Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 05.12.2009, Síða 6
6 5. desember 2009 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Umræða síðustu daga um meint málþóf stjórnar- andstöðunnar er á misskilningi byggð, því Icesave-málið snýst um „árás á sjálfstæði þjóðarinnar“. Engin sannarlega fullvalda þjóð léti bjóða sér slík málslok án dóms og laga. Því á að vísa Icesave-deilunni til Evrópu- sambandsins. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar á blaðamanna- fundi talsmanna stjórnar- andstöðunnar í alþingishúsinu í gær. Vísa á málinu frá Alþingi til ríkisstjórnarinnar, sem tali við ESB um að hlutast til í málinu. Ef þetta gengur ekki eftir á að hafna ríkisábyrgð samninganna svo Bretar og Hollendingar þurfi að sækja málið fyrir íslenskum dómstólum. Stjórnarandstaðan telur ýmis Icesave-tengd mál óútkljáð, meðal annars hvort Icesave- frumvarpið samrýmist stjórnar- skrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar, tók næst til máls og sagði að þótt hann hefði ekki viðhaft málþóf enn, væri Icesave þannig vaxið að það myndi réttlæta slíkt. „Þetta fyrirkomulag [mögu- leiki þingmanna til að tefja mál] er hluti af lýðræðinu og ekki aðeins hér á Íslandi heldur víðast hvar í vestrænum lýðræðisríkj- um og á að gera stjórnarandstöðu kleift að veita ríkisstjórn ákveðið aðhald,“ sagði Sigmundur. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, minnti á ummæli fjármálaráðherra Hol- lands um að evrópska innstæðu- kerfið hefði verið gert fyrir ein- staka banka en ekki kerfishrun. „Það eru alltaf að koma nýjar upplýsingar,“ segir hún og leggur áherslu á að vita hvort Íslendingar geti staðið undir skuldabagganum. Það sem kallað er málþóf sé til að tryggja að málið sé unnið á forsendum þingsins en ekki ríkisstjórnarinnar. Þetta sé ekki skemmdarfýsn heldur til að standa vörð um lýðræðið. Stjórnarandstaðan var þá spurð hvort ekki væri lýðræðis legur réttur meirihlutans að koma málum til atkvæðagreiðslu. Sigmundur endurtók þá ummæli sín um ástæður þessa fyrirkomulags á þingi og Bjarni sagði ríkisstjórnina, ekki stjórn- arandstöðu, koma í veg fyrir að önnur mál komist á dagskrá. Spurður hversu lengi stjórnar- andstaðan vildi ræða málið sagði Bjarni að það yrði ekki mælt í mínútum, tæma þyrfti málið efnislega. Til að mynda þyrfti að svara spurningum um stjórn- arskrá. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði hvort Sjálfstæðisflokkur og Framsókn teldu sig ekki bera ábyrgð á Icesave-málinu, hvort ekki skorti hógværð í mál þeirra, svaraði Sigmundur: „Ertu að spyrja sem stjórnmálamaður?“ Flokkarnir hefðu horfst í augu við ábyrgð sína með afgerandi hætti. klemens@frettabladid.is Vilja vísa Icesave til Evrópusambandsins Fulltrúar stjórnarandstöðunnar krefjast þess að Icesave-frumvarpinu verði vísað frá Alþingi. Tillaga þeirra felst í því að Evrópusambandið hafi milligöngu í deilunni. Annars eigi að hafna öllum kröfum Breta og Hollendinga. MÁLIN RÆDD Í HERBERGI FORSÆTISNEFNDAR Meðal þess sem kom fram í máli stjórnarandstöðunnar var að ekki ætti að setja málið í pólitískar skotgrafir heldur sameinast um íslenska hagsmuni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ EINN VINSÆLASTI SÖNGLEIKUR ALLRA TÍMA. FRUMSÝNING 26. DES. FÍASÓL 1.500 kr. OLIVER! 3.300 kr. LAXNESSTVENNA 3.000 kr. 7.500 kr. eftir Lionel Bart Einstak t tilboð til jóla ! ALÞINGI „Auðvitað eru þarna ungir og reynslulitlir menn í forystu og verða að hafa tíma til að sanna sig, en þeir mega þá ekki færast of mikið í fang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Hann er ósáttur við framgöngu þeirra og segir þá ekki standa við samninga. „Þegar maður sér að það sem rætt er að kvöldi er gufað upp að morgni er ljóst að ekki er hægt að ná samningum.“ Steingrímur átti að sitja fund fjármálaráðherra Norður- landanna í Kaupmannahöfn í gær, en segist hafa orðið að vera til staðar á Alþingi vegna umræðunnar um Icesave. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra fór fyrir hans hönd. Stein- grímur segir fullreynt í samningum við stjórnarandstöðuna. „Við höfum gert þrjár meiri háttar til- raunir til að koma vitinu fyrir þau, en þær hafa ekki borið árangur ennþá. Mikið lengra getum við ekki teygt okkur því þá værum við að búa til slíkar aðstæður í þinginu að ekki verður búið við.“ Hann segir stjórnina hafa boðist til að lengja umræðu og bæta við dögum. Stjórnin hafi vonast til atkvæðagreiðslu um Icesave á fimmtudag og boðið afgreiðslu á föstudegi eða laugardegi. „Nú er ljóst að mánudagur- inn dugar þeim ekki.“ - kóp Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna ekki standa við samninga: Reynum að koma vitinu fyrir þau FJÁRMÁLARÁÐHERRA Segir stjórnina hafa reynt sitt ýtrasta til að ná samningum við stjórnarandstöðuna um Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÆÐUKÓNGAR ALLRA FLOKKA Í ICESAVE þingmaður flokkur mínútur fjöldi Gunnar Bragi Sveinsson B 341 159 Birgir Ármannsson D 282 119 Pétur H. Blöndal D 280 116 Höskuldur Þórhallsson B 277 90 Ásbjörn Óttarsson D 262 99 Ragnheiður E. Árnadóttir D 229 80 Sigurður Ingi Jóhannsson B 219 78 Eygló Harðardóttir B 206 86 Tryggvi Þór Herbertsson D 195 71 Unnur Brá Konráðsdóttir D 194 84 Sigmundur D. Gunnlaugsson B 189 81 Þór Saari H 184 72 Vigdís Hauksdóttir B 183 69 Illugi Gunnarsson D 177 63 Þorgerður K. Gunnarsdóttir D 168 68 Guðlaugur Þór Þórðarson D 166 58 Kristján Þór Júlíusson D 153 27 Birgitta Jónsdóttir H 138 54 Steingrímur J. Sigfússon V 137 45 Guðbjartur Hannesson S 74 30 * 1. OG 2. UMRÆÐA, SKV. ALTHINGI.IS, Í GÆR. UMDEILD MÁL Á ALÞINGI mál ár lengd umræðu EES 92-93 101 klst. Icesave – seinna frumvarp (1.-2. umr.) haust 09 90 klst* Fjölmiðlalög 03-04 83 klst. Sveitarstjórnarlög 97-98 74 klst. Ríkisútvarpið 06-07 70 klst. Stjórnskipunarlög 08-09 59 klst. Gagnagrunnur 98-99 53 klst. Vatnalög 05-06 52 klst. ESB-aðildarumsókn sumar 09 48 klst Icesave – fyrra frumvarp (sumar 09) 43 klst SKV. UPPLÝSINGUM FRÁ SKRIFSTOFU ALÞINGIS. *KL. 14.35 Í GÆR. Þetta fyrirkomulag er hluti af lýðræðinu og ekki aðeins hér á Íslandi heldur víðast hvar í vestrænum lýðræðisríkj- um. SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Er umræða stjórnarandstöð- unnar á Alþingi um Icesave- samninginn orðin of löng? Já 59,1% Nei 40,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætti að skattleggja fjármagns- tekjur með sömu prósentutölu og launatekjur? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.