Fréttablaðið - 02.12.2009, Qupperneq 59
MIÐVIKUDAGUR 2. desember 2009 43
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, er allt annað
en ánægður með blaðamann
The Independent sem gagnrýndi
harðlega ungu strákana hans
fyrir frammistöðuna í heimatap-
inu á móti Besiktas í Meistara-
deildinni í síðustu viku.
Rafael da Silva, Gabriel Obert-
an, Darron Gibson, Federico
Macheda og Danny Welbeck spil-
uðu allir allar 90 mínúturnar á
móti Besiktas.
Blaðamaður The Independent
skrifaði eftir Besiktas-leikinn:
„Það er engin framtíð fyrir þessa
leikmenn og þeirra tími mun ekki
koma hjá United“ og þessi pistill
hans vakti svo sannarlega við-
brögð hjá stjóranum.
„Þvílíkt fífl. Ég trúði þessu
ekki. Þetta er fáránleg yfirlýs-
ing. Þegar Beckham, Butt, Schol-
es og hinir ungu strákarnir spil-
uðu árið 1996 þá voru þeir 22 ára
gamlir eða þremur árum eldri en
þessir strákar. Ég get lofað ykkur
því að þessi sami blaðamaður
mun biðja um viðtöl við þá þegar
þeir eru orðnir stórar stjörn-
ur. Munið þessi orð mín,“ sagði
Ferguson og bætti við:
„Það á reka þennan blaðamann
fyrir svona rugl,“ sagði Sir Alex
ósáttur. - óój
Sir Alex Ferguson:
Vill láta reka
blaðamann
SIR ALEX Liggur ekki á skoðunum sínum
frekar en fyrri daginn. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Thierry Henry er ekki
sloppinn þrátt fyrir að hafa beð-
ist formlega afsökunar á því að
hafa notað höndina þegar hann
lagði upp jöfnunarmarkið mikil-
væga fyrir Frakka í umspils leik
við Íra. FIFA mun taka mál hans
fyrir á fundi á morgun og þar
kemur til greina að refsa Barce-
lona-manninum fyrir „svindlið“.
Sepp Blatter, forseti FIFA,
hefur talað við Thierry Henry og
þegar Frakkinn spurði út í hugs-
anlega refsingu þá svaraði Blatt-
er að málið yrði tekið fyrir hjá
framkvæmdastjórninni.
FIFA mun fara yfir málið á
öllum hliðum og líklegt þykir að
niðurstaðan verði kynnt um leið
og þær aðgerðir sambandsins til
þess að koma í veg fyrir svona
áberandi mistök í framtíðinni.
Meðal þess sem kemur til
greina er að setja fimm dómara
á leikina á HM næsta sumar þar
sem tveimur marklínudómurum
yrði bætt við eins og viðgengst í
Evrópudeildinni í vetur. - óój
Thierry Henry:
Verður hugsan-
lega refsað
HÖNDIN Atvikið sem enn er verið að
ræða um. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Lion-
el Messi var í gær útnefndur besti
knattspyrnumaður Evrópu. Valið
kom engum á óvart enda átti Messi
hreint út sagt ótrúlegt tímabil í liði
Barcelona sem vann glæsilega
þrennu.
Messi fékk 473 stig í kjörinu en
Cristiano Ronaldo, sem varð annar
fékk 233 stig en aldrei áður hefur
verið eins mikill munur á milli
tveggja efstu manna. Messi var
hógvær líkt og áður er honum var
tilkynnt um úrslitin í kjörinu.
„Að sjálfsögðu gerði ég mér
grein fyrir því að ég ætti mögu-
leika að vinna þessa útnefningu.
Ég átti samt aldrei von á þetta
afgerandi kosningu. Þetta er mik-
ill heiður og að vinna þessi verð-
laun skiptir mig miklu máli,“ sagði
Messi við France Football sem
stendur fyrir kjörinu.
Messi er sjötti leikmaður Bar-
celona sem vinnur þessi verðlaun
og sá fyrsti í fjögur ár en þá hlaut
Ronaldinho þessa útnefningu.
„Allir sem hafa unnið þessi verð-
laun eru stórkostlegir leikmenn
og það eru líka margir frábær-
ir leikmenn sem hafa ekki hlotið
þessi verðlaun,“ sagði Messi en
félagi hans hjá Barcelona, Xavi,
varð þriðji í kjörinu með 170 stig
og Andres Iniesta kom þar á eftir
með 149 stig. - hbg
Lionel Messi var valinn knattspyrnumaður Evrópu af France Football með áður óséðum yfirburðum:
Átti ekki von á svona afgerandi kosningu
LIONEL MESSI Átti hreint ótrúlegt ár með Barcelona. NORDIC PHOTOS/AFP
JÓLA
GJAFA
HUGMY
NDIR
Þ
ÍSLEN
SK HÖ
NNUN
INDRIÐI
Heilrennd peysa úr Tecnostretch® efni frá
Pontetorto®. 1 brjóstvasi og 2 renndir vasar.
Stuttur kragi sem fellur að hálsinum.
Stærðir: S-3XL
6.990 kr.
JAKOB
Heilrenndur jakki. Einn brjóstvasi og 2 hefðbundnir
vasar. Rennilás sem hægt er að renna í báðar áttir.
Tecnostretch® efni frá Pontetorto®. Mjúkur og hlýr.
Stærðir: S - 3XL
7.990 kr.
EMBLA
Klassísk flíspeysa. 2 renndir vasar á hliðum.
Rennilás að framan sem hægt er að renna í báðar
áttir. Tecnopile® flísefni frá Pontetorto.
Stærðir: XS - 4XL
7.990 kr.
JÓNÍNA
Sú vinsælasta! Heilrennd með hettu og
2 vösum. Rennilásar eru neðst á ermum sem
gefa möguleika á víkkun. Innan í hettu er
svart flísefni. Stærðir: XS - 4XL
8.990 kr.
KRISTJÁN
Heilrenndur jakki gerður úr vatnsfráhrindandi
og vindheldu Teflon® húðuðu No Wind® efni
frá Pontetorto®. Mjög léttur jakki sem hentar
í allskyns útivist. Stærðir: S-3XL
14.900 kr.
UNA
Heilrenndur jakki. Mjúk, vindheld skel úr
No Wind® efni frá Pontetorto® á Ítalíu. Cordura®
styrkingarefni á síðum, ermum og öxlum. Einn brjóstvasi
og 2 hefðbundnir vasar. Rennilás sem hægt er að renna
í báðar áttir. Falin stillanleg teygja í faldi. Klassísk
Cintamani flík. Stærðir: XS-3XL
10.990 kr.
A3 OUTLETT AUSTURHRAUN 3
210 GAR-DABÆ, S. 5333811