Fréttablaðið - 02.12.2009, Side 48

Fréttablaðið - 02.12.2009, Side 48
32 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af… leiksýningum sem nú eru að ljúka göngu sinni: Sannleika Péturs Jóhanns í Borgarleik- húsinu og Utan gátta Sigurðar Pálssonar sem sýnt er í Kassa Þjóðleikhússins. Leikhúsin hafa auglýst síðustu sýningar á þessum verkum. Á morgun verður sýnd einstök heimildarmynd í Öskju, stofu 132, frá árinu 1972. Cina - Chung Kuo eftir Antonioni. Verkið var unnið á þeim tíma þegar Antonioni var á hátindi ferils síns og menningar- byltingin í Kína í rénun. Að baki voru Blow up og Zabriskie Point og naut hann almennrar virð- ingar. Kínversk stjórnvöld buðu honum að gera heimsbyggðinni ljósan byltingarkenndan árang- ur kínversks samfélags með gerð heimildarmyndar um landið. Hann eyddi fimm vikum í tökur, meðal annars í Peking, Henan-héraði, Nanjing, Suzhou og Shanghai. En afurðin féll stjórnvöldum ekki í geð. Myndin þótti draga fram nei- kvæðar hliðar samfélagshátta og henni var afneitað. Hún var sýnd á RAI en fór ekki víða eftir það. Kvikmyndin Cina - Chung Kuo varpar fram einstaklega fag- urri ásýnd kínversks samfélags. Með dæmigerðu handbragði sínu, löngum tökum og áherslu á andlit og látbragð fólks í hversdagslegu lífi, lét Antonioni eftir sig einstak- an vitnisburð um samfélag sem að mestu hafði verið einangrað í ára- tugi en stóð á þröskuldi viðamik- illa breytinga. Verkið er í þrem- ur hlutum alls um 220 mínútur. Áhorfendum er frjálst að rápa inn og út að vild en mælt er með að þeir sem vilja sitja út sýning- una taki með sér nesti. Sýningin hefst kl. 17.15. Myndin er sýnd með enskum texta. Einstök heimild sýnd Á morgun verður sannkölluð jóla- stemning á hádegistónleikum í Hafnarborg þegar þær Antonía Hevesi píanóleikari og Dísella Lárusdóttir sópran flytja sykursæt amerísk jólalög og tvær aríur, Prendi úr Ástardrykknum og Eccomi in lieta vesta eftir Bellini. Dísella Lárusdóttir syngur um þessar mundir hlutverk Adinu í Ástardrykkn- um eftir Donizetti í Íslensku óperunni. Dísella útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík árið 2002 og fór þaðan í meistaranám við Westminster Choir College, Rider University í Princeton í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hún í maí 2005. Stuttu síðar bar hún sigur úr býtum í Astral Artistic Services 2006 National Audit- ions, komst í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition, og í undanúrslit í söngkeppni Plácido Domingo, Operalia 2006. Árið 2007 sigraði hún svo í Greenfield-keppni Fíladelfíu-hljómsveitarinnar og í kjölfarið bauðst henni að koma fram með hljómsveitinni á árlegum galatónleikum sem nefnast Academy Concert & Ball ásamt píanistanum unga, Conrad Tao, Blue Man Group og Billy Joel undir stjórn Christoph Eschenbach. Stuttu eftir sigurinn í Greenfield-keppninni komst Dísella í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og í framhaldi af því fékk hún starfs- samning hjá Metropolitan-óperunni í hlutverki Miss Schlesen í óperu Philips Glass, Satyagraha. Í apríl 2008 hélt hún debut-tónleika sína í New York í Merkin Hall og fékk einróma góða dóma fyrir. Disella söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árlegum Vínartón- leikum hljómsveitarinnar í janúar 2009 og hlaut einróma lof fyrir. Tónleikarnir hefjast á morgun kl. 12. Dísella, aríur og jólin í Hafnarborg TÓNLIST Dísella Lár- usdóttir sópran ath kl. 12.15 Garðar Cortes heldur tvenna hádeg- istónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbókmenntanna með píanóleikar- anum Robert Sund. Þeir fyrri eru í dag kl. 12.15, en hinir síðari á morg- un á sama tíma. Þeir hafa starfað saman frá árinu 1980 og lagt áherslu á flutning á þekktum og vinsælum dægurlagaperlum. Á Kjarvalsstöð- um flytja þeir jólalög. KVIKMYNDIR Antonioni, hinn virti ítalski leikstjóri. Í gær hófst tónleikaferð Áshild- ar Haraldsdóttur flautuleikara og hörpuleikarans Katie Elizabeth Buckley um Norðausturland með tónleikum í kirkjunni á Þórshöfn. Þar kom einnig fram Kór Þórshafnarkirkju. Í kvöld kl. 20.30 spila þær í kirkjunni á Húsavík. Tónleik- arnir eru á vegum nýstofn- aðs tónlistarfélags – FRÓNs sem hefur það að mark- mið að miðla tónlist um hinar dreifðu byggðir landsins. FRÓN býður sveitarfélögum til sam- starfs hverju sinni og eru samstarfssveitar- félögin haustið 2009, Eyjafjarðarsveit, Dalvíkurbyggð, Langanesbyggð, Þingeyjarsveit og Norðurþing. Tónleikar Áshild- ar Haraldsdóttur og Katie Buckley eru í samstarfi við Félag íslenskra tónlistar- manna og Laugarborg tón- listarhús. Þar halda áfram og leika 3. des. kl. 20.30 á Breiðumýri - Þingeyjarsveit og 5. des. kl. 14 á Laugarborg - Eyjafjarðarsveit og kl. 17 í Bergi - menningar- hús - Dalvíkurbyggð. Á efnisskrá eru verk eftir Paul Angerer, Astor Piazzolla, Henk Badings, Manuel de Falla og fleiri. Tónlist um Norðurland TÓNLIST Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari. MYND FRÉTTABLAÐIÐ Á Norðurlöndum stendur leikhús fyrir ung börn djúpum rótum og þar er viðurkennt að þjálfa verður börn sem leikhúsgesti með efni sem sniðið er fyrir aldur þeirra og þolinmæði. Árlega er verulegum fjár- hæðum eytt þar til leikhús- uppeldis. Helgina 5. og 6. desember koma góðir gestir frá Noregi í heimsókn í Kúluna, barnaleikhús Þjóðleik- hússins og sýna dansleikhús án orða fyrir allra yngstu leikhús- gestina, allt frá ungabörnum til fjögurra ára barna. Tvær sýningar eru hvorn daginn, kl. 13.30 og 15.00. Að auki eru for- sýningar í dag miðvikudag og á morgun fimmtudag sem allir geta sótt. Verkið kallast Maríuhæn- an: Hrekkjóttur álfur og óörugg maríuhæna villast inn í litlaust land. Fljótlega taka undarlegir hlutir að gerast, steinar og sveppir blikka, sólin og tunglið svífa yfir og landið breytist í ævintýraskóg. Allir þessir töfrar hafa mikil en ólík áhrif á álfinn og maríuhæn- una en að lokum sameinast þau og áhorfendur í dansi. Í lok sýningarinnar fá börnin að skoða sig um á sviðinu, spjalla við álfinn og klappa maríuhænunni. Sýningin hefur verið sýnd í Ósló og nágrenni og hlotið mjög góðar viðtökur. Hugmynd, leikmynd og hreyf- ingar: Inger Cecilie Bertràn de Lis en hún og Tinna Grétarsdóttir dansa verkið við tónlist Karoline Rising Næss. Nú gefst foreldrum tækifæri til að fara með ung börn sín í leikhús á sýningu sem er samin sérstak- lega fyrir þau og reynir hvorki á þolinmæði né margt sem einung- is eldri börn skilja. Eru foreldr- ar hvattir til að nota tækifærið. Aðeins þessar sex sýningar verða í boði. pbb@frettabladid.is Álfur og maríuhæna saman LEIKLIST Inger og Tinna í hlutverkum sínum í Maríuhænunni. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.