Fréttablaðið - 02.12.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 02.12.2009, Síða 35
H A U S MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2009 Ú T T E K T „Efnahagslífið ætti að vera almennt komið í mjög þokkalegt ástand. Auðvitað eru óvissuþættir, sem maður ræður ekki við. En við ættum að verða búin með mesta skaflinn í ríkisfjármálum þótt ríkið verði enn nokkuð skuldsett,“ segir Gylfi Magn- ússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, spurður um útlitið hér eftir fimm ár. Hann er bjartsýnn um horfurnar. „Við ættum að vera löngu komin úr efnahagsáætlun AGS, gjald- eyrishöftin að baki og jafnvel inn í Evrópusam- bandið. Það er einn af óvissuþáttunum. Ég sé ekk- ert því til fyrirstöðu að hér verði orðið nokkuð eðlilegt, jafnvel blómlegt ástand,“ segir Gylfi og bendir á að atvinnuleysi kunni að verða í kring- um tvö til þrjú prósent, sem sé eðlilegt á íslenskan mælikvarða. Þá megi ekki útiloka að landsfram- leiðsla verði komin á svipaðar slóðir og á árabilinu 2006 til 2007 eftir samdrátt fram á næsta ár. „Þetta ætti að ganga upp að því gefnu að frekari stóráföll ríði ekki yfir,“ segir Gylfi Magnússon. Efnahagslífið á eðlilegu róli AF RÍKISSTJÓRNARFUNDI Efnahagslífið ætti að vera komið í þokkalegt ástand eftir fimm ár, að mati efnahags- og viðskiptaráð- herra. MARKAÐURINN/ANTON „Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Hold- ing. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuld- ar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið,“ segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Líf- eyrisskuldbindingar séu nánast full- fjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóð- arbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði,“ segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evr- ópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið lang- leiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríð- arlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á kom- andi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambands- ins til að versla með kolefnislosunar- heimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður,“ segir Vilhjálm- ur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frum- kvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopn- um okkar aftur.“ Bjartsýnn á horfurnar Mikilvægasta verkefnið að leysa úr gjaldeyrisvandanum, að mati Vilhjálms Þorsteinssonar. VILHJÁLMUR Stjórnarformaður CCP telur líklegt að Íslendingar verði búnir að ná vopnum sínum aftur eftir fimm ár. MARKAÐURINN/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.