Ármúla 8 er í dag. Ætlar þú að missa af þessu?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.