Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 8

Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 8
8 5. desember 2009 LAUGARDAGUR 1. Íslenskum pilti hefur verið boðinn þriggja ára samningur hjá knattspyrnufélaginu Liver- pool. Hvað heitir hann? 2. Hver er forstöðumaður Fjöl- smiðjunnar? 3. Hvað heitir nýr afþreyingar- og menningarfréttavefur sem Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stýrir? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 110 DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hóta lögreglukonu og stofna lífi henn- ar í augljósan háska. Atvikið átti sér stað á bifreiða- stæði við Ugluhóla 12 í Reykja- vík. Maðurinn sinnti ekki fyrir- mælum um að ræða við lögreglu. Hann settist upp í bíl og ók hratt og ógætilega af stað í átt að lög- reglukonunni sem komst naum- lega undan. Þá hótaði maðurinn henni ofbeldi í verki. Eftir atlög- una að lögreglukonunni ók maður- inn bifreiðinni af vettvangi og yfir umferðareyju, sem skilur að bifreiðastæðið og akbraut Suður- hóla. - jss Ökufantur ákærður: Hótaði lög- reglukonu STJÓRNSÝSLA Þrjú ráðuneyti hafa á síðastliðnum fimm árum áminnt embættis- eða starfsmenn undir- stofnana og eitt ráðuneyti hefur þurft að skipa tilsjónarmann með rekstri undirstofnana sinna á sama tímabili. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Þor- gerðar K. Gunnarsdóttur, varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, um veittar áminningar starfsmanna á vegum ráðuneytanna og skipun tilsjónarmanna með undirstofnun- um þeirra. Á tímabilinu hafa undirstofnan- ir fjármálaráðuneytisins í fjórgang veitt starfsmönnum áminningu. Ríkisskattstjóri átti þar tvisvar í hlut og tollstjóri jafn oft. Mennta- málaráðherra hefur veitt þremur embættismönnum áminningu, árið 2004 og tvær árið 2008. Í tveimur tilfellum var skipaður tilsjónarmaður með rekstri stofn- ana menntamálaráðuneytisins, ann- ars vegar yfir rekstur Fjölbrauta- skólans í Breiðholti árið 2008 og Háskólans á Hólum á þessu ári. Einn forstöðumaður landbún- aðarráðuneytisins var áminntur á tímabilinu og eins þrír starfsmenn Hafrannsóknastofnunar auk starfs- manns Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins, undanfara Matís. Ekki barst svar frá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um upplýs- ingarnar. - shá Þrjú ráðuneyti hafa áminnt starfsmenn sína á síðastliðnum fimm árum: Starfsmenn sjaldan áminntir MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Á SÖLV- HÓLSGÖTU Ráðuneytið hefur bæði þurft að áminna starfsmenn og skipa tilsjónarmenn yfir undirstofnanir sínar á tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óska eftir að kaupa íslensk-ensku námskeið Óska eftir að kaupa íslensk-ensku Lingapon námskeið. En ég tel nær fullvíst að aðeins eitt íslenskt – ensku Lingapon námskeið hafi komið út á Íslandi. Kennslubókin var innbundin kilja en bæði hærri og breiðari en venjuleg kilja. Eigir þú námskeiðið þá borga ég glaður 40.000 kr fyrir námskeiðið. Viljir þú ekki selja getum við samið um greiðslu fyrir afnot af bókinni. Sími. 865-7013 MP Sjóðir hf. hefur útvistað hluta af verkefnum sínum til MP Banka hf. á grundvelli 18. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. MP Sjóðir hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða skv. 7. tölul. og b-lið 6. tölul. 1. mgr. 3.gr. og 1.-3. tölul. 1.mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfið tekur til reksturs verðbréfa- og fjárfestingarsjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skv. 7. tölul. 1.mgr. 3.gr. laga nr. 161/2002 og til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu skv. 1.-3. tölul. 27. gr. laga nr. 161/2002. Nánari upplýsingar um verðbréfasjóði og fagfjárfestasjóði MP Sjóða hf. má finna á www.mp.is/mp-sjodir. Vinsamlega hafið í huga að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Kynntu þér Ríkisskuldabréfasjóð MP á www.mp.is, í síma 540 3200 eða hjá viðskiptastjórum í Skipholti 50d eða Borgartúni 26. Eignasamsetning Ríkisskuldabréfasjóðs MP 30.11.2009 ÖRUGGARI STAÐUR FYRIR PENINGANA ÞÍNA Hversu stór hluti af þínum sparnaði er í ríkistryggðum bréfum? Við bjóðum þér einfalda leið til að tryggja fjármunina þína með kaupum í Ríkisskuldabréfasjóði MP. 10,2% ávöxtun sl. 12 mánuði 85% verðtryggð ríkisskuldabréf Íbúðabréf 72% Húsbréf 13% Ríkisbréf 8% Innlán 7% Auglýsingasími – Mest lesið ÍTALÍA, AP Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, er sagður hafa gert samning við mafíuna á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta kom fram í framburði dæmds mafíósa, Gaspare Spatuzza, í réttarhöldum sem fram fóru á Ítalíu í gær. Berlusconi hefur borið af sér ásakanirnar. Spatuzza er vitni saksóknara í áfrýjunarréttarhöldum sem fram fara í máli Marcello Dell‘Utri, náins pólitísks samstarfsmanns Berlusconis. Sá var árið 2004 dæmdur til níu ára fangelsisvist- ar fyrir tengsl sín við mafíuna. Berlusconi hefur ekki verið kall- aður til að bera vitni við réttar- höldin. Spatuzza, sem situr af sér lífstíðar dóm fyrir aðild að nokkr- um morðum, sagði fyrir rétti í gær að árið 1993 hefði yfirmaður hans, Giuseppe Graviano, sagt honum að mafían hefði gert samkomulag við Berlusconi sem hafa myndi í för með sér óskilgreindan „ávinn- ing“ fyrir mafíuna. Fjölmiðlakóng- urinn Berlusconi hóf feril sinn í stjórnmálum nokkrum mánuðum síðar og komst til valda í fyrsta sinn sem forsætisráðherra í kosn- ingunum árið 1994. Ávæningur af ásökunum Spat- uzzas hefur verið í umræðunni í nokkra daga. Bæði Berlusconi og Dell‘Utri hafa sagt þær vera tilhæfulaus- ar og fáranlegar og neitað öllum tengslum við skipulagða glæpa- starfsemi. oka@frettabladid.is GASPARE SPATUZZA Sá sem nú ber vitni um tengsl forsætisráðherra Ítalíu við mafíuna þar í landi sést hér skömmu eftir handtöku hans árið 1997. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vitnar um samning við mafíuna Dæmdur ítalskur mafíósi hefur borið fyrir rétti að Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítala hafi gert pólitískan samning við mafíuna á tíunda áratugnum. VIÐ RÉTTARHÖLDIN Mikil öryggisgæsla var við réttarhöldin í Ítalíu í gær. Gaspare Spatuzza bar vitni hulinn hvítu tjaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.