Fréttablaðið - 02.12.2009, Síða 37
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2009
H A U S
Gamlir, bilaðir og jafnvel ónýtir far-
símar geta nú gengið í endurnýjun
lífdaga og öðlast framhaldslíf í fjar-
lægum þróunarlöndum. Það er fyrir-
tækið Græn framtíð sem blæs nýju
lífi í farsímana.
„Endurnýting eru einkunnarorð
21. aldarinnar,“ segir Bjartmar Al-
exandersson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins.
Græn framtíð hefur gert samninga
við fyrirtæki og ungmennafélög víða
um land um söfnun gamalla farsíma.
Fyrirtækið greiðir fyrir söfnunina
en sendir símana áfram til erlendra
fyrirtækja í Evrópu sem nýta íhluti
úr mörgum símum til að búa til heila
síma. Símarnir eru síðan seldir fyrir
brot af upphaflegu kostnaðarverði til
þróunarlandanna.
Nokkrir endursöluaðilar Grænn-
ar framtíðar í Evrópu vinna með Al-
þjóðaheilbrigðisstofnuninni sem sér
alnæmissjúklingum í Afríkuríkinu
Keníu fyrir farsímum en í álfunni
er lítið um landlínur og farsímar því
mun algengari samskiptamáti.
Farsímanotendur geta meðal ann-
ars skilað notuðum farsímum sínum
í verslanir Tals við Suðurlandsbraut
og í Kringlunni. Stefnt er að því að
að endurvinna fleiri rafeindatæki
með sama hætti, svo sem fartölvur,
að sögn Bjartmars. - jab BJARTMAR Græn framtíð blæs lífi í hálfónýta farsíma. MARKAÐURINN/STEFÁN
Gamlir farsímar eiga rétt á framhaldslífi
AUGLÝSIR GILLETTE Tiger Woods er eitt
af andlitum Gillette. Fyrirtækið hefur lýst
yfir fullum stuðningi við kylfinginn.
GULUR DEMANTUR Í byrjun árs 2008
opnaði De Beers verslun í Tókýó. Þar var
þessi 297 karata guli demantur til sýnis.
Hann er metinn á 270 milljónir króna.
Stjórn De Beers, stærsta fram-
leiðanda demanta í heiminum,
hefur ákveðið að fara í hlutafjár-
aukningu upp á einn milljarð doll-
ara, eða 122 milljarða íslenskra
króna. Hluthafar hafa þegar sam-
þykkt þetta.
De Beers á í miklum skuldavanda
en talið er að skuldir þess nemi
um 3,5 milljörðum dollara, eða
457 milljörðum íslenskra króna.
Verð á demöntum hefur fallið á
mörkuðum og á fyrri hluta árs-
ins dróst hagnaður fyrirtækis-
ins saman um 99 prósent. Vegna
erfiðra markaðsaðstæðna þurfti
De Beers að loka demantanám-
um sínum í Suður-Afríku, Botsw-
ana og Kanada um tíma á fyrri-
hluta ársins.
Námufyrirtækið Anglo American
á 45 prósenta hlut í De Beers, Opp-
enheimar-fjölskyldan í Suður-Afr-
íku á 40 prósenta hlut og Botsw-
ana á 15 prósenta hlut. - th
Demanta-
framleiðandi
í fjárhags-
vanda
Stærstu styrktaraðilar kylfings-
ins Tiger Woods hafa gefið út yf-
irlýsingu um að þeir standi á bak
við sinn mann.
Mikil umræða hefur verið um
Woods í kjölfarið á því að hann
ók á brunahana og tré fyrir utan
heimili sitt í Flórída. Enn er ekki
ljóst hver tildrög slyssins voru
og hafa bandarískir fjölmiðlar
verið með ýmsar getgátur í þeim
efnum.
Nike, Gatorade og Gillette hafa
opinberlega lýst yfir stuðningi
við Woods en AT&T, American
Express og Tag Heuer hafa ekki
séð ástæðu til þess. Woods er lang-
launahæsti íþróttamaður heims.
Aðeins brot af auðæfum hans er
verðlaunafé. Til dæmis þénaði
hann 23 milljónir dollara, eða 2,8
milljarða króna, á golfvellinum á
síðasta ári en auglýsingasamning-
ar skiluðu honum 105 milljónum
dollara það ár, eða 12,8 milljörð-
um króna. - th
Styrktaraðilar
lýsa stuðningi
við Woods
Vistvæna prentsmiðjan
Göngum hreint til verks!
Þverholt 13 - 105 Reykjavík - Sími 511 1234 - www.gudjono.is
- áratuga reynsla af Svaninum segir allt!
Prentsmiðjan GuðjónÓ hlaut umhverfi svottun fyrst árið 2000
hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur því
umhverfi smerkt allar vörur sínar sem koma frá fyrirtækinu.
Hjá GuðjónÓ er rík áhersla lögð á gæði, hraða og góða
þjónustu sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur.
Prentsmiðjan er búin vönduðum tækjakosti sem tryggir
hágæðaprentun á hagkvæman hátt.
GuðjónÓ ætti að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem vilja
að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir.
GuðjónÓ