Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 4

Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 4
4 5. desember 2009 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Tilkynning Norræna fjárfestingarbankans á hærri vaxtakjörum á nokkrum íslensk- um lánum er í fullu samræmi við reglur bankans, segir Johnny Åkerholm, forstjóri bankans. Hann segir Íslendinga fá sömu meðferð hjá bankanum og aðra. „Bankinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um að hætta að fjár- magna verkefni á Íslandi, alls enga. En við störfum náttúrlega einnig, líkt og alþjóðlegar lána- stofnanir og einkabankar, eftir reglum um eðlilega bankastarf- semi og við metum áhættuna þegar kemur að fjármögnun og lánveitingum. Á Íslandi höfum við verið settir í flokk með fjárfestum í einkageir- anum og það hefur að sjálfsögðu aukið áhættu okkar umtalsvert. Það sést best á því að virðisrýrnun lána okkar kemur í raun frá Íslandi.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá tilkynnti bankinn nokkrum íslenskum lántakendum um hærri vaxtakjör á lánum. Á langtíma- lánum eru vaxtakjör endurskoðuð reglulega. „Við endurmat tökum við tillit til aukinnar áhættu. Við mátum þessi lán alveg eins og við hefðum gert við lán frá öðrum löndum, hvort sem það væri Svíþjóð eða Finn- land, svo dæmi sé tekið. Áhættan hefur aukist og því hækka vext- irnir.“ Johnny segir að vegna mistaka hafi það gerst í einhverjum tilvik- um að lántakanum hafi ekki verið tilkynnt um endurmat innan til- skilins frests, sem er 45 dögum fyrir vaxtaákvörðunardag. End- urskoðun verði frestað í þeim til- vikum. „Við endurskoðun hefur bankinn samband við viðskiptavini og til- kynnir um breytta vaxtaákvörðun. Viðskiptavinurinn getur þá kosið að taka lán annars staðar og greiða lánið upp hjá okkur ef hann er ósáttur, eða samþykkt kjör okkar eða endursamið. Um þetta gilda sömu reglur fyrir alla.“ Forstjórinn segir bankann fylgjast vel með því hvað alþjóðleg matsfyrirtæki gera og ljóst sé að lánshæfismati Íslands hafi hrakað umtalsvert. Ísland sé þó ekki eina landið þar sem áhættumat hafi breyst vegna efnahagsástandsins og vextir séu endurmetnir í takt við það. „Við höfum þó ekki lent í sérstökum vandræðum nema á Íslandi.“ Norræni fjárfestingarbankinn á umtalsverða kröfu í þrotabú gömlu bankanna. kolbeinn@frettabladid.is Ísland fær alls enga sérmeðferð hjá NIB Forstjóri Norræna fjárfestingarbankans segir eðlilega staðið að vaxtahækkun íslenskra lána. Bankinn verði að meta áhættu við lánveitingarnar. Töluvert fé hafi tapast á lánum til Íslands. Ekki sé búið að skrúfa fyrir lán til landsins. FORSTJÓRINN Johnny Åkerholm, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, segir að alls ekki hafi verið skrúfað fyrir lánveitingar til Íslands. Meiri áhætta fylgi nú lánum hingað til lands og það skýri hækkun vaxta. VESTURBYGGÐ Hafnarskúr sem nýlega var settur upp við Hafnar- vogina á Bíldudal olli nokkuð hörðum orðaskiptum á fundi hafnarstjórnar Vesturbyggðar á fimmtudag. Á fyrri fundi stjórnar hafði verið samþykkt að taka 600 þús- und króna tilboði Láss ehf. í gám- inn og uppsetningu hans. Þegar upp var staðið kostaði gámurinn 1.580 þúsund krónur með öllu, og af því fæst ríflega 300 þúsund króna virðisaukaskattur endur- greiddur. Einn stjórnarmaður lét bóka mótmæla við framúrkeyrsl- una, en hafnarstjórinn sagði hana hafa verið óhjákvæmilega. - sh Deilt um bruðl á Bíldudal: Hafnarskúr tvö- faldaðist í verði BAKKABRÆÐUR FYRIR BÖRNIN lum börnum erl auðsynlegt aðn ynnast þessum óborganlegu bræðrum sem o rækilega hafa greypt sig inn þjóðarvitundí Íslendinga. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is BÓLUSETNINGAR BEÐIÐ Biðröð eftir bólusetningu gegn svínaflensu við apó- tek Bobs Johnson í Seattle í Bandaríkj- unum í byrjun nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LONDON, AP Lyfjastofnun Evrópu hefur bent á að ung börn sem fá bóluefni GlaxoSmithKline við svínaflensu kunni að fá hita af völdum seinni skammts bólu- efnisins. Í tilkynningu stofnunarinnar í gær kemur fram að fleiri börn á aldrinum sex mánaða til þriggja ára hafi fengið hita eftir seinni bólusetninguna af bóluefninu Pandemrix. Þá voru þau líklegri til að fá aukaverkanir á borð við eymsli í vöðva, syfju og ergelsi. Stofnunin mælir með því að börn séu bólusett tvisvar með svínaflensubóluefninu, en Glaxo segir að einu sinni nægi. Bóluefni GlaxoSmithKline: Getur valdið hita hjá börnum Sjö seldu börnum tóbak Sjö sölustaðir tóbaks af 21 seldu fimmtán ára unglingum tóbak í könn- un sem forvarnafulltrúi bæjarins stóð fyrir í lok nóvember. HAFNARFJÖRÐUR DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á Sel- fossi hefur ákært tvítugan pilt fyrir að fella annan pilt í jörðina og traðka tvívegis á bringu hans. Þá hefur tæplega tvítugur pilt- ur verið ákærður fyrir að kýla annan pilt einu höggi í höfuðið. Fórnarlambið steinrotaðist við höggið og féll í jörðina. Pilturinn sem fyrir árásinni varð hlaut tals- verða áverka. Hann fer fram á tæpa milljón í skaðabætur. Loks var maður á fertugsaldri ákærður fyrir að gefa dyraverði á 88 bar á Selfossi þungt olnboga- skot í andlitið. Dyravörðurinn fer fram á rúmar 400 þúsund krónur í skaðabætur. - jss Þrjár líkamsárásir: Traðkaði tvisvar á bringu pilts Standa vörð um skólastarf Í fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2010 er tekið mið af þeim áherslum sem fram komu á nýlegum íbúa- fundi. Sérstök fjárveiting er veitt til að styrkja barna- og unglingastarf hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum í bænum. SVEITARSTJÓRNARMÁL EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra segir að stjórnin hafi vonast til að Nor- ræni fjárfestingabankinn (NIB) stæði með Íslendingum á erfið- um tímum. „Það hefði verið betra frekar en að gera lánskjör erfiðari, hvað þá að boða gjaldfellingu eða eitthvað slíkt.“ Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra tók fyrirhugaða vaxtahækkun bankans á íslenskum lánum fyrir á fundi norrænna fjármálaráðherra í gær. Fjármálaráðherra segir að stjórnin hafi haft vaxandi áhyggj- ur af áformum bankans og málinu verði haldið opnu. Ergilegt sé að slíkt mál komi upp, ekki síst þar sem íslensku lánin hafi verið í skilum. „Það geta verið frávik á því en að uppistöðu eru þessi lán í fullum skilum. Við hefðum viljað að á þessum erfiðu tímum héldust lánskjör óbreytt. Þetta eru oftar en ekki gamal gróin lánasambönd.“ Steingrímur segir að eðlilega sé farið með kröfur NIB í gömlu bankana. Stjórnin hafi fundað um málið með fulltrúum bankans og sent lögfræðiálit. Gæta verði jafnræðissjónarmiða við meðferð krafnanna og það hafi verið gert. „Meðferð krafnanna er í samræmi við lög og ekki hefði verið hægt að gera nokkuð annað.“ - kóp Steingrímur J. Sigfússon er ósáttur við vaxtahækkun NIB: NIB ætti að standa með okkur ÓSÁTTUR Fjármálaráðherra er ósáttur við fyrirhugaða vaxtahækkun Norræna fjárfestingarbankans á íslenskum lánum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI UMHVERFISMÁL Náttúrustofa Vest- urlands kynnti í nóvember tillögu sína um að umhverfisvotta Ísland. Hugmyndin hefur náð eyrum forkólfa vottunarfyrirtækisins Green Globe, sem myndu sjá um umhverfisvottun landsins ef til kæmi, en það á höfuðstöðvar í Ástralíu. Hafa forsvarsmenn Green Globe sýnt því áhuga að ræða við íslenska ráðamenn um útfærslur hugmyndarinnar. Greinargerð Náttúrustofunnar var send til allra þingmanna og auk þess valinna aðila víða um land. Á næstu dögum verður hún send til forsvarsmanna sveitar- félaga um land allt. - shá Umhverfisvottun Íslands: Vel tekið utan landsteinanna GENGIÐ 04.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,0287 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,54 122,12 202,07 203,05 182,97 183,99 24,584 24,728 21,565 21,693 17,649 17,753 1,3755 1,3835 195,32 196,48 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ranglega var farið með nafn Þórarins Haraldssonar í myndatexta með grein um jólaglögg Útons sem birtist í blaðinu í fyrradag. Í upptalningu um þá sem skipa atvinnumálahóp Reykjavíkurborgar, sem birtist í blaðinu í fyrradag, gleymdust nöfn Sigurðar Snævars borgarhagfræðings og Guðfinns Þórs Newmans. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 10° 4° 5° 10° 7° 5° 6° 6° 21° 11° 17° 8° 18° 1° 12° 14° 6° 4Á MORGUN Strekkingur á V-fjörðum. Hvasst með S-ströndinni. 14 MÁNUDAGUR Strekkingur á V- fjörðum, annars hægari. 3 3 4 5 4 33 5 4 6 4 4 4 3 4 5 6 5 6 2 7 10 76 8 8 9 10 8 7 MINNKANDI VINDUR þegar á daginn líður og einnig dregur úr úrkomu. Það bætir svo aftur í vindinn á morgun og verð- ur hvassast með suðurströndinni. Hitinn breytist lítið fram á mánudag og því verður úrkoman sem fellur að mestu leyti rigning. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.