Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 36
MARKAÐURINN 2. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T I R Ú R F O R T Í Ð I N N I U M V Í Ð A V E R Ö L D 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Samtals skuldir Meðal skuldir S K U L D I R S J Á V A R Ú T V E G S F Y R I R T Æ K J A Svavar Hávarðsson skrifar Skuldir allra fyrirtækja í sjáv- arútvegi námu 323 milljörðum króna í árslok 2007. Meðaltals- skuld á hvert fyrirtæki var 288 milljónir króna og af öllum skuld- um fyrirtækja í landinu námu skuldir sjávarútvegsins fjórum prósentum af heildinni. Þetta sýnir úttekt Creditinfo á þróun skulda hjá fyrirtækjum í landinu samkvæmt ársreikning- um á tímabilinu 1997 til 2007. Skuldir ársreikninga byggja á heildarskuldum fyrirtækja; frá bönkum og fjármálastofnunum, opinberum aðilum og birgjum. Skuldir stærstu sjávarútvegs- og útgerðarfyrirtækja námu ríf- lega 87 prósentum af skuldum þessara fyrirtækja en smábátaút- gerð og fiskeldi báru minni skuld- ir. Þetta þýðir að tæplega níutíu prósent skulda sjávarútvegsfyrir- tækja voru skuldir tæplega þriðj- ungs þeirra sem starfa í sjávar- útvegi. Þegar skuldaþróun greinarinn- ar á árabilinu sem greining Cred- itinfo nær til er skoðuð sést að meðaltalsskuldir fyrirtækjanna hafa aukist mjög. Árið 1998, en þá voru meðaltalsskuldirnar lægstar á tímabilinu, skuldaði hvert fyrir- tæki 101 milljón króna en var 356 milljónir árið 2001. Heildarskuld- irnar þessi ár voru 42 milljarðar 1998 en 223 milljarðar árið 2001. Í lok tímabilsins voru skuldirn- ar 322 milljarðar og meðalskuld hvers fyrirtækis 288 milljónir. Sveiflur á skuldabyrði milli ára voru mun meiri á árunum 1997 til 2001 en frá 2002 til loka tíma- bilsins. Skuldir íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja eru taldar vera fimmt- án til átján prósent í íslenskum krónum í dag. Hlutfallið árin 1997 til 2007 var svipað að mati Arnars Sigurmundssonar, formanns Sam- taka fiskvinnslustöðva (SF). Það undirstrikar hversu mjög sjávar- útvegurinn er háður gengi krón- unnar þegar kemur að skuldum. Arnar gerði þróunina eftir 2007 að umtalsefni á aðalfundi SF í september. Í lok árs 2008 voru heildarskuldir sjávarút- vegsins tæplega 500 milljarðar króna og 550 milljarðar í lok júlí í ár. Styrking krónunnar í byrjun árs lækkaði þessa tölu niður í 470 milljarða í mars sem sýnir enn og aftur hvernig gengið skekkir rekstrargrundvöll fyrirtækja á stuttum tíma. Rétt er að hafa í huga að út- flutningsverðmæti greinarinnar eru nátengd genginu á sama hátt. Þannig voru útflutningstekjur frá 2001 til 2007 á bilinu 122 til 130 milljarðar. Þær voru 171 milljarð- ur króna árið 2008 og spár gera ráð fyrir tæplega 200 milljarða útflutningstekjum sjávarútvegs- ins á þessu ári. Útgerðin bar aðeins fjögur prósent heildarskulda 2007 Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja voru 323 milljarðar árið 2007 en 1998 voru skuldirnar 42 milljarðar. Útflutningsverðmæti ársins stefna í 200 milljarða. HVAÐ ER AÐ GERAST Í DÚBAÍ? Heimurinn hefur fylgst grannt með furstadæminu Dúbaí und- anfarna daga eftir að fréttir af gríðarlegri skuldsetningu og hugsanlegu efnahagshruni bár- ust. Margir hafa velt vöngum yfir því sem þar er að gerast. Paul Krugman, pistlahöfundur hjá New York Times og prófess- or í Princeton, segir þrjár kenn- ingar uppi um hvernig túlka eigi atburðinga í Dúbaí. Í fyrsta lagi sé sú skoðun uppi að vandræðin þar séu bara byrj- unin á vandræðum fleiri ríkja, hrun og kreppa í Dúbaí muni hafa áhrif víðar um heiminn. Í öðru lagi sé hægt að líta á að vandræðin í Dúbaí eins og vand- ræði hvers annars fjárfestingar- fyrirtækis sem hefur skuldsett sig um of. Dubai World, fyrir- tækjasamsteypan sem hefur verið í forystu uppbyggingar í furstadæminu, sé þannig bara eins og hvert annað fjárfesting- arfyrirtæki þó í ríkiseigu sé. Í þriðja lagi sé hægt að líta á Dúbaí sem algjörlega einstakt fyrirbæri. Krugman hallast að samblandi tvö og þrjú og bend- ir á að kreppan í Dúbaí hafi ekki haft mikil áhrif í Bandaríkjun- um. TOMMY LEE Á GRIKKLAND En það er hins vegar óumdeilt að þeir sem hafa fjárfest í Dúbaí eru ekki að græða á þeim fjárfestingum. Meðal þeirra sem hafa fest kaup á eign- um í lúxushverf- um borgríkis- ins eru ríkir o g f r æ g - ir Vestur- landabúar. Á vefsíðu viðskipta- hluta Berl- ingske tidende er bent á nokkur dæmi. David Beckham er sagð- ur hafa keypt hús á átta milljónir punda vorið 2008, fyrir tengda- foreldra sína raunar. Tommy Lee, fyrrverandi maður Pamelu Anderson, keypti eina af eyjun- um sem búnar voru til undan ströndum Dúbaí, Grikkland ku vera í hans eigu. Kaupárið var 2007 sem þýðir væntanlega að verðið hefur verið allhátt. Eyj- una hugðist hann nota til að verja þar fríum með Pa- melu og börnunum. Síðan hefur verðið lækkað og Pam ela er komin með nýjan mann. Aðrir s e m fj á r fe s t hafa í Dúbaí eru Richard B r a n s o n o g Denzel Wash- ington og fót- boltakappinn Michael Owen. Á VEIÐUM Heildarskuldir sjávarútvegsfyrirtækja námu í árslok 2008 tæplega 500 millj- örðum króna en voru komnar upp í 550 milljarða í lok júlí í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Yukio Hatoyama, hinn nýi forsæt- isráðherra Japans, hikar ekki við að prófa nýjungar sem ráðsett- ari stjórnmálamenn hefðu ekki látið sér til hugar koma að fram- kvæma. Nú síðast tók hann upp á því að efna til opins fundar um fjárlaga- gerðina, þar sem æðstu embætt- ismenn ráðuneytanna sátu fyrir svörum. „Hvers vegna fer varnar- málaráðuneytið eitt fram á fleira starfsfólk?“ er dæmi um spurn- ingarnar sem dundu á hinum háu herrum. Almenningur flykktist á fund- inn og svo virðist sem framtak- ið hafi aukið áhuga fólks á stjórn- málum. Hatoyama hefur lofað því að draga verulega úr ríkisútgjöld- um, og virðist notfæra sér þessa leið til að auka þrýsting á ráðu- neytin. - gb Opinn fundur um fjárlögin í Japan Til leigu Skútuvogur 1, 104 Reykjavík Gott 700 fm lagerhúsnæði. Tvær háar og góðar innkeyrsludyr (3,6h x 3,55b). Mikið útipláss. Rúmlega 5 metra lofthæð. Brettarekkar og smávöru hillur eru í húsnæðinu og geta fylgt. Ekkert milliloft - allt á einum gólffleti! Laust strax! Einnig laust 270 fm lagerhúsnæði og misstór skrifstofurými í sama húsi. Nánari upplýsingar veitir Ólafur í s. 824-6703 / 534-1023, olafur@atvinnueignir.is Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari Hafskip hélt hluthafafund á Hótel Sögu í febrúar 1985. Þar var sam- þykkt tillaga stjórnar um að fara í áttatíu milljóna króna hluta- fjárútboð. Fundurinn var hald- inn undir formerkjunum Á kross- götum. Eftir ágætt gengi félagsins tók að halla undan fæti snemma árs 1984 og þegar líða tók á árið skrúfaði Útvegsbankinn, helsti lánardrottinn Hafskipa, fyrir lánveitingar. Ekki bætti verkfall BSRB um haustið úr skák en við það féllu skipasiglingar niður í heilan mánuð. Örnólfur Árnason segir í bók sinni Ísland í aldanna rás 1900 til 2000 Hafskipsmenn hafa talið að nýtilkomnar Atlantshafssigling- ar myndu skila miklum ágóða og rétta fjárhaginn við eftir að flutn- ingar fyrir varnarliðið duttu upp fyrir. Verkfall og lánaþurrð kom sér hins vegar illa. Því var hafist handa við að afla nýs hlutafjár. Niðurstaðan var kynnt á fundin- um á Hótel Sögu. Vorið eftir kom hins vegar í ljós að tapreksturinn reyndist meiri en áætlað var og myndi hlutafjáraukningin því að- eins fleyta fyrirtækinu skamm- an spöl. Útvegsbankinn studdi við bak Hafskipa í kringum hlutafjár- aukninguna og lánaði félaginu fé með tryggingu í skuldabréfum, sem gefin voru út vegna hluta- fjárloforðanna. Hafskip var tekið til gjald- þrotaskipta í desember 1985, eða fyrir 25 árum. Björgólfur Guð- mundsson, forstjóri Hafskipa, sem á myndinni les upp skýrslu félagsins, var dæmdur í skil- orðsbundið fangelsi í tólf mán- uði fimm árum síðar í tengslum við gjaldþrotið og brot á lögum. Þrír aðrir stjórnarmenn fengu sambærilega dóma. Björgólfur fór síðar til Rúss- lands með gamlar vélar úr öl- gerðinni Sanitas og framleiddi þar bjór. Hann, sonur hans Björ- gólfur og félagi þeirra, Magnús Þorsteinsson, högnuðust verulega á sölu verksmiðjunnar til hol- lenska bjórframleiðandans Hein- eken snemma árs 2002. Undir lok ársins sömdu þeir um kaup á Landsbankanum. Björgólfur for- maður bankaráðs fram í október 2008 þegar ríkið tók hann yfir. Í lok júlí síðastliðnum var Björ- gólfur úrskurðaður gjaldþrota og eru öll þau félög sem skrifuð voru á hann ýmist komin sömu leið eða í skiptameðferð. Síðustu skref fyrir fall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.