Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 12

Fréttablaðið - 05.12.2009, Page 12
12 5. desember 2009 LAUGARDAGUR ETJA KAPPI Menn á hestbaki leika „Buzkashi“ í útjaðri Kabúl í Afganistan. Bein þýðing er „geitargrip“. Hauslaust geitarhræ er notað og tvö lið keppast um að koma því í mark. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÆREYJAR Forvarna er þörf til að koma í veg fyrir að unga fólkið sýkist af klamidíu. Nú er svo komið að sjöundi hver Færey- ingur er með þennan kynsjúk- dóm. Þetta segir Malan Egholm á Færeysku lýðheilsustöðinni við útvarp Færeyja. Hann minnir á að talan geti vel verið hærri, því ekki láta allir skoða sig, þótt þeir beri einkenni sýkingar. Hann hvetur fólk til að leita til læknis, hafi það haft samfar- ir án þess að nota smokk, enda getur sjúkdómurinn gert konur ófrjóar. - kóþ Faraldur í Færeyjum: Sjöundi hver með klamidíu BÍLAR Nýskráningar bíla frá janúar á þessu ári til nóvemberloka voru 2.747 sem er 77,5 prósenta fækkun frá sama tímabili í fyrra en þá voru ríflega 12.100 bílar skráðir á land- inu að því er fram kemur í Hagtíð- indum Hagstofunnar. Fleiri nýir bílar voru þó skráðir í nóvember í ár en í nóvember í fyrra, 152 í stað 123. Greining Íslandsbanka túlkar það sem vís- bendingu um að botni í vissum hluta neyslu sé náð en bendir jafn- framt á að nýskráning bíla er enn mjög lítil. Í Hagvísum kemur fram að síð- astliðna tólf mánuði, frá desember í fyrra til nóvemberloka voru 2.824 bílar skráðir en voru 13.500 næstu tólf mánuðina á undan sem þýðir nær 80 prósenta fækkun á þessu tímabili. Árið 2007 voru nýskráðir bílar á Íslandi 22.603, árið 2008 voru þeir 12.308 en sem fyrr segir eru þeir tæplega 3.000 það sem af er ári. - sbt Sala á nýjum bílum hefur dregist verulega saman á þessu ári: 80% samdráttur í nýskráningu BÍLAFLOTI 2007 Bílar sem biðu nýs eiganda árið 2007 þegar metfjöldi bíla seldist. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nýskráðir bílar 2007 2008 2009* * Fyrstu 11 mánuði ársins 22.603 12.308 2.747 UPPLÝSINGATÆKNI ADSL-háhraða- nettengingar hér á landi eru tíu ára um þessar mundir. Síminn tengdi fyrsta viðskiptavin sinn um ADSL 1. desember 1999. 6. desember sama ár var hafin almenn mark- aðssetning og sala á slíkum teng- ingum. Nýju tengingarnar buðu upp á mun meiri hraða á netinu en upp- hringisambönd þau sem ráðandi voru áður, en þá þurftu notendur að hringja inn með mótaldi og hlusta á són og tölvubrak á meðan tölvan tengdist. „ADSL markaði tímamót í sögu gagnaflutnings því um var að ræða sítengingu eins og flestir þekkja tæknina í dag,“ segir í til- kynningu sem Síminn sendi frá sér í tilefni tímamótanna. Í upprifjun Símans kemur jafn- framt fram að þótt talað hafi verið um byltingu hvað varðaði háhraða- gagnaflutninga með tilkomu ADSL- tenginga hafi tæknin fyrsta kastið verið plöguð af tæknilegum örð- ugleikum. Haft hafi verið á orði að ADSL stæði fyrir „Andskotans, Djöfulsins SambandsLeysi“. ADSL stendur fyrir enska orða- sambandið „Asymmetric digital subscriber line“ og þýðir að gagna- flutningur fari frá einum stað til annars ósamhverft um símalínur. „Meginkosturinn er sá að hvorki símasambandið né gagnaflutning- urinn truflar hvert annað vegna ólíkrar tíðni.“ Nú eru nánast allir landsmenn sem nota netið sagðir tengjast því um ADSL-tengingar. „Tölur úr nýrri skýrslu Póst- og fjarskipta- stofnunar sýna að tæplega 100 þús- und ADSL-áskriftir eru hér á landi. Margfalt færri nota ljósleiðarann, þótt hann hafi farið vaxandi, og enn færri fá Internetsamband í gegnum örbylgjuloftnet eða gervihnött.“ Síminn segir að spár sérfræð- inga árið 1999 um sívaxandi þörf fyrir bandvídd hafi gengið eftir og aðrar tegundir DSL-tenginga og ljósleiðaratengingar sagðar vera framtíðin. „Með því gefst heim- ilum kostur á margföldum Inter- nethraða, allt að 100 megabitum á sekúndu, og háskerpu-, gagnvirku sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt.“ olikr@frettabladid.is Bara tíu ár frá tæknibyltingu Boðið var upp á fyrstu ADSL-háhraðanettengingarnar hér á landi í desemberbyrjun árið 1999. Spár um vax- andi þörf fyrir hraða á netinu hafa gengið eftir. HÁHRAÐATENGING Í NOTKUN Netsjónvarpstengingar þar sem loftnet eru óþörf og aukin samskipti og gagnaflutningar á netinu hafa aukið þörfina á enn hraðari netteng- ingum. Ljósleiðaratengingar eru sagðar það sem koma skuli. NORDICPHOTOS/AFP TÍMAMÓT Á NETINU Viðburður Ár Ísland tengist NorduNet 1989 www forskeytið verður til 1990 Mosaic-vafrinn kemur fram 1993 WikiWeb stofnaður 1994 MSN Messenger smáskilaboð 1995 Hotmail vefpóstur verður til 1996 Google fer í loftið 1997 Síminn með ADSL í desember 1999 Heimasíður fleiri en 10 milljónir 2000 MySpace-síðan opnuð 2003 YouTube-myndbandavefurinn 2005 Facebook vinsælla en MySpace 2008 Google Wave stofnað 2009 Heimild: Síminn Vefslóð bankans er arionbanki.is Hafðu samband sími Hollráð um eldvarnir oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Reykskynjarar bjarga mannslífum Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur er að finna á oryggi.is. PPII PPAAA RRRRRR \\\\\\\\\\\\ TTTTTTTTTTBBBBB WWWWWW AAAA •• SSÍÍ AAA • 9 2 2 5 4 5 44 9 2 2 5 9 2 2 Óska eftir að kaupa íslensk-ensku námskeið Óska eftir að kaupa íslensk-ensku Lingapon námskeið. En ég tel nær fullvíst að aðeins eitt íslenskt – ensku Lingapon námskeið hafi komið út á Íslandi. Kennslubókin var innbundin kilja en bæði hærri og breiðari en venjuleg kilja. Eigir þú námskeiðið þá borga ég glaður 40.000 kr fyrir námskeiðið. Viljir þú ekki selja getum við samið um greiðslu fyrir afnot af bókinni. Sími. 865-7013
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.