Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 24
24 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Þórólfur Matthíasson skrifar um útgerð Á tyllidögum hreykja útgerðarmenn sér af því að útgerð hér á landi njóti ekki ríkisstyrkja. Sé grátkórsgállinn á þeim kvarta þeir undan að þurfa að keppa við ríkisstyrktan sjávarútveg Evrópusambandsland- anna á helstu mörkuðum. Og þó er þetta með óniðurgreidd- an íslenska sjávarútveg ekki rétt. Ottó Biering Ottósson rekur umfang niðurgreiðslna í íslenskum sjávar- útvegi í meistaraprófsritgerð sinni í hagfræði frá árinu 2004 og styðst m.a. við skilgreiningar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Lesa má úr þeirri ritgerð að niðurgreiðslur í þröng- um skilningi nemi 6% af verðmæti landaðs afla. Sjómannaafslátturinn vegur þungt í þeirri tölu. Sú staðreynd að sjómannaafslátt- urinn telst niðurgreiðsla skv. skil- greiningum alþjóðastofnana fell- ur illa að málflutningi talsmanna útgerðar og sjómanna. Erfitt er að henda reiður á hvað sjómannaaf- slátturinn er, sé hann ekki niður- greiðsla, þó nefna sjómenn gjarn- an að hann sé umbun fyrir fjarveru frá fjölskyldu. Þau rök standast illa þegar framkvæmdin er skoðuð. Fingraför samningamanna útgerð- ar og sjómanna eru augljós þegar ákvæði skattalaga um sjómannaaf- slátt eru skoðuð: Sjómannaafsláttur nær til þeirra aðila sem sjómanna- félögin semja fyrir, þ.m.t. hlut- ar-ráðinna beitningarmanna sem í landi vinna, sjómanna á ferjum, dýpkunarprömmum, sanddælu- skipum og þar fram eftir götun- um. Þá er gerð heiðarleg tilraun til að fella fjölda frádráttardaga að ráðningartíma sjómanns hjá útgerð séu ráðningardagar fleiri en sjó- ferðardagarnir. Þetta er gert með því að margfalda fjölda lögskráningardaga hjá lögskráningarskyld- um aðilum með stuðlinum 1,49 og með því að heimila sjómönnum á skipum sem ekki eru lögskráningar- skyld að telja fram til frá- dráttar almenna vinnudaga á útgerðartímabilinu óháð því hvort farið er á sjó eða ekki. Þetta ákvæði á við um mjög marga dagróðrarbáta. Þannig er umtalsverður hluti afsláttardag- anna vegna manna sem eiga þess kost að hverfa til eigin heimilis daga og nætur með sama hætti og aðrir launþegar geta gert. Því til viðbótar teljast frídagar til afslátt- ardaga hjá hinum sem sannanlega dvelja fjarri heimili. Líklega eru skattafsláttardagar hátt í tvöfalt fleiri en lögskráningardagar. Sjó- mannaafslátturinn hefur því á sér allt yfirbragð launagreiðslu. Eini munurinn á sjómannaafslættinum og öðrum starfstengdum greiðslum til sjómanna er að greiðandinn er ríkissjóður en ekki útgerðin. Með sjómannaafslættinum hefur útgerðarmönnum tekist að senda hluta af reikningnum fyrir útgerð- arkostnaðinum til ríkissjóðs og þar með til almennra skattgreið- enda. Nú hafa hvorki ríkissjóður né almenningur lengur efni á þess- ari niðurgreiðslu og kostnaðarþátt- töku. Rekstrarafgangur útgerðar er umtalsverður um þessar mundir og rekstrarafkoma útgerðar sjald- an verið betri. Útgerðarmenn þurfa því tæpast að vera ölmusumenn ríkissjóðs lengur þegar kemur að launagreiðslum og væri manndóms- bragur að ef þeir leystu almenning þegar undan þessum útgjöldum. Höfundur er prófessor í hagfræði við hagfræðideild Háskóla Íslands. Niðurgreiðslur í útgerð ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON Er loðnan að hverfa? OPINN FYRIRLESTUR Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við University of California í Santa Barbara og gestaprófessor við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, heldur opinn fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag, miðvikudag 2. desember kl. 16.00. Í fyrirlestrinum rekur Björn leiðir til að leita svara við spurningum um göngu loðnunnar og hvernig má beita stærðfræðilíkani til að finna hagkvæmustu aðferðina til veiða. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, stýrir umræðum að fyrirlestrinum loknum. Ókeypis aðgangur – allir velkomnir. www.hi.is PI PA R\ TB W A SÍ A Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.