Fréttablaðið - 05.12.2009, Qupperneq 10
10 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
BRUSSEL, AP Áætlað er að 25 lönd hið
minnsta sendi nálægt 7.000 hermenn
til viðbótar til Afganistans á næsta
ári. Anders Fogh Rasmussen, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO), upplýsti um þetta
í gær. Á sama tíma fundaði Hillary
Rodham Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, með utanríkisráð-
herrum annarra NATO-ríkja og
sagði þeim að sameinað átak væri
nauðsynlegt til að snúa við taflinu í
stríðsrekstrinum í Afganistan.
Anders Fogh segist jafnframt eiga
von á að fleiri lönd bætist í hópinn.
Hann segir þau 44 lönd sem þegar
taki þátt í innrásinni í Afganistan
vera „algjörlega sameinuð“ í við-
leitni sinni í að ná viðunandi árangri
í stríðinu í Afganistan sem nú hefur
staðið í átta ár.
„Öflugustu skilaboð dagsins snúa
að samstöðu,“ sagði hann. „Löndin
standa við orð sín með aðgerðum.“
Þá sagði James Stavridis, aðmíráll
í sjóher Bandaríkjanna, æðsti yfir-
maður NATO og herafla Bandaríkj-
anna í Evrópu, í viðtali við frétta-
stofu AP að kalla mætti til nokkur
þúsund hermenn, aðra en frá Banda-
ríkjunum, á næsta ári, til viðbótar
við þá 7.000 sem Anders Fogh vísar
til. „Við leggjum á það áherslu við
þau lönd sem mögulega leggja til
mannafla að við horfum helst til
fólks sem kemur að þjálfun,“ sagði
Stavridis. „Og mér heyrist að undir-
tektir séu góðar hvað það varðar.“
Hillary Clinton sagði á fundi
utanríkisráðherranna að nauðsyn-
legt væri að öll viðbót við stríðs-
reksturinn ætti sér stað eins fljótt
og auðið væri. Hún þakkaði Ítölum
og Bretum fyrir skjót viðbrögð og
yfirlýsingar um viðbótarherlið, en
sagði um leið að aðstoð önnur en
með fjölgun hermanna væri jafn
mikilvæg. „Knýjandi þörf er á að
fjölga hermönnum, en þeir verða
ekki endalaust á staðnum,“ sagði
hún í ræðu sinni við Norður-Atlants-
hafsráðið og vísaði til orða Banda-
ríkjaforseta um að hefja ætti brott-
flutning bandarískra hermanna frá
Afganistan í júlí 2011. „Hraði og
umfang brottflutningsins fer eftir
aðstæðum í landinu.“
Anders Fogh Rasmussen lýsti
svipuðum viðhorfum á blaðamanna-
fundi í gær. Hann segir að þótt
Afganar fái aukin yfirráð í landi
sínu þýði það ekki endilega fullan
brottflutning herafla NATO. And-
ers Fogh gat ekki um skiptingu milli
landa vegna þeirra hermanna sem
senda á til viðbótar til Afganistans,
en nafnlausir heimildarmenn AP
innan NATO segja að staðfest lof-
orð nái til um 5.500 hermanna og
búist sé við um 1.500 til viðbótar
frá öðrum löndum.
peturg@frettabladid.is
Aðrar þjóðir
senda herlið
Áætlað er að 25 þjóðir sendi 7.000 hermenn til Af-
ganistans til viðbótar við þá 30.000 sem Bandaríkja-
menn senda. Þörf er sögð á sameinuðu átaki.
Á RÁÐHERRAFUNDI Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur í
hendina á Sjeik Abdúlla bin Zayed Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku
furstadæmanna. David Miliband, utanríkisráðherra Breta, horfir á. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐBÓTARHERAFLI NATO
Fjölmargar þjóðir jafnt innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem utan hafa
lofað að styðja með auknum mannafla sérstakt átak í hernámi þjóðarinnar.
Stuðningurinn bætist við þrjátíu þúsund manna herliðið sem Barack Obama
hefur sagt að bætist við setulið Bandaríkjahers í Afganistan.
Búist er við staðfestum loforðum á ráðstefnu á mánudag og einnig á
alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Afganistans í janúar. Samkvæmt upplýs-
ingum frá NATO í gær munu í það minnsta 25 þjóðir bæta við heraflann í
landinu.
NATO-þjóðir
Albanía 125
Króatía (til þjálfunar lögreglu) 40
Tékkland 100
Ítalía 1.140
Litháen 20
Pólland (+400 í varalið í Póllandi) 680
Portúgal (+1 í lögregluliði) 120
Rúmenía 100
Slóvakía 240
Tyrkland (til þjálfunar hers Afgana) 60
Bretland 1.200
Þjóðir utan NATO
Armenía 40
Ástralía 120
Finnland 25
Makedónía 80
Georgía 923
Svíþjóð 125
Úkraína 22
Möguleg viðbót
Kólumbía 84
Kasakstan 5
Mongólía 40
Svartfjallaland 40
S-Kórea 400
ALLS 5.529
HEIMILD: NATO
Alhliða uppskrift
Pulsa (hituð í vatni,
EKKI SOÐIN!!!) Pu
lsu-
brauð og bara hvað
sem
þig langar að hafa m
eð.
(Nema grænar baun
ir.
Grænar baunir í pu
lsu-
brauði geta valdið
öndunarerfiðleikum
.)
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
www.lapulsa.is