Fréttablaðið - 02.12.2009, Page 56
40 2. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Framherjinn Alfreð Finnbogason, leikmaður Breiðabliks,
fór í gær í langþráð frí eftir langt tímabil. Hann hélt til
Washington í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hans
búa og mun hann verða ytra fram yfir áramót.
„Þetta er búið að vera strembið tímabil og það
verður gott að hvíla sig aðeins,“ sagði Alfreð við
Fréttablaðið skömmu áður en hann steig upp í
flugvélina.
Hann fór á dögunum á reynslu til enska B-
deildarliðsins Blackpool en ekkert varð af því að
félagið byði honum samning.
„Þeir voru greinilega ekki að leita að manni eins
og mér. Mér gekk svo sem ágætlega á æfingunum
þarna en það varð ekkert meira úr þessu og ég hef
ekkert meira heyrt frá þeim. Auðvitað er það pínu
svekkjandi en ég er nú samt alveg rólegur,“ sagði
Alfreð sem er ekki með fleiri járn í eldinum sem
stendur.
„Eins og staðan er í dag þá stefnir allt í að ég
spili áfram á Íslandi næsta sumar. Ég er í viðræðum við Breiðablik og
bíð eftir að heyra hvað kemur út úr því,“ sagði Alfreð en umboðs-
maður hans mun sjá um viðræðurnar á meðan hann fer í frí.
„Breiðablik er sem fyrr fyrsti kostur hjá mér hérna heima og
það er spennandi tímabil fram undan þar. Ef maður held-
ur áfram að standa sig þá koma vonandi fleiri tækifæri. Ég
held því bara mínu striki og bíð eftir að rétt félag og rétt
tilboð komi,“ sagði Alfreð en hann gæti spilað með því
liði sem hann vill hér á landi enda hafa öll stærstu
félög landsins áhuga á þessum efnilega framherja.
„Svo opnast glugginn auðvitað aftur í janúar
og maður veit aldrei hvað gerist þá. Ef ég sem við
Blikana þá verður það væntanlega með þeim for-
merkjum að ég geti farið fyrir sanngjarnan pening.
Það þarf að vera sanngirni á báða bóga,“ sagði Alfreð
en hvar vill hann helst spila? „Það væri mjög gaman
að komast að hjá liði í Danmörku, Hollandi eða
Belgíu. Einhverju landi þar sem er spilaður fótbolti sem
hentar mér,“ sagði Alfreð Finnbogason.
ALFREÐ FINNBOGASON: FÉKK EKKI SAMNING HJÁ ENSKA FÉLAGINU BLACKPOOL
Það stefnir allt í að ég spili áfram á Íslandi
Fjölskylduhjálp Íslands
Jólasöfnun
Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin
Þúsundir fjölskyldna eiga um sárt að binda fyrir jólin. Þeir sem
eru aflögufærir fyrir þessi jól geta lagt inn á reikning
Fjölskylduhjálpar Íslands
101-26-66090
kt. 660903-2590
Tökum á móti matvælum og fatnaði í
Eskihlíð 2-4
þriðjudaga kl 9-13
miðvikudaga kl. 9-18
fimmtudaga kl. 9-13 .
Símar 551 3360 og 892 9603
GLÆ
SILE
G O
PNU
NAR
TILB
OÐ!
GRE
NSÁ
SVE
GI 1
1
NÝ
STÓ
RGL
ÆSI
LEG
SPO
RTV
ÖRU
VER
SLU
N!
WWW.BETTERBODIES.SE
> Diogo framlengdi til ársins 2011
Jordao Diogo, portúgalski bakvörðurinn hjá KR, er búinn
að framlengja samning sinn við Vesturbæjarliðið til ársins
2011. Jordao Diogo hefur
verið í herbúðum KR-inga
síðan sumarið 2008 og hefur
spilað 31 leik fyrir félagið í
úrvalsdeild karla. Hann lék mjög
vel í vinstri bakvarðarstöðunni
síðasta sumar. Jordao Diogo er
nýorðinn 24 ára gamall en hann kom
til Íslands frá Englandi eftir að hafa
komið upp í gegnum unglingastarfið
hjá Benfica á sínum tíma.
HANDBOLTI Forráðamenn þýska
stórliðsins Kiel eru greinilega afar
ánægðir með störf Alfreðs Gísla-
sonar þjálfara því þeir hafa fram-
lengt við Alfreð til ársins 2014 en
gamli samningur Alfreðs átti að
renna út 2011. Alfreð er á sínu öðru
ári með þýsku meistarana.
„Þetta er snilldarklúbbur og því
var aldrei um annað að ræða en að
framlengja. Ég er afar sáttur við
þessa niðurstöðu,“ sagði Alfreð við
Fréttablaðið í gær. „Þegar maður
er búinn að vera hér má eiginlega
segja að allt annað sé skref niður
á við. Það eru ekki margir klúbb-
ar sem komast nálægt því sem er
hér hjá Kiel,“ sagði Alfreð sem er
hvergi nærri á því að hætta í hark-
inu í Þýskalandi.
„Ég hef alltaf sagt að ég ætli að
taka þennan deildarbolta til sextugs
ef ég lifi það af í bókstaflegri merk-
ingu. Svo hafði ég hug á að fara í
eitthvert vínræktarland sem lands-
liðsþjálfari. Það verður því varla á
Íslandi nema loftslagsbreytingarn-
ar verði rosalegar,“ sagði Alfreð og
hló við. „Það er stefnan að ná tíu
árum í viðbót í deildarboltanum og
draumurinn auðvitað að gera það
með Kiel.“
Alfreð gerði Kiel að meisturum
og bikarmeisturum í Þýskalandi á
fyrsta ári með liðið en það sló þess
utan stigamet í deildinni í fyrra.
Svo fór Kiel einnig í úrslit Meist-
aradeildarinnar. Tímabilið í ár
hefur svo farið vel af stað en Kiel
hefur enn ekki tapað leik í vetur.
Alfreð er þekktur vinnuþjark-
ur og hann segir að það heilli ekki
að færa sig um set til Spánar. „Það
er ekki nógu mikil áskorun. Þar
erum við kannski bara að tala um
sex alvöru leiki á ári en hitt frek-
ar auðvelt. Ég vil hafa meira fyrir
hlutunum en það, þó svo það sé
æðislegt að búa á Spáni. Það topp-
ar ekkert Kiel,“ sagði Alfreð sem
segir Kiel sífellt vera að bæta við
sig og meðal annars verið að vinna
í nýrri æfingaaðstöðu.
„Svo er Kiel með þá sérstöðu að
það er ekki háð einstaklingi eða
einum styrktaraðila. Hér er alltaf
fullt hús og margir styrktaraðil-
ar. Það býr ekkert annað félag við
sama öryggi í rekstri og Kiel.“
Helstu andstæðingar Kiel áttu
eflaust von á að Kiel myndi hiksta
meira en raun ber vitni í vetur enda
missti liðið sterka leikmenn og þar
á meðal Nikola Karabatic sem er
almennt talinn vera besti hand-
boltamaður heims.
„Þannig lagað hefur þetta gengið
betur. Það er mjög gott hjá okkur að
halda meðal annars við Hamburg
fyrir aftan okkur en það voru litlar
breytingar þar. Maður spyr sig að
ef Hamburg nær ekki að halda í við
okkur núna, hvernig verður það á
næsta ári þegar við erum búnir að
spila okkur betur saman? Svo erum
við með ágætt forskot á Rhein-
Neckar Löwen en það lið á bara
eftir að styrkjast,“ sagði Alfreð.
Alfreð og fjölskylda una sér vel
í Kiel sem hann segir vera þægi-
legan smábæ. Hann segir það ann-
ars skipta sig engu hvar hann sé að
vinna.
„Það er það mikið að gera fyrir
mig að ég hef ekki einu sinni tíma
til að kíkja á tölvupóstinn minn.
Ég er bara að þjálfa eða í mynd-
bandavinnu allan daginn. Þetta er
alltaf eins og ekki beint fjölbreytt
líf. Ég hef samt enn sama áhuga og
drifkraft og áður. Auðvitað hefur
maður séð þjálfara brenna upp og
ég veit ekki hvort það gerist fyrir
mig ef ég held áfram að horfa
endalaust á myndbönd. Það gerist
eflaust einhvern tímann. Ég gæti
ekki verið í þessu harki í dag ef
ég væri með lið í neðri hlutanum.
Þá færi ég frekar á sjóinn bara hjá
Samherja,“ sagði Alfreð Gíslason.
henry@frettabladid.is
Ég verð landsliðsþjálfari í
vínræktarlandi eftir tíu ár
Það er ekkert fararsnið á Alfreð Gíslasyni sem er búinn að framlengja samning
sinn við Kiel til ársins 2014. Hann stefnir á að þjálfa deildarlið til sextugs.
Á TOPPNUM MEÐ KIEL Akureyringurinn Alfreð Gíslason verður áfram við störf hjá
líklega besta félagsliði heims í dag. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
HANDBOLTI Hinn ungi
og efnilegi Hafnfirð-
ingur, Aron Pálm-
arsson, er undir hand-
leiðslu Alfreðs hjá Kiel
en hann kom til félagsins
frá FH. Alfreð er ánægður
með strákinn.
„Ég er mjög ánægð-
ur með hann. Auðvitað
kom hann hingað í engu
formi enda búinn að vera
lengi meiddur en honum
hefur gengið vel að aðlagast.
Hann er ótrúlega sterkur miðað
við aldur og fyrri störf. Hann
getur samt enn bætt sig í
grundvallaratriðum eins og
úthaldi og snerpu,“ sagði
Alfreð.
„Hann má samt laga
þýskuna hjá sér en hann
hefur ekki alveg verið
nógu duglegur að læra
hana. Ætli hann sé ekki
of mikið á Facebook,“
sagði Alfreð léttur og
hló. - hbg
Alfreð er ánægður með Aron Pálmarsson:
Ótrúlega sterkur miðað
við aldur og fyrri störf
FÓTBOLTI Manchester United og Aston Villa komust í
undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar í gær-
kvöld. Man. Utd vann þá Tottenham, 2-0, á Old
Trafford en Aston Villa vann góðan
útisigur á Portsmouth, 2-4.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd, tefldi fram hálfgerðu varaliði eins
og venjulega í þessari keppni en aðallið
Spurs átti samt ekkert í United. Miðjumaður-
inn Darron Gibson skoraði tvö mörk í fyrri hálf-
leik og kláraði dæmið fyrir heimamenn.
Sjálfsmark Stiliyan Petrov gerði ekkert til þess
að hjálpa Portsmouth gegn Aston Villa. Leikmenn
Villa svöruðu með þremur mörkum frá Emile
Heskey, James Milner og Stewart Downing.
Kanu minnkaði muninn þrem mínútum fyrir
leikslok en Ashley Young kláraði dæmið
fyrir Villa tveim mínútum síðar. - hbg
Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í gær:
Man. Utd og Aston Villa komust áfram
HETJAN Darron Gibson skaut Man. Utd áfram í
deildarbikarnum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP