Fréttablaðið - 05.12.2009, Side 16
16 5. desember 2009 LAUGARDAGUR
LÍKNARMÁL Bláliljan – sérhannað
íslenskt hálsmen – verður seld til
styrktar blindum börnum. Sjóður-
inn Blind börn á Íslandi var stofn-
aður sumarið 1992 í útvarpsþætti
Jóns Axels og Gulla Helga. Er sjóð-
urinn í vörslu Blindrafélagsins en
hlutverk hans er að styrkja blind
og sjónskert börn til aukins þroska
og ánægju. Eggert Pétursson list-
málari og Sif Jakobs gullsmiður
hönnuðu bláliljuna sem seld verð-
ur í versluninni Leonard.
Vigdís Finnbogadóttir afhenti
í fyrradag Ívu Marín, ellefu ára,
fyrsta bláliljuhálsmenið. Íva Marín
er alblind og ein þeirra sem munu
njóta góðs af sölu mensins. - bþs
Sérhannað skart til styrktar blindum og sjónskertum börnum til aukins þroska:
Bláliljan seld fyrir blind börn
BLÁLILJAN Íva skoðar nýja menið. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, afhenti
fyrstu Bláliljuna við hátíðlega athöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓLK Ragnheiður Haraldsdóttir
tekur við starfi forstjóra Krabba-
meinsfélags Íslands eftir áramót-
in. Ragnheiður
er nú sviðsstjóri
í heilbrigðis-
ráðuneytinu.
„Ragnheið-
ur er traustur
og öflugur
leiðtogi með
mikla reynslu
af stjórnun og
störfum á heil-
brigðissviði,“
segir Sigríður Snæbjörnsdóttir,
formaður Krabbameinsfélagsins,
í tilkynningu. „Baráttan gegn
krabbameini er krefjandi og erfið,
fram undan eru miklar áskoranir
vegna þjóðfélagsástandsins,“
segir Ragnheiður. Hún tekur við
forstjóra starfinu af Guðrúnu
Agnars dóttur. - gar
Krabbameinsfélag Íslands:
Nýr forstjóri
um áramótin
RAGNHEIÐUR
HARALDSDÓTTIR
DÝRAHALD Yfirvöld Tálknafjarðar-
hrepps og Vesturbyggðar bíða enn
átekta eftir viðbrögðum þriggja
ráðuneyta varðandi handsömun
og slátrun útigangsfjár sem enn
gengur laust á fjallshryggnum
Tálkna. Í lok október náðust nítj-
án kindur þaðan og var þeim slátr-
að. Þær voru í misjöfnu ásigkomu-
lagi. Þeirra á meðal voru til dæmis
hrútur með horn vaxið inn í auga,
ær þar sem horn var um það bil að
vaxa í auga og hrútur sem misst
hafði neðan af fæti, að því er fram
kemur í bókun dýraverndarráðs um
málið.
Enn eru fimm til sjö kindur eftir
sem ekki náðust í smöluninni.
Umhverfisráðherra vísaði málinu
í haust til sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytis, svo og dómsmála-
ráðuneytis til athugunar og umfjöll-
unar. Landbúnaðarráðuneytið skal
fjalla um málið með tilliti til dýra-
verndunar og dómsmálaráðuneyt-
ið með tilliti til þess hvort lög hafi
verið brotin við handsömun fjárins,
að sögn Ragnars Jörundssonar bæj-
arstjóra Vesturbyggðar.
„Ég held að það geti ekki í neinu
tilliti flokkast undir dýraverndun-
arsjónarmið að láta skepnurnar
ganga svona,“ segir Ragnar.
Í hópnum sem eftir eru í Tálkna
eru bæði ær og hrútar. Það má því
búast við að féð fjölgi sér og fyrstu
lömbin fæðist jafnvel í mars, meðan
vetrarríki er enn á fjallshryggnum,
að sögn Ragnars. Hann segir jafn-
framt að það stóra hlutfall hrúta
sem var í hópnum sem náðist sýni
að þeir hafi frekar komist á legg við
harðan kost heldur en gimbrarnar,
enda séu þeir harðgerari.
Í ályktun dýraverndarráðs segir
meðal annars að aðstæður á Tálkna
séu þannig að „ekki er unnt að sinna
eftirliti með dýrunum og grípa inn
í til að koma í veg fyrir eða stöðva
þjáningar þeirra. Af þessum ástæð-
um styður dýraverndarráð að féð sé
fangað og því komið undir manna
hendur“.
Hins vegar harmar ráðið að við
aðgerðirnar hafi dýr hrapað fyrir
björg, en hefur skilning á að erf-
itt getur verið að koma í veg fyrir
slíkt.
Bændasamtök Íslands hafa sam-
þykkt að „lýsa eindregnum stuðn-
ingi stjórnar Bændasamtaka
Íslands við framgöngu yfirvalda
í Vesturbyggð og Tálknafjarðar-
hreppi við að framfylgja lögum um
fjallskil og búfjárhald“.
jss@frettabladid.is
FÉÐ ÚR TÁLKNA þessi ær hefði líka átt á
hættu að verða blind, þar sem hornið
stefndi inn í augað á henni.
BLINDUR HRÚTUR Hornið á þessum hrúti hafði vaxið inn í augað á honum, þannig
að hann var orðinn blindur á því. Augað var bólgið og það vessaði úr því.
Horn óx í auga hrúts
og annan vantaði fót
Fé það sem handsamað var í Tálkna í lok október var misjafnlega á sig komið.
Horn hafði vaxið í auga hrúts, svo hann var orðinn blindur. Annar hrútur hafði
misst neðan af fæti, að því er fram kemur í bókun dýraverndarráðs.
GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000
Ein gjöf sem
hentar öllum
Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að
gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
39
89
1
Meira í leiðinniN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR
N1 VERSLANIR
Jólagjöf
veiðimannsins
Veiðikortið fæst hjá N1
WWW.N1.IS
SÍMI 440 1000
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki