Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 25
49
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 2. desember 2009 – 28. tölublað – 5. árgangur
Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja
voru 42 milljarðar króna árið
1998 en 500 milljarðar tíu árum
seinna. Á þessum tíma hafa með-
altalsskuldir hvers fyrirtækis
því margfaldast.
Gengisþróun íslensku krónunn-
ar hefur sveiflað skuldum sjávar-
útvegsins til á milli ára svo skiptir
tugum milljarða. Eftir hrunið var
sveiflan talin í vikum og mest var
hún strax eftir hrun. Á þessu ári
fóru skuldirnar úr 550 milljörðum
í janúar í 470 milljarða í mars og
svo til baka aftur yfir 500 millj-
arða á nokkrum vikum.
Útflutningsverðmæti íslensks
sjávarútvegs stefnir í að verða
200 milljarðar í fyrsta skipti.
Verðmætin voru meiri í lok júlí
en þau voru allt árið 2005.
Sjá síðu 8
Skuldir úr 40
í 500 milljarða
Otto B. Arnar ehf.
Skipholti 17 - 105 Reykjavík
Sími: 588-4699 / Netfang: oba@oba.is
Þarftu að farga gömlu
skjölunum fyrir áramótin?
Öflugir og áreiðanlegir skjalatætarar okkar eru tilvaldir í þessi verk.
Farga einnig geisladiskum og plastkortum.
ORKUSPARANDI - UMHVERFISVÆNIR!
www.oba.is
- Margar útfærslur í boði -
skjalatætarar
...við
prentum!
Sviptingar á fjölmiðlamark-
aði General Electric hefur ákveð-
ið að greiða fjölmiðlafyrirtæk-
inu Vivendi 5,8 millj-
arða dollara, eða
ríflega 700 millj-
arða króna fyrir
20 prósenta hlut
í NBC Universal.
General Electric
mun þar með eiga
100 prósenta hlut í
NBCU. Talið er að General El-
ectric muni í framhaldinu selja
Comcast, stærsta kapalfyrirtæki
Bandaríkjanna, 51 prósents hlut
í NBCU.
Bankakreppa í Venesúela
Stjórnvöld í Venesúela hafa lokað
fjórum einkareknum bönkum í
landinu. Privivienda-bankinn og
Canarias-bankinn verða látnir
fara á hausinn en líklegt er talið
að Bolivar-bankanum og Confed-
erado-bankanum verði bjargað og
þeir þjóðnýttir.
Mac-klónar bannaðir Apple
hefur unnið höfundarréttarmál
gegn tölvufyrirtækinu Psystar
sem hefur selt tölvur sem nota
Apple OS X stýrikerfið, eða svo-
kallaða Mac-klóna. Psystar taldi
að þar sem fyrirtækið hefði
keypt stýrikerfið með lögmæt-
um hætti væri því heimilt að selja
það áfram í tölvum
sínum. Bandarísk-
ir dómstólar höfn-
uðu því.
Fimm
þúsund
milljarðar Helgin eftir þakkar-
gjörðarhátíðina er einhver sú mik-
ilvægasta fyrir bandaríska smá-
sölumarkaðinn. Að þessu sinni
versluðu Bandaríkjamenn fyrir
fimm þúsund milljarða króna sem
er 0,5 prósenta aukning frá því í
fyrra.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í
síðustu viku út leiðbeinandi regl-
ur um ríkisstuðning við banka
og fjármálafyrirtæki innan Evr-
ópska efnahags-
svæðisins. Regl-
urnar verða í gildi
fram til loka næsta
árs.
ESA segir í rök-
stuðningi sínum
ba nka og fjá r -
málafyrirtæki
hafa notið góðs af
ríkisstuðningnum og verði að sjá
til þess að hann skekki ekki sam-
keppnisstöðu á fjármálamörkuð-
um. Því verði að endurskipuleggja
rekstur þeirra sem stuðning hafi
fengið, þó með þeim fyrirvara að
fyrirtækin geti starfað án frekari
hjálpar frá hinu opinbera í allra
nánustu framtíð. - jab
ESA-reglur
um stuðning
PER
SANDERUD
Endurnýting:
Gamlir farsímar
öðlast nýtt líf í
þróunarlöndum.
Furstinn í Dúbaí:
Segir stöðu
furstadæmisins
sterka.10
Veitingastaðir:
Viðskiptamálsverðir
á sjávarréttastöðum.
Fulltrúar frá leikjadeild japanska tæknifyrirtæk-
isins Sony Interactive eru staddir hér á landi. Þeir
komu á þriðjudag og funduðu í gær með forsvars-
mönnum CCP, sem á og rekur fjölþátttökuleikinn
EVE Online. Fyrirtækið vinnur auk
þess að þróun nýs leikjar, sem heitir
Dust 514. Þeir hittu einnig fulltrúa
annarra tölvuleikjafyrirtækja, svo
sem hjá Gogogic og nokkra aðra sem
aðild eiga að Samtökum íslenskra
leikjaframleiðenda (IGI).
Heimsóknin til CCP var löngu
ákveðin en þegar þeir sáu mikla
umfjöllun um íslenska tölvuleikja-
geirann í breska tímaritinu Edge
Magazine, sem er eitt af þremur stærstu tímaritum í
heimi innan tölvuleikjaheimsins og kom út um mán-
aðamótin, ákváðu þeir að ræða við hin fyrirtækin.
Í tímaritinu kemur fram að tölvuleikjaiðnaður-
inn hafi tekið stökk eftir bankahrunið. Þetta sé ört
vaxandi geiri, sem sé eftirtektarvert fyrir
lítið samfélag. Rætt er við fulltrúa leikja-
fyrirtækjanna sem aðild eiga að IGI en þar
kemur fram að sökum smæðar samfélagsins
hafi þeir reitt sig á nána samvinnu í stað óvin-
veittrar samkeppni. Það hafi skilað miklu.
- jab
Sony skoðar tölvuleikjafyrirtækin
Eitt af þremur stærstu tölvuleikjatímaritum heims fjallar um íslensku leikja-
fyrirtækin. Samvinna þeirra skilar meiri árangri en blóðug samkeppni.
EDGE MAGAZINE Í blaðinu kemur fram að íslenskir tölvu-
leikjaframleiðendur reiði sig fremur á samvinnu en óvin-
veittri samkeppni.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Gangi efnahagslífið fyrir sig án stóráfalla næstu
fimm árin mun hér verða blómlegt ástand. Þetta
segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráð-
herra. „Efnahagslífið ætti að vera almennt komið í
mjög þokkalegt ástand. Auðvitað eru óvissuþættir,
sem maður ræður ekki við. En við ættum að verða
búin með mesta skaflinn í ríkisfjármálum þótt ríkið
verði enn nokkuð skuldsett,“ segir hann og telur
jafnvel líklegt að atvinnuleysi verði komið niður úr
tæpum átta prósentum í tvö til þrjú prósent. Það séu
eðlilegar tölur á íslenskan mælikvarða.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og
Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og
fleiri fyrirtækja, taka undir með honum.
Þórður segir fjölda fyrirtækja vera við þrösk-
uldinn og stefni í að um þrjátíu fyrirtæki verði á
hlutabréfamarkaði hér í lok næsta árs. Þá muni mörg
verða skráð árið 2011. „Við teljum að eftir þrjú til
fimm ár verði Kauphöllin búin að ná upp sínum fyrri
styrk,“ segir hann og bætir við að ekki sé útilokað
að hátt í sextíu fyrirtæki verði þá skráð á markað
hér. Þau verði mörg en flest tiltölulega lítil og end-
urspegla fjölbreytt atvinnulíf.
Vilhjálmur segir, að eftir að hann hafi kynnt
sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar
mundir hafi hann orðið sáttari. „Við Íslendingar
erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum
standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölu-
lega lítið erlendis þegar upp verður staðið.“ Hann
telur skuldirnar hér ekki meiri en í öðrum lönd-
um auk þess sem lífeyrisskuldbindingar séu nán-
ast fullfjármagnaðar og þjóðin ung og vel menntuð.
Hann segir mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskrepp-
unni eins fljótt og auðið er. Lykillinn sé að hefja
samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðla-
stuðning við íslenska seðlabankann. Sjá síður 6-7
Bjart fram undan í
íslensku efnahagslífi
Hugsanlegt að hátt í sextíu fyrirtæki verði á hlutabréfa-
markaði eftir fimm ár, að mati forstjóra Kauphallarinnar.